Sumarfríið

Jæja, nú ætla ég að byrja að skrifa einhverja steypu. Steypan er sú að þetta er saga.

 1. þáttur.

Einn góðan veðurdag sat maður úti á verönd og naut blíðunnar. Þetta var hann Baddi. Baddi stóð upp og gekk inn í húsið sitt. Hann tók upp símann og hringdi í Jóa vin sinn. Þeir blöðruðu lengi lengi, en að lokum batt Baddi enda á samtalið. Hann settist við tölvuna og skoðaði einhverja síðu fulla af upplýsingum og myndum frá Persíu. Badda langaði voðalega þangað, en það stóð aðeins eitt í vegi fyrir honum. Hann átti ekki peningana. Baddi settist inn í bílinn sinn og fór út í sjoppu og keypti sér nokkra lottómiða. Um kvöldið settist Baddi í sófann sinn og kveikti á imbanum. Hann tók upp miðana því lottóið var að byrja. ,,Tölurnar eru: 1 - 9 - 3 - 2 - 1 og bónustalan er 7,,. Baddi vann ekki neitt. Daginn eftir bárust reikningarnir inn um bréfalúguna. Baddi gat ekki borgað þá. Tveimur dögum síðar kom REPO man og tók sjónvarpið, sófann og tölvuna. Baddi grét hástöfum, því nú gat hann ekki skoðað myndir frá Persíu. ,,Ég verð nú að fara að gera eitthvað í sambandi við þessa peninga,, vældi Baddi. Eftir nokkra daga var hann borinn út. Baddi gekk framhjá banka. Þá kveikti hann á perunni! Hann ákvað að gerast kræfur og ræna banka. Hann gekk inn í bankann og kynnti sér öryggiskerfið. Það var ein myndavél uppi í einu horninu. Baddi stal einhverju efni úr flugeldabúð. Hann byrjaði að blanda öllu saman og gera sprengju. Hann setti allt efnið í kókflösku. Hann gerði gat á tappann og setti kveikiþráð í gegn. Dagurinn, eða réttara sagt, nóttin var runnin upp. Hann ætlaði að fremja ránið.

 Tekst Badda ránið? Hvað gerir hann næst? Þetta kemur í ljós í næsta þætti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

miðað við heppni Badda þá býst ég við að illa fari í þessari ránstilraun

Guðríður Pétursdóttir, 23.6.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Jamm...þetta boðar ekki gott!

Rúna Guðfinnsdóttir, 23.6.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: Vignir

Líst vel á þetta hjá þér! Þú ert búinn að vera ansi duglegur að blogga síðustu daga :)

Ætla fylgjast með raunum Badda.

Vignir, 25.6.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband