27.4.2007 | 13:57
Helgin
Nú er loksins komin helgi. Ég er samt pirraður núna af því að ég er með eins og hellu fyrir vinstra eyranu, en finn samt ekkert fyrir henni, og svo eitthvað ÓGEÐSLEGA pirrandi suð í eyranu. Ég er handviss um að þetta sé eyrnabólga! Mamma segir að þá myndi ég finna til í eyranu, en ég held bara samt að þetta sé eyrnabólga. Það er svo langt síðan ég fékk síðast eyrnabólgu að ég man eiginlega ekki hvernig hún er. En nú í dag er Hörður frændi minn að koma, og þá byrja lætin. Hörður er 7 að verða 8 ára, og er rosalegur orkubolti. Það getur stundum verið rosalega pirrandi að hafa hann. Meðal annars útaf því að oft þegar ég er sofandi, þá bara kemur hann inn með látum og fer í PC tölvuna. Að sjálfsögðu vakna ég og verð pirraður. Hörður nefnilega vaknar eiginlega alltaf milli 7 og 8 á morgnana. Þegar hann vaknar, vekur hann síðan eiginlega alla. Þegar hann er búinn að vekja ömmu sína, semsagt mömmu mína, og svo mömmu sína, er hann frammi í smástund, og fer síðan beint inn til mín. Það er líka voðalega pirrandi þegar hann er nálægt og heyrir mig til dæmis segja, "ég ætla að skjótast á klósettið", þá þýtur hann framhjá og kallar: "NEI! ÉG!". Stundum er ég orðinn alveg brjálaður á honum. En það er ekki bara hann sem kemur, Guðríður systir mín kemur líka. Hún er mamma Harðar. Hún er skemmtileg.
Ég vona að ég geti spilað eitthvað við hana D.O.D, eða fyrir þá sem ekki þekkja þessa skammstöfun, Day Of Defeat, sem er rosalegur netleikur. Hann er algjör snilld. Síðast þegar Gudda var hérna, þá lönuðum við í honum, og fyrir þá sem ekki þekkja lan, það er þegar einhverjir 2 eða fleiri spila í samtengdum tölvum. Ég er á minni tölvu og hún í tölvunni hans bróður míns. Það er bara snilld að lana í leiknum. Ég og Gudda vorum bara 2 í einu borði og þurftum alltaf að vera að leita að hvort öðru. Einhvern tímann læddist ég aftan að henni með skóflu og barði hana niður. Hún var ekki sátt og beið mín inni í einhverju húsi með sniper og campaði mig niður þegar ég fór framhjá. Það er allavega snilld að lana í D.O.D.
En ætli maður þurfi ekki að fara að æfa sig á gítarinn og pirrast yfir eyranu. Segi þetta bara gott í bili.
Athugasemdir
Ógeðslega gaman í d.o.d. Við sjáum til hvort það sé eh hægt að spilast um helgina
Hörður Frans er nú samt ekki alltaf óþolandi
Sjáumst
Guðríður Pétursdóttir, 27.4.2007 kl. 14:07
Hörður Frans er sá besti. Ég veit hann getur verið stríðinn, en hvað væri veröldin á Harðar Frans??
Rúna Guðfinnsdóttir, 27.4.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.