25.6.2007 | 12:25
4. þáttur
Baddi var að reyna að finna einhverja undankomuleið. Hann hugsaði sig lengi um. Skyndilega fattaði hann eitt. Hurðin var ekki læst. Baddi barði lögreglumanninn sem stjórnaði bílnum í rot og stökk út úr bílnum. Hann lenti í grasinu við hliðina á veginum. Hann sá bílinn þeytast út í einhverja litla tjörn. Baddi sá Selfoss. Hann byrjaði að ganga. Hann var kominn til Selfoss 2 klukkutímum síðar. Hann fór beinustu leið í húsasmiðjuna. Hann keypti sér járnsög og sagaði handjárnin í sundur. En handjárnin vöktu mikinn grun hjá afgreiðslumanninum. Skömmu síðar kom hann hlaupandi út á eftir Badda og miðaði á hann stuðbyssu. Baddi sparkaði í hann, og hann missti stuðbyssuna. Baddi tók hana upp og skaut afgreiðslumanninn. Baddi tók næsta bíl sem hann sá og keyrði burt. Baddi keyrði til Hveragerðis. Baddi var orðinn svangur. Þá fékk hann frábæra hugmynd. Hann ætlaði að fá sér að borða í Eden. En Baddi var óheppinn. Eden var lokað. Baddi gafst ekki upp og braut upp hurðina. Hann hljóp að matarsölunni og hámaði í sig allt sem hann náði í. Eftir 20 mínútur var matarsalan tóm. Baddi ákvað að skemmta sér smá. Hann fór að einu leiktækinu og kveikti á því. Hann spilaði í hálftíma, en ákvað svo að fara. Þegar hann kom út stóð einhver róni fyrir utan og bölvaði. ,,Hvað er að?,, spurði Baddi forvitinn. ,,Ég á ekki nógan pening fyrir meira brennivíni!,, öskraði róninn. Baddi gaf rónanum 100.000 krónur. Róninn var svo fullur að hann gerði sér ekki grein fyrir því hvað þetta var mikið, og fannst þetta vera bara 10 krónur. Róninn reif alla seðlana í sundur. Baddi klikkaðist og skaut hann með stuðbyssunni. Hann dró hann síðan á eftir sér að ræsisopi og henti honum ofan í og lokaði fyrir. Baddi settist inn í bílinn og keyrði burt. Hann fór beinustu leið til Reykjavíkur. Það stóð einhver maður á gangstétt og öskraði: ,,Endirinn er í nánd!,,. Hann mætti einhverjum manni sem var að reyna að húkka far. Baddi hleypti honum inn í bílinn. Baddi lenti á rauðu ljósi. Skyndilega féll loftsteinn á allan afturhlutann á bílnum. Baddi öskraði og hljóp út úr bílnum. Maðurinn hafði kramist undir loftsteininum. Baddi leit upp í himininn. Þá brá honum mjög, því það var að koma óveður. Þrumur og eldingar, og það var fellibylur á leiðinni til Reykjavíkur. Skyndilega kom loftsteinaregn. Baddi hljóp í skjól. Það lenti stór loftsteinn rétt hjá Badda. Höggbylgjan var svo öflug að Baddi þeyttist á vegg og rotaðist. Þegar Baddi rankaði við sér, sá hann að allir loftsteinarnir voru brotnir í tvennt. Hann skoðaði einn, og sá að hann var holur að innan. Hann leit yfir hina steinana. Þeir voru allir eins. Baddi leit í kringum sig, og sá honum til mikillar undrunar, að Reykjavík var í rústum og það var blóð um allar götur.
Voru þetta loftsteinar? Hvernig rústaðist Reykjavík? Hvar voru allir? Þetta kemur í ljós í næsta þætti!
Athugasemdir
Það er engin lognmolla í kringum hann Badda. Núna er hann orðinn hinn versti krimmi.
Ég held að þetta séu loftsteinar og að allir íbúar borgarinnar hafi farið í neðanjarðarbyrgi í Öskjuhlíðinni....
En smá ábending, það er betra að lesa textann ef að honum er skipt aðeins niður, í málsgreinar.
Vignir, 25.6.2007 kl. 13:00
hvaða blóð var þetta þá Vignir minn ef allir sluppu?
Baddi sá Selfoss. Hann byrjaði að ganga. Hann var kominn til Selfoss 2 klukkutímum síðar.....
Guðríður Pétursdóttir, 25.6.2007 kl. 16:07
Blóðið hefði geta hafa verið úr honum .....
Vignir, 26.6.2007 kl. 13:11
aha úti um alla reykjavík, skil þig,akkúrat,eeeeeeinmitt..... osfrv
Guðríður Pétursdóttir, 26.6.2007 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.