24.6.2007 | 16:15
3. þáttur
Baddi var með snöruna um hálsinn. Skyndilega fattaði Baddi að hann var ennþá með skammbyssu í vasanum. Hann tók hana upp og skaut nokkra kalla. Hann miðaði á böðulinn og skipaði honum að sleppa sér. Böðullinn gerði eins og honum var sagt, og Baddi slapp við snöruna. Baddi stökk niður af gálganum og settist inn í ferrari - inn og keyrði burt. Hann setti skammbyssuna aftur í vasann. Hann var kominn út fyrir Reykjavík og ætlaði til Akureyrar. Skyndilega hljóp kind í veg fyrir bílinn. Baddi náði ekki að beygja, því hann var á 200 kílómetra hraða. Hann klessti á kindina mjööög harkalega, og blóðið spýttist yfir alla framrúðuna. Rúðuþurkurnar voru fastar niðri, svo Baddi gat ekki náð blóðinu af framrúðunni. Hann missti stjórn á bílnum. Bíllinn fleygðist út af veginum. Baddi var ekki í belti, þannig hann flaug út um framrúðuna. Hann lenti beint í kviksyndi. Hann byrjaði að sökkva. Þegar bara hausinn stóð upp úr, komu einhverjir hestamenn framhjá. Baddi kallaði á þá, og þeir flýttu sér til hans. Hestamennirnir drógu hann upp úr. Baddi gekk upp á veginn og leit í kringum sig. Hann sá stöðuvatn skammt frá. Hann flýtti sér þangað og þreif sig. Hann fór að bílnum sínum og fór að rembast við að reyna að opna skottið. Hann náði því að lokum, og tók peningana sína. Hann tók pokana upp og snéri sér við. Hann rann og datt. Hann missti peningapokann ofan í kviksyndið. Baddi varð alveg brjálaður. Það kom einhver kall á hesti framhjá, og var með einn hest í taumi. Baddi hljóp til mannsins og reif af honum hestinn og hélt förinni áfram. Hann fór eins hratt og hann gat, og píndi hestinn áfram. Hann var búinn að vera á fleygiferð í 3 klukkutíma. Baddi var að drepast úr þreytu, og datt af baki. Hann skall í götuna. Hann öskraði, bæði af reiði, og líka út af sársauka. Hann stóð upp og hélt áfram. Skyndilega kom limmósína keyrandi eftir veginum. Limmósínan stoppaði og rúðu var rennt niður. Þetta var forsetinn sjálfur. ,,góðann daginn! hvað ert þú að gera hér í óbyggðunum?,, spurði forsetinn. ,,Ég er bara alveg einstaklega óheppinn býst ég við. Bíllinn minn rústaðist, og ég missti allann minn pening í kviksyndi,, sagði Baddi við forsetann. ,Eftir hverju ertu að bíða?!? Sestu inn!,, sagði forsetinn æstur. Baddi settist inn í limmann og þeir keyrðu burt. Forsetinn var reyndar á leiðinni til Reykjavíkur, en Badda fannst það allt í lagi. Þegar Þeir keyrðu framhjá rústaða bílnum hans Badda, bað forsetinn bílstjórann um að stoppa. Forsetinn dreif sig út úr limmanum og skoðaði bílinn. Þegar hann sá kviksyndið varð hann forvitinn. ,,misstirðu peningana þarna ofan í?,,. ,,Já,, svaraði Baddi. Forsetinn fór úr jakkanum sínum, og dýfði sér ofan í. Skyndilega kom hann spriklandi upp á yfirborðið með peningapokann í hendinni. Hann náði að komast upp úr án hjálpar, þótt ótrúlegt væri. Hann rétti Badda peningapokann. Hann leit ofan í hann. Allir peningarnir voru ennþá í lagi.
Forsetinn kom æstur og vildi sjá. Hann sá strax að þetta voru peningarnir sem höfðu verið rændir. Forsetinn dró byssu upp úr vasanum og miðaði á hausinn á Badda. Hann ýtti honum inn í limmann og förinni var heitið niður á Lögreglustöð. Þegar þangað var komið, steig forsetinn út úr limmanum, og dró Badda á eftir sér. Forsetinn fór inn í stöðina og sýndi lögreglustjóranum peningana. ,,Þetta er svínið sem rændi þeim!!!,, öskraði forsetinn mjög æstur og benti á Badda. Það komu nokkrir verðir og tóku Badda. Þeir hentu honum í klefa. Baddi var tekinn fyrir rétt næsta dag. Baddi var dæmdur í ævilangt fangelsi. Það fóru tveir lögreglumenn með hann á leið til Eyrarbakka, til að stinga honum í fangelsi.
Hvernig kemur Baddi sér úr þessum vandræðum? Það kemur í ljós í komandi þætti!
Athugasemdir
Hahahahaha...! Þessir hestamenn eru svo hjálpsamir. Þvílík heppni að annar hestamaður kom til bjargar. Forsetinn er ansi öflugur verð ég að segja. Bíð spenntur eftir þætti númer 4
Vignir, 25.6.2007 kl. 11:50
Forsetinn var mjög æstur í þessum þætti:
,Eftir hverju ertu að bíða?!? Sestu inn!,, sagði forsetinn æstur
Forsetinn kom æstur og vildi sjá.
,,Þetta er svínið sem rændi þeim!!!,, öskraði forsetinn mjög æstur
Spurning hvort Óli greyið sé undir einhverri extra pressu þessa dagana??
En mér fannst sá kafli þar sem forsetinn kom við sögu fyndnastur í þessum kafla
Guðríður Pétursdóttir, 25.6.2007 kl. 16:02
ég er sammála þér Guðríur, Forseti vor var aðal kryddið í þessum þætti
Vignir, 29.6.2007 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.