Færsluflokkur: Bloggar
28.7.2007 | 00:14
9. þáttur
Baddi vissi þó hverjir voru vinir sínir og hverjir ekki. Hann tók upp sverðið sitt, og réðst að seiðkarlinum. Skyndilega birtist stórt og sterkt sverð í höndunum á honum. Seiðkarlinn hjó til Badda, en hitti ekki. Baddi stökk í heljarstökk yfir seiðkarlinn og stakk hann í höfuðið í leiðinni. Baddi lenti fyrir aftan seiðkarlinn. Kallinn snéri sér við og hló og sárið hvarf. Baddi hélt áfram að berjast. En að lokum missti Baddi sverðið. Seiðkarlinn notaði mátt sinn og lyfti Badda upp í loftið. Hann kastaði síðan sverðinu í Jóa. Baddi öskraði af reiði, og seiðkarlinn sleppti honum. Baddi hljóp til Jóa. Jói leit á Badda, og dó síðan. Baddi varð alveg snælduvitlaus. Mátturinn kom aftur og Baddi dró bæði sverðin úr Jóa, og öskraði og hljóp að seiðkarlinum. Seiðkarlinn lét birtast skjöld, og reyndi að verja sig. Baddi stakk öðru sverðinu í skjöldinn, og það fór beint í gegnum hann og í seiðkarlinn. Seiðkarlinn öskraði, og Baddi hjó skjöldinn í sundur með hinu sverðinu. Baddi tók síðan bæði sverðin og stakk þeim báðum í gegnum bringuna á seiðkarlinum. Seiðkarlinn öskraði, en út af ógnarmætti hans, var hann ekki dauður ennþá. Baddi dró bæði sverðin úr bringunni á seiðkarlinum, og stakk þeim í hálsinn á honum. Seiðkarlinn náði ekki einu sinni að öskra, því hann var dauður. Baddi setti sverðið sitt í slíðrið, og setti hitt við hliðina á Jóa. Það tók Badda heilan dag að komast að hveragerði. Þar náði Baddi sér í hest, og fór til Keflavíkur. Baddi laumaði sér um borð, og heyrði kallað: ,,Til Persíu!!!,, Baddi varð rosalega glaður. Eftir 2 daga siglingu, var skipið komið í höfn. Baddi laumaðist frá borði. Hann kom sér inn í borgina og skoðaði sig um. Skyndilega kom einhver betlari og bað hann stanslaust um mat og peninga. Baddi var orðinn svo þreyttur á þessu að hann tók sverðið og skar af honum aðra hendina. Baddi þurfti smá tíma til að átta sig á því hvað hann hefði gert, og að lokum byrjaði hann að hlaupa. Það komu hellingur af vörðum á eftir honum og Baddi var orðinn hálf hræddur um líf sitt. Baddi sá hús sem hann gat léttilega klifrað upp á. Hann stökk og greip í einhverja sillu.
Hann hýfði sig upp og klifraði alveg upp á húsþakið. Verðirnir voru eitthvað að rífast um hvernig væri best að komast upp og ná honum. Baddi tók upp bogann og skaut þá alla niður. Baddi hljóp að brúninni og stökk yfir á næsta hús. Baddi ætlaði síðan að fara að stökkva yfir á næsta hús, en datt niður braut á sér fótinn. Baddi heyrði hróp í vörðum og reyndi að koma sér á fætur, en hann gat það ekki.
Hvernig kemur Baddi sér úr þessu? Hvað gera verðirnir ef þeir ná Badda? það kemur í ljós í næsta þætti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.7.2007 | 19:14
Myndin sem ég sagðist ætla að senda inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 19:10
8. þáttur
Vísindamaðurinn lét Badda klifra upp á hús og hoppa niður. Meðan Baddi var í loftinu kom einn af unglingunum skyndilega hlaupandi og greip Badda. Hann reif af Badda loftnetið og stappaði ofan á því. Vísindamaðurinn öksraði brjálæðislega og hljóp inn í einhverja búð. Hann kom aftur út með sverð. Hann kom hlaupandi að unglingnum og stakk hann mörgum sinnum í magann. Baddi varð reiður. Hann náði sér líka í sverð. Þeir skylmdust lengi, en að lokum stakk vísindamaðurinn Badda í magann. Baddi öskraði. Hann stakk vísindamanninn í bringuna, og dró sverðið úr maganum og stakk vísindamanninn aftur með því. Vísindamaðurinn var steindauður. Baddi lifði það af að ganga til spítalans. Hann gekk inn og það komu læknar hlaupandi á móti honum. Baddi var á sjúkrahúsinu í 2 vikur áður en að honum var sleppt. Þegar Baddi kom út úr spítalanum var verið að endurbyggja kirkjuna og það sem eyðilagðist. Baddi rændi bíl og keyrði burt. Hann keyrði til Reykjavíkur. Þar var bara eyðilendi. Hann stoppaði og fór út úr bílnum og skoðaði rústirnar. Þegar hann var búinn að ganga dálitla stund sá hann nokkra menn vera að jarða Jóa. Baddi varð mjög undrandi og hljóp í felur. Þeir voru búnir að grafa smágröf og settu Jóa ofan í. Þeir byrjuðu að grafa hann niður, þegar skyndilega kom ör fljúgandi og lenti rétt við hausinn á Badda. Badda brá mjög mikið og leit við. Uppá einhverjum rústum stóð maður með boga. Hann lyfti boganum og skaut aftur. Hann hitti í handlegginn á Badda. Baddi öskraði, og við það tóku mennirnir eftir honum. Baddi reif örina úr sárinu og kastaði henni burt. Hann hljóp inn í rústir af húsi. Mennirnir komu hlaupandi framhjá. Baddi sá sér til mikillar undrunar, að hver einasti var með boga á bakinu og sverð í slíðri. ,,Af hverju er enginn með byssur?,, hugsaði Baddi. Þegar sá aftasti í röðinni kom framhjá dyrunum á húsinu, kippti Baddi honum inn. Hann rotaði hann og tók af honum öll vopn. Baddi tók sverðið og stakk kallinn. Hann setti sverðið í slíðrið og hljóp út. Hann hljóp fyrir hornið á húsinu, og mætti þar nokkrum mönnum. Þeir hlógu og drógu upp sverðin sín. Þeir réðust á Badda. Baddi varði öll höggin og skar af einum lappirnar.
Hann skylmdist við þá góða stund, en að lokum sigraði hann þá. En þá kom allgjör durri labbandi. Gaurinn var risastór og feitur. Hann tók upp risastórt sverð og sveiflaði því einhvað út í loftið. Baddi varð hræddur og klifraði upp á einhverjar rústir. Baddi tók bogann af bakinu og skaut á kallinn. Hann hló og varði örina með sverðinu. Baddi skaut aftur og aftur, en kallinn varði allt. Baddi skaut, og á einhvern undraverðan hátt, náði Baddi að hitta í hendina á kallinum, og hann missti sverðið sitt. Baddi stökk niður, með sverðið á undan. Sverðið sökk ofan í hausinn á kallinum, og Baddi sleppti því og lenti á jörðinni. Kallinn datt niður steindauður. Baddi tók sverðið úr hausnum á honum og gekk burt. Hann sá einhvern kall vera að líta í kringum sig. Baddi skaut hann með boganum. Baddi sá gröfina sem Jói var í. Hann hljóp að henni og gróf Jóa upp. Baddi sá sér til mikillar undrunar, að hann andaði!!! Baddi vakti hann. Mennirnir voru einhverjir óvinir hans sem höfðu ætlað að grafa hann lifandi. Jói var undrandi á þessu, og sagðist ekki eiga neina óvini nema Ósigrandi Ninjurnar. Baddi spurði hverjar þær væru. Jói lýsti þeim, og Baddi vissi strax hverja hann átti við. Ninjan sem Baddi lenti í, var ein af þeim. Skyndilega heyrði Baddi einhver öskur. Hann leit við, og þar stóð stór hópur af Ninjum. Þær tóku allar upp hnífa. Tvær þeirra komu hlaupandi og stukku á Badda. Baddi hafði vit á því að lyfta sverðinu, og önnur þeirra lenti beint á því og dó. Baddi beygði sig undir höggið frá hinni Ninjunni og skar svo af henni hausinn.
Hinar Ninjurnar urðu alveg brjálaðar og komu allar hlaupandi. Skyndilega var eins og Baddi hefði fengið einhvern mátt. Hann sá allt í slow motion og skynjaði allar árásir. Hann hoppaði yfir þær allar og tók bogann og skaut helminginn af þeim niður meðan hann var enn í loftinu! Hann lenti og dró sverðið úr slíðrinu. Hann varði hverja einustu árás, og hjó alltaf til baka og hitti alltaf. Eftir aðeins mínútu voru allar Ninjurnar dauðar. Baddi hætti að sjá allt í slow motion og setti sverðið í slíðrið. Jói var búinn að draga sverðið sitt úr slíðrinu, og var undirbúinn því að það kæmu fleiri óvinir. SKyndilega kom gamall kall labbandi. Baddi kannaðist strax við hann. Þetta var seiðkarlinn!!! ,,Það sem ég ætlaði mér tókst! ég hef losað heiminn við byssur!! Næsta plan mitt er ennþá stærra!! ég ætla að taka allt rafmagn og breyta öllum heiminum í miðaldirnar!!,,. Kallinn lyfti höndunum upp í loftið og byrjaði að fara með einhverja galdraþulu. Það byrjaði að myndast einhver ógnarmáttur yfir höfði seiðkarlsinns. Baddi og Jói hlupu að honum. Það myndaðist einhver skjöldur utan um kallinn. Jói var á undan Badda, og lenti á skildinum. Jói þeyttist afturábak og missti sverðið, og lenti á vegg. Sverðið kom á fleygiferð og lenti í bringunni á Jóa. Það fór akkúrat á milli lungnanna, þannig hann dó ekki strax. Sverðið fór alveg í gegnum hann og í vegginn fyrir aftan hann og festi hann við vegginn. Baddi öskraði og hljóp til hans. Hann reyndi að leysa sverðið, en án árángurs. Hann leit við, og kallinn gerði galdurinn. Mátturinn þeyttist upp í loftið, og það komo risavaxin höggbylgja og allt rafmagn dó út. Bílar hurfu og borgir nútímans breyttust í miðaldaborgir. Meira að segja fötin breyttust! Lögreglumenn urðu í riddarabúning og svoleiðis. Og það var líka í galdrinum að enginn fattaði hvað gerðist. Allir voru bara vissir á því að þetta væru miðaldirnar og allir létu þannig. Verðirnir vissu ekki að þeir höfðu verið venjulegir verðir fyrir augnabliki. Baddi var í fötum eins og maðurinn sem maður leikur í leiknum Assassin's Creed, sem er leikur sem kemur út í lok þessa árs í PS3 og fleiri tölvur. Fyrir þá sem ekki vita hvernig hann lítur út, skal ég senda inn mynd seinna, en ég get það ekki núna, því ég skrifa þetta á Mozilla netinu.
Verður seiðkarlinn stoppaður? Verður komist aftur í nútímann? Það kemur í ljós í næsta þætti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2007 | 16:39
7. þáttur
Baddi steig á land við strönd Tróju. Hann elti herinn inn í borgina. Skyndilega stoppaði herinn. Baddi sá að það var einhver hermaður að tala við konunginn. Baddi sá að konungurinn varð allt í einu mjög undrandi. Hermaðurinn kallaði á Badda. Baddi labbaði til hermannsins. ,,Þetta er maðurinn,, sagði hermaðurinn. ,,Ég frétti að þú hefðir drepið hinn mikla Achilles,, sagði konungurinn undrandi. ,,Af hverju var hann svona mikill?,, spurði Baddi undrandi. ,,Hann var besti hermaður sem uppi hefur verið,, sagði konungurinn. Baddi varð mjög undrandi, og varð síðan mjög montinn. Konungurinn vísaði Badda í stórt herbergi í höll sinni. Baddi var ánægður með herbergið. Um nóttina flúði Baddi. Hann leit út um gluggann í herberginu. Hann sá að hann var efst í höllinni. Hann sá að það var vatn þarna niðri. Hann ákvað að taka áhættu. Hann fleygði sér út um gluggann og í vatnið. Hann fór upp úr vatninu og læddist aftan að einhverjum sofandi hermönnum. Hann tók af einum þeirra sverðið. Hann hljóp niður að ströndinni og fór um borð í skip. Þar voru einhverjir áhafnarmenn sofandi. Baddi vakti einn þeirra og beindi sverðinu að honum. ,,Sigldu með mig til Þessalíu,, sagði hann við manninn. Maðurinn þorði ekki annað enn að hlýða honum og vakti hina og þeir sigldu af stað. Eftir 2 daga voru þeir komnir til Þessalíu. Baddi gekk frá borði. Hann ætlaði að reyna að finna tímavélina. Baddi var búinn að ganga í 3 klukkutíma þegar hann sá glitta í hana. Hann varð rosalega kátur og hljóp af stað. Hann kom að tímavélinni 10 mínútum síðar. Baddi settist í sætið og setti tímann á árið 2007. Tímavélin byrjaði að hristast og það rauk úr vélinni, og hún gaf frá sér skrýtin hljóð eins og síðast.
Baddi lokaði augunum, og þegar hann opnaði þau, var hann í fylgsninu. Unglingarnir voru farnir. Baddi fór út úr fylgsninu. Hann sá unglingana vera að kasta steinum í hausinn á einhverjum gömlum kalli. Kallinn var allur blár og marinn, og greinilega tilfinningalaus, og hló eins og brjálæðingur. Baddi varð mjög undrandi á þessu. Hann sagði unglingunum að hætta og leit á gamla manninn. Hann var liggur við orðinn eins og fílamaðurinn. Baddi rétti honum lítinn spegil sem hann var með í vasanum, svo hann gæti séð hvernig hann liti út. Gamli kallinn skælbrosti og tók við speglinum. Hann leit í hann, og brosið dofnaði. Gamli kallinn fór að hágrenja og öskraði: ,,ég vil ekki lifa svona!!!,, Kallinn tók band upp úr vasanum og batt tvo þunga steina við lappirnar á sér. Hann hljóp og stökk út í fjörðinn. Baddi skipti sér ekki af hans málum, og fór að tala við unglingana. Hann gleymdi sér alveg í öllu kjaftinu, og kjaftaði til eitt um nóttina. Baddi var dauðþreyttur og fór að sofa.
Um morguninn hrökk hann upp við einhverjar sprengingar. Hann dreif sig úr rúminu og fór út. Hann sá að unglingarnir voru að sprengja niður kirkjuna, og svo sá hann aðalunglinginn!!!!! Hann var með loftnet fast við hausinn. Baddi hélt að hann hefði verið dauður. Baddi leit við. Þá sá hann einhvern vísindamann með fjarstýringu. Hann var að stjórna aðalunglingnum. Hann hafði verið lífgaður við. Vísindamaðurinn lét unglinginn klifra upp á toppinn á einhverju húsi og öskra og hoppa fram af. Hann skall í jörðina og það spýttist blóð úr honum. Aðeins einn turninn af kirkjunni stóð eftir. Vísindamaðurinn lét unglinginn klifra alveg upp á toppinn á turninum, og hoppa af. Unglingurinn splattaðist þegar hann lenti á jörðinni, og þá tók vísindamaðurinn loftnetið af. Hann gekk aftan að einhverjum ungling sem var að kasta sprengjum, og skellti loftnetinu á hausinn á honum. Vísindamaðurinn tók stuðbyssu upp úr vasanum. Vísindamaðurinn skaut unglinginn með loftnetið með byssunni, og þá varð loftnetið virkt. Vísindamaðurinn lét hann taka upp kúbein og drepa alla hina unglingana. Baddi hljóp að vísindamanninum og kýldi hann í framan. Vísindamaðurinn skaut hann með stuðbyssunni og skellti loftetinu á hausinn á honum. Hann skaut hann aftur, og þá varð loftnetið virkt.
Hvernig kemur Baddi sér úr þessu vandamáli? Eru allir unglingarnir dauðir? Verður þessi illi vísindamaður stoppaður? Það kemur í ljós í næsta þætti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2007 | 15:03
6. þáttur
Baddi var mjög hræddur, því hann gat ekki opnað hurðina fyrir þrýstingi. Vatnið var ekki alveg búið að fylla bílinn, þannig Baddi hafði smátíma. Eftir nokkrar mínútur stóð aðeins þakið upp úr vatninu. Unglingurinn með jetpackinn sá í þakið á bílnum og uppveðraðist. Hann skellti jetpackinum á bakið og flaug í áttina að bílnum. Hann lenti á þakinu og tók kúbein sem hékk í buxunum hans. Hann gerði stórt gat á þakið. Hann tók í Badda, sem var orðinn meðvitundarlaus, og dró hann í gegnum gatið. Hann lyfti honum upp og flaug með hann í land. Hann setti hann niður. Hann setti frá sér kúbeinið og leitaði í vösum Badda. Hann fann hníf. Unglingurinn skoðaði hann, og leit síðan á Badda. Unglingurinn velti vöngum, og ákvað svo að stinga Badda. Hann lyfti hnífnum og undirbjó sig fyrir stunguna. En skyndilega kom vindhviða, og hnífurinn flaug úr höndunum á honum. Hann bölvaði og stóð upp. Hann bað einn af unglingunum að finna byssu. Unglingurinn hlýddi. Tíu mínútum seinna kom hann aftur með tvö sverð. ,,Þetta var það besta sem ég gat fundið!,, kallaði unglingurinn. Forustu unglingurinn tók við þeim. Baddi hrökk upp, og sá bara framan í unglinginn. Baddi kýldi hann og stóð upp. Unglingurinn varð alveg snælduvitlaus. Hann öskraði og hljóp að honum og reyndi að stinga hann með öðru sverðinu. Baddi beygði sig undir og náði sverðinu af honum. Unglingarnir mynduðu hring í kringum þá og létu þá berjast til dauða. Þeir skylmdust í góða stund, og síðan náði Baddi hinu sverðinu af unglingnum. Hann stakk unglinginn í magann. Unglingurinn öskraði ógurlega og féll í jörðina og drapst.
Hinir unglingarnir horfðu alveg furðulostnir á Badda. Baddi varð hræddur og hélt að þeir myndu ráðast á sig. Skyndilega hneygðu þeir sig allir og byrjuðu að tilbiðja Badda. Þeir tóku síðan í Badda og drógu hann á eftir sér. Einn kom og sagði við Badda: ,,Nú ætlum við að taka þig í fylgsnið okkar og sýna þér uppfinninguna og jafnvel leyfa þér að prófa!,,. Þeir þeir komu í fylgsnið, sá Baddi einhverja stóra vél, sem var með sæti í miðjunni. Þeir skipuðu honum að setjast. Baddi settist í stólinn og leit á takkaborðið sem var fyrir framan hann. ,,Þetta er tímavél! Veldu tíma sem þú vilt skoða!,, sagði einn unglingurinn. Baddi valdi árið 3200 fyrir krist. Vélin tók að hristast og það byrjaði að rjúka úr henni. Það byrjuðu að heyrast undarleg hljóð, og Baddi varð hálfhræddur. Skyndilega lýstist allt upp. Baddi lokaði augunum, og þegar hann opnaði þau aftur, var hann á einhverju eyðilendi, og sá stóran her labba framhjá. Þetta var enginn venjulegur her. Hermennirnir voru með skjöld, spjót og sverð og klæddust brynjum. Baddi var mjög hissa á þessu. Hann leit í áttina sem herinn gekk í og sá þar annan her. Hinn herinn gekk beint í áttina að hinum hernum, og það var augljóst á þeir ætluðu í stríð.
Baddi gekk í áttina að öðrum hernum og spurði einn hermanninn hvað væri í gangi. ,,Við erum að fara í stríð við Grikkina! Af hverju ert þú ekki í brynju hermaður?!?!,, Spurði hermaðurinn. Síðan kom einhver kall og lét hann fá vopn og herklæði. ,,Ef þú flýrð, læt ég bogamennina skjóta þig niður!,, öskraði hermaðurinn á Badda. Baddi talaði meira við hermanninn og komst að því að þeir voru í Þessalíu í Grikklandi. Baddi fór í herklæðin og tók upp sverð og skjöld. Hann var settur í fremstu fylkinguna. Herirnir mættust og kóngarnir töluðu saman. Það var ákveðið að láta fyrst besta hermanninn í hvorum her berjast. Það var kallað á þá. Það var kallað á einhvern Achilles. Hann kom hlaupandi. Síðan var kallað á einhvern Bóagríus. Þá kom einhver risavaxinn maður og ruddist áfram. Þeir hlupu í áttina að hvor öðrum. Þegar þeir mættust stakk Achilles hann með sverðinu. Bóagríus steindrapst. Achilles gekk að hernum sem Baddi var í. Hann kallaði: ,,Þorir enginn annar að berjast!?!??!,,. Badda var ýtt til hans. Baddi var mjög hræddur. Hann dró upp sverðið og hjó eitthvað í áttina að honum. Hann hitti ekki neitt og Achilles reyndi að höggva Badda, en Baddi beygði sig undir. Baddi skylmdist við hann heillengi, og barði hann með skildinum sínum. Achilles hentist afturábak. Það var kastað spjóti til Badda. Baddi kastaði því í áttina að Achilles. Achilles varði með skildinum sínum, en Baddi kastaði svo fast að spjótið fór í gegnum skjöldinn og í magann á Achilles. Achilles öskraði og féll í jörðina. Hann var ekki dauður enn. Baddi gekk að honum og stakk hann með sverðinu. Honum var fagnað rosalega af hernum. Óvina kóngurinn þorði ekki að berjast og fór með herinn til baka. Baddi fór með hernum sínum að einhverri strönd þar sem þeir voru með helling af skipum. Þeir fóru um borð og sigldu til Tróju í Tyrklandi.
kemst Baddi aftur til nútímans? Deyr Baddi í orustu? hver veit! svarið verður ljóst í næsta þætti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2007 | 19:43
5. þáttur
Baddi heyrði fótatak og hljóp í felur. Hann tók upp gömlu góðu skammbyssuna. Skyndilega komu nokkrir terroristar framhjá. Baddi elti þá. Skyndilega heyrði Baddi einn þeirra tala í talstöð. Honum var skipað að hitta stjórann. Baddi elti terroristana að staðnum. Þar sá hann 250 terrorista!! Stjórinn kom labbandi. Badda brá mjög mikið, því þetta var enginn annar en Jói!!!! Baddi rakst óvart í gikkinn á byssunni og skaut. Terroristarnir snéru sér við. Jói skipaði þeim að finna þann sem skaut. Baddi hljóp inn í rústir af húsi. Það komu 2 terroristar. Þeir skiptu liði og annar þeirra fór inn í rústirnar. Baddi nýtti sér sjálfsvarnarnámskeið sem hann hafði farið í þegar hann var lítill, og eftir nokkur brögð, lá terroristinn rotaður á jörðinni. Baddi fór í búninginn hans og tók AK - 47 byssu af honum. Hann hljóp út. Hinn terroristinn kom hlaupandi. Baddi dritaði hann niður. Hann hljóp til Jóa. ,,Ert þú búinn að stúta honum???,, Spurði Jói forvitinn. Baddi miðaði á hausinn á Jóa. En Baddi gat ekki drepið Jóa. Skyndilega kom þyrla. Hún flaug mjög lágt. Allt í einu stökk brjáluð Ninja út úr þyrlunni. Ninjan kastaði nokkrum hnífum í áttina að Badda. Baddi beygði sig og hnífarnir fóru allir í Jóa. Baddi brjálaðist og dritaði öllu skothylkinu á Ninjuna. Baddi hlóð byssuna og hljóp í burtu.
Í miðjum hlaupum mætti Baddi öllum terroristahópnum. Baddi slóst í hópinn. Skyndilega fattaði hann hvað myndi drepa alla terroristana. Hann kastaði 3 handsprengjum í hópinn. Baddi hljóp burt, og allir terroristarnir sprungu í tætlur. Baddi rændi sér þyrlu frá terroristunum og flaug burt. Skyndilega kom viðvörun. Eldsneytið var búið!!! Baddi hrapaði yfir einhverjum sveitabæ. Hann fleygði sér út rétt áður en að þyrlan skall í jörðina. Þegar Baddi stóð upp, stóð einhver gamall kall fyrir framan hann. kallinn virti Badda fyrir sér. ,,Hamingjan sanna! Byssur og hættuleg tól og tæki! Þú verður að hitta seiðkarlinn! Hann losar þig við þetta allt!,, Baddi velti fyrir sér hvað í ósköpunum þessi gamli kall væri að tala um. Gamli kallinn leiddi hann að einhverjum helli. ,,Ó, mikli seiðkarl! Hér hef ég með mér mann með hættuleg tól og tæki! Losaðu hann við þau, ó mikli seiðkarl!,, Ekkert gerðist. Gamli kallinn setti upp bros og sagði: ,,Seiðkarlinn hefur samþykkt að losa þig við hættutækin!,, og gekk inn. Baddi elti kallinn inn í hellinn. Þeir gengu í tíu mínútur, en þá komu þeir að stórum potti sem var fullur af einhverjum þykkum vökva. Skyndilega kom karl labbandi úr einum skugganum. Þessi karl var með rosalega langt, grátt skegg. Skeggið náði niður að mitti og hárið var ennþá lengra. Karlinn var klæddur einhverjum ævafornum hvítum slopp. Hann var með staf í hendi. Karlinn leit á Badda. Hann reif af honum vopnin, og kastaði þeim ofan í pottinn.
Það rauk upp úr pottinum, og Baddi fylgdist með vopnunum bráðna. Seiðkarlinn hafði ekki tekið eftir handsprengjunum sem betur fer, því ef þær færu þarna ofan í, mundi þessi vökvi sprengja púðrið. ,,Þú mátt fara,, sagði seiðkarlinn við Badda. Baddi snéri sér við, en þá sá seiðkarlinn handsprengjurnar, sem héngu aftan á Badda. Seiðkarlinn reif þær af honum og kastaði ofan í pottinn. Baddi hljóp eins hratt og hann gat. Hann fleygði sér út úr hellinum og lenti ofan í gryfju. Það varð stór sprenging. Þegar sprengingin var búin, stóð Baddi upp. Hann sá smá bút af sloppnum sem var að brenna. Baddi hljóp niður að sveitabænum. Hann rændi sér bíl. Hann keyrði til Akureyrar. Þegar hann kom út úr bílnum, voru lögreglumenn og sérsveitarmenn í stríði við einhverja vandræðaunglinga. Baddi ákvað að fylgjast bara með. Á endanum unnu vandræðaunglingarnir. Þeir litu á Badda. Einn þeirra öskraði: ,,Náið honum!!!,, Baddi settist inn í bílinn sinn og keyrði burt. Vandræðaunglingarnir gáfust ekki upp. Aðalgaurinn sagði við nokkra: ,,náið í jetpackinn minn,,. Aðalgaurinn setti jetpackinn á bakið og flaug á eftir Badda. Hann lenti ofan á bílnum. Hann braut framrúðuna, og kýldi Badda í rot. Unglingurinn flaug af bílnum og lenti á jörðinni. Bílinn þeyttist út í fjörðinn og sökk.
Hvernig fer fyrir Badda nú? Hvaða Ninja var þetta? Verða unglingarnir stoppaðir? Hver veit? allt kemur í ljós í næsta þætti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.7.2007 | 00:13
Þá hef ég séð Death Metal goðsagnirnar
Corpse. Það var snilld að fylgjast með moshpittinum (fyrir þá sem
ekki vita hvað moshpittur er, Þá er það þegar það myndast hringur og
allt er vitlaust, allir að ýta öllum), það var einhver risavaxinn gaur
þarna sem þeytti öllum burt. Það var hellingur af gaurum að fara
vankaðir út. Einn gaur kom með vin sinn í fanginu, og þegar hann gekk
framhjá heyrði maður vankaða gaurinn segja: ekki út, ekki út. Þau bönd
sem spiluðu voru: Severed Crotch ( upphitunarband 1), Momentum
(upphitunarband 2), Forgarðar Helvítis (upphitunarband 3) og að lokum
spiluðu goðsagnirnar. Ég kalla þessa menn goðsagnir af því að þeir voru
frumkvöðlar að grind/tekníska death metalinum. En jæja, þá nenni ég nú
ekki meira, þar sem ég þarf að æfa mig á gítarinn, og horfa á mynd, og
það þarf að gerast áður en að klukkan er orðin 3, þannig að nú bind ég
enda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.6.2007 | 12:25
4. þáttur
Baddi var að reyna að finna einhverja undankomuleið. Hann hugsaði sig lengi um. Skyndilega fattaði hann eitt. Hurðin var ekki læst. Baddi barði lögreglumanninn sem stjórnaði bílnum í rot og stökk út úr bílnum. Hann lenti í grasinu við hliðina á veginum. Hann sá bílinn þeytast út í einhverja litla tjörn. Baddi sá Selfoss. Hann byrjaði að ganga. Hann var kominn til Selfoss 2 klukkutímum síðar. Hann fór beinustu leið í húsasmiðjuna. Hann keypti sér járnsög og sagaði handjárnin í sundur. En handjárnin vöktu mikinn grun hjá afgreiðslumanninum. Skömmu síðar kom hann hlaupandi út á eftir Badda og miðaði á hann stuðbyssu. Baddi sparkaði í hann, og hann missti stuðbyssuna. Baddi tók hana upp og skaut afgreiðslumanninn. Baddi tók næsta bíl sem hann sá og keyrði burt. Baddi keyrði til Hveragerðis. Baddi var orðinn svangur. Þá fékk hann frábæra hugmynd. Hann ætlaði að fá sér að borða í Eden. En Baddi var óheppinn. Eden var lokað. Baddi gafst ekki upp og braut upp hurðina. Hann hljóp að matarsölunni og hámaði í sig allt sem hann náði í. Eftir 20 mínútur var matarsalan tóm. Baddi ákvað að skemmta sér smá. Hann fór að einu leiktækinu og kveikti á því. Hann spilaði í hálftíma, en ákvað svo að fara. Þegar hann kom út stóð einhver róni fyrir utan og bölvaði. ,,Hvað er að?,, spurði Baddi forvitinn. ,,Ég á ekki nógan pening fyrir meira brennivíni!,, öskraði róninn. Baddi gaf rónanum 100.000 krónur. Róninn var svo fullur að hann gerði sér ekki grein fyrir því hvað þetta var mikið, og fannst þetta vera bara 10 krónur. Róninn reif alla seðlana í sundur. Baddi klikkaðist og skaut hann með stuðbyssunni. Hann dró hann síðan á eftir sér að ræsisopi og henti honum ofan í og lokaði fyrir. Baddi settist inn í bílinn og keyrði burt. Hann fór beinustu leið til Reykjavíkur. Það stóð einhver maður á gangstétt og öskraði: ,,Endirinn er í nánd!,,. Hann mætti einhverjum manni sem var að reyna að húkka far. Baddi hleypti honum inn í bílinn. Baddi lenti á rauðu ljósi. Skyndilega féll loftsteinn á allan afturhlutann á bílnum. Baddi öskraði og hljóp út úr bílnum. Maðurinn hafði kramist undir loftsteininum. Baddi leit upp í himininn. Þá brá honum mjög, því það var að koma óveður. Þrumur og eldingar, og það var fellibylur á leiðinni til Reykjavíkur. Skyndilega kom loftsteinaregn. Baddi hljóp í skjól. Það lenti stór loftsteinn rétt hjá Badda. Höggbylgjan var svo öflug að Baddi þeyttist á vegg og rotaðist. Þegar Baddi rankaði við sér, sá hann að allir loftsteinarnir voru brotnir í tvennt. Hann skoðaði einn, og sá að hann var holur að innan. Hann leit yfir hina steinana. Þeir voru allir eins. Baddi leit í kringum sig, og sá honum til mikillar undrunar, að Reykjavík var í rústum og það var blóð um allar götur.
Voru þetta loftsteinar? Hvernig rústaðist Reykjavík? Hvar voru allir? Þetta kemur í ljós í næsta þætti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.6.2007 | 16:39
Jæja, nú er ég búinn að breyta til!
Ég er búinn að breyta til varðandi gítarkaup.
Ef ég fæ mér ekki gítar úti í Tyrklandi er 100% að ég fái mér þennan:
Þetta er Agile Valkyrie III HC slim.
Hann er nánast alveg eins og hinn, nema þessi er betri og dálítið dýrari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 16:15
3. þáttur
Baddi var með snöruna um hálsinn. Skyndilega fattaði Baddi að hann var ennþá með skammbyssu í vasanum. Hann tók hana upp og skaut nokkra kalla. Hann miðaði á böðulinn og skipaði honum að sleppa sér. Böðullinn gerði eins og honum var sagt, og Baddi slapp við snöruna. Baddi stökk niður af gálganum og settist inn í ferrari - inn og keyrði burt. Hann setti skammbyssuna aftur í vasann. Hann var kominn út fyrir Reykjavík og ætlaði til Akureyrar. Skyndilega hljóp kind í veg fyrir bílinn. Baddi náði ekki að beygja, því hann var á 200 kílómetra hraða. Hann klessti á kindina mjööög harkalega, og blóðið spýttist yfir alla framrúðuna. Rúðuþurkurnar voru fastar niðri, svo Baddi gat ekki náð blóðinu af framrúðunni. Hann missti stjórn á bílnum. Bíllinn fleygðist út af veginum. Baddi var ekki í belti, þannig hann flaug út um framrúðuna. Hann lenti beint í kviksyndi. Hann byrjaði að sökkva. Þegar bara hausinn stóð upp úr, komu einhverjir hestamenn framhjá. Baddi kallaði á þá, og þeir flýttu sér til hans. Hestamennirnir drógu hann upp úr. Baddi gekk upp á veginn og leit í kringum sig. Hann sá stöðuvatn skammt frá. Hann flýtti sér þangað og þreif sig. Hann fór að bílnum sínum og fór að rembast við að reyna að opna skottið. Hann náði því að lokum, og tók peningana sína. Hann tók pokana upp og snéri sér við. Hann rann og datt. Hann missti peningapokann ofan í kviksyndið. Baddi varð alveg brjálaður. Það kom einhver kall á hesti framhjá, og var með einn hest í taumi. Baddi hljóp til mannsins og reif af honum hestinn og hélt förinni áfram. Hann fór eins hratt og hann gat, og píndi hestinn áfram. Hann var búinn að vera á fleygiferð í 3 klukkutíma. Baddi var að drepast úr þreytu, og datt af baki. Hann skall í götuna. Hann öskraði, bæði af reiði, og líka út af sársauka. Hann stóð upp og hélt áfram. Skyndilega kom limmósína keyrandi eftir veginum. Limmósínan stoppaði og rúðu var rennt niður. Þetta var forsetinn sjálfur. ,,góðann daginn! hvað ert þú að gera hér í óbyggðunum?,, spurði forsetinn. ,,Ég er bara alveg einstaklega óheppinn býst ég við. Bíllinn minn rústaðist, og ég missti allann minn pening í kviksyndi,, sagði Baddi við forsetann. ,Eftir hverju ertu að bíða?!? Sestu inn!,, sagði forsetinn æstur. Baddi settist inn í limmann og þeir keyrðu burt. Forsetinn var reyndar á leiðinni til Reykjavíkur, en Badda fannst það allt í lagi. Þegar Þeir keyrðu framhjá rústaða bílnum hans Badda, bað forsetinn bílstjórann um að stoppa. Forsetinn dreif sig út úr limmanum og skoðaði bílinn. Þegar hann sá kviksyndið varð hann forvitinn. ,,misstirðu peningana þarna ofan í?,,. ,,Já,, svaraði Baddi. Forsetinn fór úr jakkanum sínum, og dýfði sér ofan í. Skyndilega kom hann spriklandi upp á yfirborðið með peningapokann í hendinni. Hann náði að komast upp úr án hjálpar, þótt ótrúlegt væri. Hann rétti Badda peningapokann. Hann leit ofan í hann. Allir peningarnir voru ennþá í lagi.
Forsetinn kom æstur og vildi sjá. Hann sá strax að þetta voru peningarnir sem höfðu verið rændir. Forsetinn dró byssu upp úr vasanum og miðaði á hausinn á Badda. Hann ýtti honum inn í limmann og förinni var heitið niður á Lögreglustöð. Þegar þangað var komið, steig forsetinn út úr limmanum, og dró Badda á eftir sér. Forsetinn fór inn í stöðina og sýndi lögreglustjóranum peningana. ,,Þetta er svínið sem rændi þeim!!!,, öskraði forsetinn mjög æstur og benti á Badda. Það komu nokkrir verðir og tóku Badda. Þeir hentu honum í klefa. Baddi var tekinn fyrir rétt næsta dag. Baddi var dæmdur í ævilangt fangelsi. Það fóru tveir lögreglumenn með hann á leið til Eyrarbakka, til að stinga honum í fangelsi.
Hvernig kemur Baddi sér úr þessum vandræðum? Það kemur í ljós í komandi þætti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)