2. þáttur

Baddi setur á sig grímuna og tekur flöskusprengjuna. Hann Tekur upp stein og kastar í einn gluggann, svo hann brotnar. Þjófavörnin fer í gang og Baddi smeigir sér inn og kastar síðan stein í myndavélina. Hann hleypur beint í átt að peningageymslunni og setur sprengjuna niður. Hann kveikir í þræðinum og hleypur í skjól. Sprengjan springur og Baddi sækir sér tvo fulla ruslapoka af peningum. Hann dregur pokana á eftir sér. Hann heyrði í sírenum, og hljóp eins hratt og hann gat. Hann komst í felur með peningana. Löggan var mætt á svæðið. Hún var að rannsaka allt svæðið. Einn lögreglumaðurinn var á leiðinni til Badda. Baddi barði hann niður með peningapoka, og tók af honum byssuna. Baddi setur byssuna í vasann og hleypur burt með peningana. Hann læddist inn í gamla húsið sitt og taldi peningana. Hann stal 165 milljónum. Daginn eftir fór hann og keypti sér föt. Hann gekk inn í fatabúð í illa förnum og skítugum lörfum, en kom út í svakalegum smóking. Hann tók byssuna úr gömlu buxunum og setti í þær nýju. Baddi keypti sér Ferrari. Hann fór til Jóa vinar síns og sýndi honum allt sem hann keypti sér. ,,Hvernig í fjandanum fórstu að þessu!?!?!?! Ég hélt að þú ættir ekki krónu!,, sagði Jói steinhissa. Baddi sagði Jóa frá bankaráninu. Það leið yfir Jóa. Baddi settist inn í nýja Ferrari - inn sinn og keyrði til Reykjavíkur. Hann keypti sér stærstu lóðina sem var til sölu og réð 200 smiði til að byggja glæsilegasta hús heimsins. ,,Húsið verður að vera tilbúið eftir 2 vikur!,, sagði Baddi ákveðinn við smiðina. Smiðirnir tóku þessu ekki vel. Eftir 2 daga, þegar Baddi var hættur að leyfa þeim að fá hvíld, gerðu smiðirnir uppreisn. Þeir gengu til Badda og drógu hann á eftir sér. Baddi var settur niður við gálga, sem smiðirnir byggðu. Snaran var komin um hálsinn á Badda.

 Hvernig kemur Baddi sér úr þessu? Kemst lögreglan að því að Baddi rændi bankann?

Allt kemur í ljós í næsta þætti! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ok nokkrar spurningar

1.ÞÞú segir að baddi keyrði til reykjavíkur, hvaðan keyrði hann??

2. Voru seðlar eða klink í peningapokunum

3"Hann Tekur upp stein og kastar í einn gluggann, svo hann brotnar." Hvort brotnaði glugginn eða steinninn??

Guðríður Pétursdóttir, 23.6.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það hefur verið hagstætt gengi hjá Badda, hann getur gert huge hluti fyrir 165 milljónir  En...það er allt hægt í sögum.  Hlakka til að heyra framhaldið.

Rúna Guðfinnsdóttir, 23.6.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Svar við spurningum:

1. - var ekkert að pæla í því, segi bara selfossi

2. - seðlar að sjálfsögðu

3. - glugginn brotnar auðvitað, heldurðu að gluggi sé svo sterkur að steinn brotni á honum? hahah. 

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.6.2007 kl. 15:39

4 identicon

Vúpps! var óvart innskráður sem mamma þegar ég sendi inn svörin

hehehe

Snorri Þorvaldsson (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 15:40

5 Smámynd: Vignir

Mér finnst það ekki skrítið að smiðirnir hafi gert uppreisn! Baddi er allt of kröfuharður, en hvað varð um Jóa?

Vignir, 25.6.2007 kl. 11:35

6 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

Jói kemur aftur til sögu seinna...

Snorri Þorvaldsson, 25.6.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband