23.6.2007 | 17:47
2. þáttur
Baddi setur á sig grímuna og tekur flöskusprengjuna. Hann Tekur upp stein og kastar í einn gluggann, svo hann brotnar. Þjófavörnin fer í gang og Baddi smeigir sér inn og kastar síðan stein í myndavélina. Hann hleypur beint í átt að peningageymslunni og setur sprengjuna niður. Hann kveikir í þræðinum og hleypur í skjól. Sprengjan springur og Baddi sækir sér tvo fulla ruslapoka af peningum. Hann dregur pokana á eftir sér. Hann heyrði í sírenum, og hljóp eins hratt og hann gat. Hann komst í felur með peningana. Löggan var mætt á svæðið. Hún var að rannsaka allt svæðið. Einn lögreglumaðurinn var á leiðinni til Badda. Baddi barði hann niður með peningapoka, og tók af honum byssuna. Baddi setur byssuna í vasann og hleypur burt með peningana. Hann læddist inn í gamla húsið sitt og taldi peningana. Hann stal 165 milljónum. Daginn eftir fór hann og keypti sér föt. Hann gekk inn í fatabúð í illa förnum og skítugum lörfum, en kom út í svakalegum smóking. Hann tók byssuna úr gömlu buxunum og setti í þær nýju. Baddi keypti sér Ferrari. Hann fór til Jóa vinar síns og sýndi honum allt sem hann keypti sér. ,,Hvernig í fjandanum fórstu að þessu!?!?!?! Ég hélt að þú ættir ekki krónu!,, sagði Jói steinhissa. Baddi sagði Jóa frá bankaráninu. Það leið yfir Jóa. Baddi settist inn í nýja Ferrari - inn sinn og keyrði til Reykjavíkur. Hann keypti sér stærstu lóðina sem var til sölu og réð 200 smiði til að byggja glæsilegasta hús heimsins. ,,Húsið verður að vera tilbúið eftir 2 vikur!,, sagði Baddi ákveðinn við smiðina. Smiðirnir tóku þessu ekki vel. Eftir 2 daga, þegar Baddi var hættur að leyfa þeim að fá hvíld, gerðu smiðirnir uppreisn. Þeir gengu til Badda og drógu hann á eftir sér. Baddi var settur niður við gálga, sem smiðirnir byggðu. Snaran var komin um hálsinn á Badda.
Hvernig kemur Baddi sér úr þessu? Kemst lögreglan að því að Baddi rændi bankann?
Allt kemur í ljós í næsta þætti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.6.2007 | 15:42
Sumarfríið
Jæja, nú ætla ég að byrja að skrifa einhverja steypu. Steypan er sú að þetta er saga.
1. þáttur.
Einn góðan veðurdag sat maður úti á verönd og naut blíðunnar. Þetta var hann Baddi. Baddi stóð upp og gekk inn í húsið sitt. Hann tók upp símann og hringdi í Jóa vin sinn. Þeir blöðruðu lengi lengi, en að lokum batt Baddi enda á samtalið. Hann settist við tölvuna og skoðaði einhverja síðu fulla af upplýsingum og myndum frá Persíu. Badda langaði voðalega þangað, en það stóð aðeins eitt í vegi fyrir honum. Hann átti ekki peningana. Baddi settist inn í bílinn sinn og fór út í sjoppu og keypti sér nokkra lottómiða. Um kvöldið settist Baddi í sófann sinn og kveikti á imbanum. Hann tók upp miðana því lottóið var að byrja. ,,Tölurnar eru: 1 - 9 - 3 - 2 - 1 og bónustalan er 7,,. Baddi vann ekki neitt. Daginn eftir bárust reikningarnir inn um bréfalúguna. Baddi gat ekki borgað þá. Tveimur dögum síðar kom REPO man og tók sjónvarpið, sófann og tölvuna. Baddi grét hástöfum, því nú gat hann ekki skoðað myndir frá Persíu. ,,Ég verð nú að fara að gera eitthvað í sambandi við þessa peninga,, vældi Baddi. Eftir nokkra daga var hann borinn út. Baddi gekk framhjá banka. Þá kveikti hann á perunni! Hann ákvað að gerast kræfur og ræna banka. Hann gekk inn í bankann og kynnti sér öryggiskerfið. Það var ein myndavél uppi í einu horninu. Baddi stal einhverju efni úr flugeldabúð. Hann byrjaði að blanda öllu saman og gera sprengju. Hann setti allt efnið í kókflösku. Hann gerði gat á tappann og setti kveikiþráð í gegn. Dagurinn, eða réttara sagt, nóttin var runnin upp. Hann ætlaði að fremja ránið.
Tekst Badda ránið? Hvað gerir hann næst? Þetta kemur í ljós í næsta þætti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2007 | 14:57
Badmington
nema það er eiginlega ekkert hægt að spila vegna roks. Það er mjög gott
veður núna nema það er algjörlega brjálað rok. Það er ekkert mikið að
gera núna, og mér dettur ekkert í hug til að skrifa þannig að ég læt
þetta gott heita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2007 | 13:18
Tónlistarskólinn
Nú er búið að sækja um í tónlistarskólanum til að ég geti lært almennilega á gítar. Ég lærði bara hér heima eins og bróðir minn. En nú er sumarfríið byrjað. Ég ætla mér að verða orðinn nokkuð góður á gítarinn fyrir veturinn. Ég ætla bara að eyða sumrinu í að vera úti og æfa mig á gítarinn. Nú er bara mánuður í Tyrklandsferðina. Ef ég kaupi mér ekki gítar úti í Tyrklandi þá ætla ég mjög sennilega að kaupa þennan.
Þessi gítar heitir Agile Valkyrie III BK.
Þetta er nóg í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2007 | 12:18
Skólinn að klárast!
Nú er skólinn að fara að klárast og þá er ég feginn. Nú eru bara einhverjar ferðir eftir og eitthvað. Það er samt ömurlegt, að í einni ferðinni má maður ekki einu sinni koma með MP3 spilara! Hvað á maður þá eiginlega að gera í rútunni?!?!? En nú er eg líka búinn í prófunum og gekk alveg ágætlega held ég. Skólaslitin eru 2. júní, og eftir það eru um það bil 3 mánaða frí Þetta verður frábært sumar hjá mér. Skólinn er búinn fyrr en venjulega, mér sýnist allt stefna í að það verði gott veður í sumar, 1. júlí fer ég á tónleika með þeirri frábæru hljómsveit Cannibal Corpse, og 5 dögum seinna fer ég til Tyrklands, og kem sennilega heim með rafmagnsgítar
Segi þetta gott í bili...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.5.2007 | 15:55
Snilldar setningar frá Homer Simpson
Hér er ég með langan lista af setningum frá Homer Simpson:
1. Operator! give me the number for 911!
2. Oh, so they have internet on computers now!
3. Bart, with 10.000 dollars we'd be millioners! We could buy all kinds of useful things like... love!
4. Just because i don't care doesn't mean i don't understand!
5. i'm normally not a praying man, but if you are up there, please save me Superman.
6. Son, if you really want something in this life, you have to work hard for it! Now quiet!
They are about to announce the lottery numbers!
7. Well, it's 1.a.m. better go home and spend some quality time with the kids.
Maybe, just once, someone will call me 'sir' without adding 'you're making a scene'.
ég nenni ekki meiru, hér er linkurinn á síðu með fullt af þessum setningum.
>>http://www.b2.is/?sida=tengill&id=236232<<
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2007 | 22:01
Þá er það bekkurinn
Núna ætla ég að Google - a allan bekkinn minn í skólanum
"Arnar er kominn með 16 tennur"
Vá maður!!!
"Ívar stelur handklæðum"
Það er eins gott að fara að passa sig!
"Þórir er frekar óvenjulegt ljón, segja stjörnufræðingar"
wtf????
"Alex er búinn að flýja land á skútu og er eftirlýstur"
Hvað hefur krakkinn gert af sér núna!?!?
"Jason er á leikskólanum Lyngheimum og deildin hans heitir Knútskot"
Svo hann er bara á leikskóla, þá er ekki skrýtið að hann er ansi vitlaus stundum!
"Ragnheiður er greinilega kona óbyggðanna"
já, alveg greinilega!
"hann Sindri er mongólíti"
Mér sýnist hann nú ósköp venjulegur greyið
"Jóhannes er kristur endurkominn til að lækna hið sársjúka þorp"
....?
"Gísli er á fullu í leikskólanum og er alveg ofboðslega duglegur strákur"
Maður þyrfti nú að kíkja á greyið þegar maður færi framhjá leikskólanum
"Guðrún er er alveg óttalega smeyk við ansi marga hluti"
og hvaða hlutir eru nú það?
"Elísabet er með bíladellu og einbeitir sér að tryggingum og lánum fyrir bíla og jeppa"
Ekki hafði ég heyrt af því!
"Elínborg er sóknarprestur í Grundarfirði"
Það er mjöög undarlegt
"Jenna er fyrrverandi gimsteinaþjófur"
hahaha
"Linda er án efa stórskrýtin"
Ég myndi segja að hún væri frekar skrýtin
"Auður er að breytast í hokkí nörd"
.....
"Álfrún er alltaf að lemja alla"
ég hef nú ekki tekið eftir því!
"Snorri (ég) er orðinn svo duglegur að borða að í gær át hann heila skyrdós og banana!"
Nei, það gerði ég ekki!
Þá er þetta búið
Vona að þið hafið gaman af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2007 | 10:53
Sniðugt
Ég skrifaði bara nöfnin á mörgum í fjölskyldunni á google...
"Snorri Forseti"
hvenær var það???
"Hörður verður með sína annáluðu kertaljósatónleika í Borgarleikhúsinu"
...?
"Guðríður var ánauðug í tæpan áratug í Alsír"
Henni hefur aldeilis tekist að halda því leyndu!
"Guffi er hressari en Hemmi Gunn"
hahahaha
"Guðrún (mamma) er íþróttafélag starfrækt í Kaupmannahöfn"
hahahaa
"Ragga (hans Guffa) býr í ferðatösku og safnar skóm"
hahahahah
"Gísli (vinur minn) er orðinn þreyttur á þessu öllu saman"
Ég hef nú aldrei séð hann þreyttan nema í skólanum...
"Guðrún (vinkona) býr í Lundi og er básúnuleikari og er að læra..."
hahah, básúnuleikari
"Atli (vinur) er knúinn með WordPress og hýstur hjá blogg.is"
wtf???
"Ívar (annar vinur) er lítill pabbastrákur"
hahaa
"Flóki (litla barnið hennar Guðríðar) er staðsettur í hjarta Reykjavíkur"
wtf????
Nenni ekki meiru í bili...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2007 | 13:57
Helgin
Nú er loksins komin helgi. Ég er samt pirraður núna af því að ég er með eins og hellu fyrir vinstra eyranu, en finn samt ekkert fyrir henni, og svo eitthvað ÓGEÐSLEGA pirrandi suð í eyranu. Ég er handviss um að þetta sé eyrnabólga! Mamma segir að þá myndi ég finna til í eyranu, en ég held bara samt að þetta sé eyrnabólga. Það er svo langt síðan ég fékk síðast eyrnabólgu að ég man eiginlega ekki hvernig hún er. En nú í dag er Hörður frændi minn að koma, og þá byrja lætin. Hörður er 7 að verða 8 ára, og er rosalegur orkubolti. Það getur stundum verið rosalega pirrandi að hafa hann. Meðal annars útaf því að oft þegar ég er sofandi, þá bara kemur hann inn með látum og fer í PC tölvuna. Að sjálfsögðu vakna ég og verð pirraður. Hörður nefnilega vaknar eiginlega alltaf milli 7 og 8 á morgnana. Þegar hann vaknar, vekur hann síðan eiginlega alla. Þegar hann er búinn að vekja ömmu sína, semsagt mömmu mína, og svo mömmu sína, er hann frammi í smástund, og fer síðan beint inn til mín. Það er líka voðalega pirrandi þegar hann er nálægt og heyrir mig til dæmis segja, "ég ætla að skjótast á klósettið", þá þýtur hann framhjá og kallar: "NEI! ÉG!". Stundum er ég orðinn alveg brjálaður á honum. En það er ekki bara hann sem kemur, Guðríður systir mín kemur líka. Hún er mamma Harðar. Hún er skemmtileg.
Ég vona að ég geti spilað eitthvað við hana D.O.D, eða fyrir þá sem ekki þekkja þessa skammstöfun, Day Of Defeat, sem er rosalegur netleikur. Hann er algjör snilld. Síðast þegar Gudda var hérna, þá lönuðum við í honum, og fyrir þá sem ekki þekkja lan, það er þegar einhverjir 2 eða fleiri spila í samtengdum tölvum. Ég er á minni tölvu og hún í tölvunni hans bróður míns. Það er bara snilld að lana í leiknum. Ég og Gudda vorum bara 2 í einu borði og þurftum alltaf að vera að leita að hvort öðru. Einhvern tímann læddist ég aftan að henni með skóflu og barði hana niður. Hún var ekki sátt og beið mín inni í einhverju húsi með sniper og campaði mig niður þegar ég fór framhjá. Það er allavega snilld að lana í D.O.D.
En ætli maður þurfi ekki að fara að æfa sig á gítarinn og pirrast yfir eyranu. Segi þetta bara gott í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2007 | 16:36
Jæja...
Þá er ég búinn að færa gömlu blog.central síðuna mína hingað. Nú eru miklar pælingar í gangi á heimilinu. Það er verið að pæla í að fara til Köben í fimm daga. Svo verður líka farið til Tyrklands Nú stendur líka til að ég spili með bróður mínum á gítar á árlegri ættarhátíð. Það er ekkert mikið í gangi þessa dagana hérna heima. Ég ætla að binda enda á fyrsta bloggið núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)