5. þáttur

Baddi heyrði fótatak og hljóp í felur. Hann tók upp gömlu góðu skammbyssuna. Skyndilega komu nokkrir terroristar framhjá. Baddi elti þá. Skyndilega heyrði Baddi einn þeirra tala í talstöð. Honum var skipað að hitta stjórann. Baddi elti terroristana að staðnum. Þar sá hann 250 terrorista!! Stjórinn kom labbandi. Badda brá mjög mikið, því þetta var enginn annar en Jói!!!! Baddi rakst óvart í gikkinn á byssunni og skaut. Terroristarnir snéru sér við. Jói skipaði þeim að finna þann sem skaut. Baddi hljóp inn í rústir af húsi. Það komu 2 terroristar. Þeir skiptu liði og annar þeirra fór inn í rústirnar. Baddi nýtti sér sjálfsvarnarnámskeið sem hann hafði farið í þegar hann var lítill, og eftir nokkur brögð, lá terroristinn rotaður á jörðinni. Baddi fór í búninginn hans og tók AK - 47 byssu af honum. Hann hljóp út. Hinn terroristinn kom hlaupandi. Baddi dritaði hann niður. Hann hljóp til Jóa. ,,Ert þú búinn að stúta honum???,, Spurði Jói forvitinn. Baddi miðaði á hausinn á Jóa. En Baddi gat ekki drepið Jóa. Skyndilega kom þyrla. Hún flaug mjög lágt. Allt í einu stökk brjáluð Ninja út úr þyrlunni. Ninjan kastaði nokkrum hnífum í áttina að Badda. Baddi beygði sig og hnífarnir fóru allir í Jóa. Baddi brjálaðist og dritaði öllu skothylkinu á Ninjuna. Baddi hlóð byssuna og hljóp í burtu.

 

 Í miðjum hlaupum mætti Baddi öllum terroristahópnum. Baddi slóst í hópinn. Skyndilega fattaði hann hvað myndi drepa alla terroristana. Hann kastaði 3 handsprengjum í hópinn. Baddi hljóp burt, og allir terroristarnir sprungu í tætlur. Baddi rændi sér þyrlu frá terroristunum og flaug burt. Skyndilega kom viðvörun. Eldsneytið var búið!!! Baddi hrapaði yfir einhverjum sveitabæ. Hann fleygði sér út rétt áður en að þyrlan skall í jörðina. Þegar Baddi stóð upp, stóð einhver gamall kall fyrir framan hann. kallinn virti Badda fyrir sér. ,,Hamingjan sanna! Byssur og hættuleg tól og tæki! Þú verður að hitta seiðkarlinn! Hann losar þig við þetta allt!,, Baddi velti fyrir sér hvað í ósköpunum þessi gamli kall væri að tala um. Gamli kallinn leiddi hann að einhverjum helli. ,,Ó, mikli seiðkarl! Hér hef ég með mér mann með hættuleg tól og tæki! Losaðu hann við þau, ó mikli seiðkarl!,, Ekkert gerðist. Gamli kallinn setti upp bros og sagði: ,,Seiðkarlinn hefur samþykkt að losa þig við hættutækin!,, og gekk inn. Baddi elti kallinn inn í hellinn. Þeir gengu í tíu mínútur, en þá komu þeir að stórum potti sem var fullur af einhverjum þykkum vökva. Skyndilega kom karl labbandi úr einum skugganum. Þessi karl var með rosalega langt, grátt skegg. Skeggið náði niður að mitti og hárið var ennþá lengra. Karlinn var klæddur einhverjum ævafornum hvítum slopp. Hann var með staf í hendi. Karlinn leit á Badda. Hann reif af honum vopnin, og kastaði þeim ofan í pottinn.

 

Það rauk upp úr pottinum, og Baddi fylgdist með vopnunum bráðna. Seiðkarlinn hafði ekki tekið eftir handsprengjunum sem betur fer, því ef þær færu þarna ofan í, mundi þessi vökvi sprengja púðrið. ,,Þú mátt fara,, sagði seiðkarlinn við Badda. Baddi snéri sér við, en þá sá seiðkarlinn handsprengjurnar, sem héngu aftan á Badda. Seiðkarlinn reif þær af honum og kastaði ofan í pottinn. Baddi hljóp eins hratt og hann gat. Hann fleygði sér út úr hellinum og lenti ofan í gryfju. Það varð stór sprenging. Þegar sprengingin var búin, stóð Baddi upp. Hann sá smá bút af sloppnum sem var að brenna. Baddi hljóp niður að sveitabænum. Hann rændi sér bíl. Hann keyrði til Akureyrar. Þegar hann kom út úr bílnum, voru lögreglumenn og sérsveitarmenn í stríði við einhverja vandræðaunglinga. Baddi ákvað að fylgjast bara með. Á endanum unnu vandræðaunglingarnir. Þeir litu á Badda. Einn þeirra öskraði: ,,Náið honum!!!,, Baddi settist inn í bílinn sinn og keyrði burt. Vandræðaunglingarnir gáfust ekki upp. Aðalgaurinn sagði við nokkra: ,,náið í jetpackinn minn,,. Aðalgaurinn setti jetpackinn á bakið og flaug á eftir Badda. Hann lenti ofan á bílnum. Hann braut framrúðuna, og kýldi Badda í rot. Unglingurinn flaug af bílnum og lenti á jörðinni. Bílinn þeyttist út í fjörðinn og sökk.

Hvernig fer fyrir Badda nú? Hvaða Ninja var þetta? Verða unglingarnir stoppaðir? Hver veit? allt kemur í ljós í næsta þætti! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Hæ Snorri bíð spennt eftir 6. þætti...

Ellý Ármannsdóttir, 3.7.2007 kl. 20:12

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Einmitt það eina skrítna við söguna, Ninja kallinn, kom alveg útúr kú þarna inní annars raunhæfa frásögn

Aumingja seiðkarlinn í ævaforna hvíta sloppnum, vildi bara losa heimin við hættuleg tól og tæki...

Það fær aldrei neitt stoppað vandræða unglingana, eða hvað....!??!

Guðríður Pétursdóttir, 3.7.2007 kl. 20:26

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já, aumingja seiðkarlinn Tætlur af gamla sloppnum hans brunnu í rústunu..en sorglegt... en það verður gaman að sjá framhaldið.

Rúna Guðfinnsdóttir, 4.7.2007 kl. 08:18

4 Smámynd: Vignir

Ég bíð spenntur eftir framhaldi.

Fannst best þegar aðalgaurinn sótti allt í einu jetpack, það virðist allt vera hægt og það er bara skemmtilegt

Vignir, 4.7.2007 kl. 14:37

5 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

Þar sem ég hef ferðalag mitt til Tyrklands á morgun, kemur næsti þáttur ekki fyrr en að ég er kominn heim. Ég verð í tvær vikur, þannig, ekkert blogg á næstunni. Ég reyni samt að blogga eins fljótt og ég get eftir að ég er kominn.

Snorri Þorvaldsson, 5.7.2007 kl. 19:24

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

úúú þá verður sagan undir tyrkneskum áhrifum

ég bíð spennt og ég mun sakna þín á meðan þið eruð í burtu

Guðríður Pétursdóttir, 5.7.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband