6. þáttur

Baddi var mjög hræddur, því hann gat ekki opnað hurðina fyrir þrýstingi. Vatnið var ekki alveg búið að fylla bílinn, þannig Baddi hafði smátíma. Eftir nokkrar mínútur stóð aðeins þakið upp úr vatninu. Unglingurinn með jetpackinn sá í þakið á bílnum og uppveðraðist. Hann skellti jetpackinum á bakið og flaug í áttina að bílnum. Hann lenti á þakinu og tók kúbein sem hékk í buxunum hans. Hann gerði stórt gat á þakið. Hann tók í Badda, sem var orðinn meðvitundarlaus, og dró hann í gegnum gatið. Hann lyfti honum upp og flaug með hann í land. Hann setti hann niður. Hann setti frá sér kúbeinið og leitaði í vösum Badda. Hann fann hníf. Unglingurinn skoðaði hann, og leit síðan á Badda. Unglingurinn velti vöngum, og ákvað svo að stinga Badda. Hann lyfti hnífnum og undirbjó sig fyrir stunguna. En skyndilega kom vindhviða, og hnífurinn flaug úr höndunum á honum. Hann bölvaði og stóð upp. Hann bað einn af unglingunum að finna byssu. Unglingurinn hlýddi. Tíu mínútum seinna kom hann aftur með tvö sverð. ,,Þetta var það besta sem ég gat fundið!,, kallaði unglingurinn. Forustu unglingurinn tók við þeim. Baddi hrökk upp, og sá bara framan í unglinginn. Baddi kýldi hann og stóð upp. Unglingurinn varð alveg snælduvitlaus. Hann öskraði og hljóp að honum og reyndi að stinga hann með öðru sverðinu. Baddi beygði sig undir og náði sverðinu af honum. Unglingarnir mynduðu hring í kringum þá og létu þá berjast til dauða. Þeir skylmdust í góða stund, og síðan náði Baddi hinu sverðinu af unglingnum. Hann stakk unglinginn í magann. Unglingurinn öskraði ógurlega og féll í jörðina og drapst.

 

Hinir unglingarnir horfðu alveg furðulostnir á Badda. Baddi varð hræddur og hélt að þeir myndu ráðast á sig. Skyndilega hneygðu þeir sig allir og byrjuðu að tilbiðja Badda. Þeir tóku síðan í Badda og drógu hann á eftir sér. Einn kom og sagði við Badda: ,,Nú ætlum við að taka þig í fylgsnið okkar og sýna þér uppfinninguna og jafnvel leyfa þér að prófa!,,. Þeir þeir komu í fylgsnið, sá Baddi einhverja stóra vél, sem var með sæti í miðjunni. Þeir skipuðu honum að setjast. Baddi settist í stólinn og leit á takkaborðið sem var fyrir framan hann. ,,Þetta er tímavél! Veldu tíma sem þú vilt skoða!,, sagði einn unglingurinn. Baddi valdi árið 3200 fyrir krist. Vélin tók að hristast og það byrjaði að rjúka úr henni. Það byrjuðu að heyrast undarleg hljóð, og Baddi varð hálfhræddur. Skyndilega lýstist allt upp. Baddi lokaði augunum, og þegar hann opnaði þau aftur, var hann á einhverju eyðilendi, og sá stóran her labba framhjá. Þetta var enginn venjulegur her. Hermennirnir voru með skjöld, spjót og sverð og klæddust brynjum. Baddi var mjög hissa á þessu. Hann leit í áttina sem herinn gekk í og sá þar annan her. Hinn herinn gekk beint í áttina að hinum hernum, og það var augljóst á þeir ætluðu í stríð.

 

Baddi gekk í áttina að öðrum hernum og spurði einn hermanninn hvað væri í gangi. ,,Við erum að fara í stríð við Grikkina! Af hverju ert þú ekki í brynju hermaður?!?!,, Spurði hermaðurinn. Síðan kom einhver kall og lét hann fá vopn og herklæði. ,,Ef þú flýrð, læt ég bogamennina skjóta þig niður!,, öskraði hermaðurinn á Badda. Baddi talaði meira við hermanninn og komst að því að þeir voru í Þessalíu í Grikklandi. Baddi fór í herklæðin og tók upp sverð og skjöld. Hann var settur í fremstu fylkinguna. Herirnir mættust og kóngarnir töluðu saman. Það var ákveðið að láta fyrst besta hermanninn í hvorum her berjast. Það var kallað á þá. Það var kallað á einhvern Achilles. Hann kom hlaupandi. Síðan var kallað á einhvern Bóagríus. Þá kom einhver risavaxinn maður og ruddist áfram. Þeir hlupu í áttina að hvor öðrum. Þegar þeir mættust stakk Achilles hann með sverðinu. Bóagríus steindrapst. Achilles gekk að hernum sem Baddi var í. Hann kallaði: ,,Þorir enginn annar að berjast!?!??!,,. Badda var ýtt til hans. Baddi var mjög hræddur. Hann dró upp sverðið og hjó eitthvað í áttina að honum. Hann hitti ekki neitt og Achilles reyndi að höggva Badda, en Baddi beygði sig undir. Baddi skylmdist við hann heillengi, og barði hann með skildinum sínum. Achilles hentist afturábak. Það var kastað spjóti til Badda. Baddi kastaði því í áttina að Achilles. Achilles varði með skildinum sínum, en Baddi kastaði svo fast að spjótið fór í gegnum skjöldinn og í magann á Achilles. Achilles öskraði og féll í jörðina. Hann var ekki dauður enn. Baddi gekk að honum og stakk hann með sverðinu. Honum var fagnað rosalega af hernum. Óvina kóngurinn þorði ekki að berjast og fór með herinn til baka. Baddi fór með hernum sínum að einhverri strönd þar sem þeir voru með helling af skipum. Þeir fóru um borð og sigldu til Tróju í Tyrklandi.

kemst Baddi aftur til nútímans? Deyr Baddi í orustu? hver veit! svarið verður ljóst í næsta þætti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

besti þátturinn hingað til...

velkominn heim moldarbrúni drengstauli

Guðríður Pétursdóttir, 22.7.2007 kl. 15:25

2 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

hehehe, ég er ekki moldarbrúnn... ég er sótsvartur! Næsti þáttur kemur fljótlega...

Snorri Þorvaldsson, 22.7.2007 kl. 18:30

3 Smámynd: Vignir

Sammála Guðríði, besti þátturinn hingað til !  

Vignir, 23.7.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband