Skólinn að klárast!

Nú er skólinn að fara að klárast og þá er ég feginn. Nú eru bara einhverjar ferðir eftir og eitthvað. Það er samt ömurlegt, að í einni ferðinni má maður ekki einu sinni koma með MP3 spilara! Hvað á maður þá eiginlega að gera í rútunni?!?!? En nú er eg líka búinn í prófunum og gekk alveg ágætlega held ég. Skólaslitin eru 2. júní, og eftir það eru um það bil 3 mánaða fríGrin Þetta verður frábært sumar hjá mér. Skólinn er búinn fyrr en venjulega, mér sýnist allt stefna í að það verði gott veður í sumar, 1. júlí fer ég á tónleika með þeirri frábæru hljómsveit Cannibal Corpse, og 5 dögum seinna fer ég til Tyrklands, og kem sennilega heim með rafmagnsgítarGrin

Segi þetta gott í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Góða skemmtun og vonandi færðu gott út úr prófunum

Rúna Guðfinnsdóttir, 18.5.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

það gat nú verið bara skemmtilegt í þessum rútuferðum í skólaferðalögunum. Í gömlu dögunum vorum við ekki með mp3 spilara eða síkt, enga tónlist nema þá sem barst frá raddböndum okkar útum munninn..

biddu bara Gísla eða hvern þann sem á eftir að sitja við hliðina á þér að syngja fyrir þig. Þú getur verið búinn að segja honum með einhverjum fyrirvara hvaða lög hann eigi að syngja, jafnvel getað látið hann fá texta svo hann geti æft sig heima...

tillögur af lögum:

Chop Suey
Nothing else matters
Hard rock haleluja
og að sjálfsögðu Dead skin mask

Guðríður Pétursdóttir, 22.5.2007 kl. 00:23

3 identicon

haha, en það vill nú til að Gísli er í Danmörku á stundinni sem ég skrifa þetta, þannig að hann syngur nú varla mikið

Snorri (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 06:49

4 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Mannæturnar verða eflaust magnaðar!

Guðfinnur Þorvaldsson, 26.5.2007 kl. 10:45

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Bara að prufa hvort ég kunni að setja inn mynd á commentin, sorry.

http://www.flickr.com/photos/guffi_stokkseyri/515342639/

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.5.2007 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband