7. þáttur

Baddi steig á land við strönd Tróju. Hann elti herinn inn í borgina. Skyndilega stoppaði herinn. Baddi sá að það var einhver hermaður að tala við konunginn. Baddi sá að konungurinn varð allt í einu mjög undrandi. Hermaðurinn kallaði á Badda. Baddi labbaði til hermannsins. ,,Þetta er maðurinn,, sagði hermaðurinn. ,,Ég frétti að þú hefðir drepið hinn mikla Achilles,, sagði konungurinn undrandi. ,,Af hverju var hann svona mikill?,, spurði Baddi undrandi. ,,Hann var besti hermaður sem uppi hefur verið,, sagði konungurinn. Baddi varð mjög undrandi, og varð síðan mjög montinn. Konungurinn vísaði Badda í stórt herbergi í höll sinni. Baddi var ánægður með herbergið. Um nóttina flúði Baddi. Hann leit út um gluggann í herberginu. Hann sá að hann var efst í höllinni. Hann sá að það var vatn þarna niðri. Hann ákvað að taka áhættu. Hann fleygði sér út um gluggann og í vatnið. Hann fór upp úr vatninu og læddist aftan að einhverjum sofandi hermönnum. Hann tók af einum þeirra sverðið. Hann hljóp niður að ströndinni og fór um borð í skip. Þar voru einhverjir áhafnarmenn sofandi. Baddi vakti einn þeirra og beindi sverðinu að honum. ,,Sigldu með mig til Þessalíu,, sagði hann við manninn. Maðurinn þorði ekki annað enn að hlýða honum og vakti hina og þeir sigldu af stað. Eftir 2 daga voru þeir komnir til Þessalíu. Baddi gekk frá borði. Hann ætlaði að reyna að finna tímavélina. Baddi var búinn að ganga í 3 klukkutíma þegar hann sá glitta í hana. Hann varð rosalega kátur og hljóp af stað. Hann kom að tímavélinni 10 mínútum síðar. Baddi settist í sætið og setti tímann á árið 2007. Tímavélin byrjaði að hristast og það rauk úr vélinni, og hún gaf frá sér skrýtin hljóð eins og síðast.

 

Baddi lokaði augunum, og þegar hann opnaði þau, var hann í fylgsninu. Unglingarnir voru farnir. Baddi fór út úr fylgsninu. Hann sá unglingana vera að kasta steinum í hausinn á einhverjum gömlum kalli. Kallinn var allur blár og marinn, og greinilega tilfinningalaus, og hló eins og brjálæðingur. Baddi varð mjög undrandi á þessu. Hann sagði unglingunum að hætta og leit á gamla manninn. Hann var liggur við orðinn eins og fílamaðurinn. Baddi rétti honum lítinn spegil sem hann var með í vasanum, svo hann gæti séð hvernig hann liti út. Gamli kallinn skælbrosti og tók við speglinum. Hann leit í hann, og brosið dofnaði. Gamli kallinn fór að hágrenja og öskraði: ,,ég vil ekki lifa svona!!!,, Kallinn tók band upp úr vasanum og batt tvo þunga steina við lappirnar á sér. Hann hljóp og stökk út í fjörðinn. Baddi skipti sér ekki af hans málum, og fór að tala við unglingana. Hann gleymdi sér alveg í öllu kjaftinu, og kjaftaði til eitt um nóttina. Baddi var dauðþreyttur og fór að sofa.

 

Um morguninn hrökk hann upp við einhverjar sprengingar. Hann dreif sig úr rúminu og fór út. Hann sá að unglingarnir voru að sprengja niður kirkjuna, og svo sá hann aðalunglinginn!!!!! Hann var með loftnet fast við hausinn. Baddi hélt að hann hefði verið dauður. Baddi leit við. Þá sá hann einhvern vísindamann með fjarstýringu. Hann var að stjórna aðalunglingnum. Hann hafði verið lífgaður við. Vísindamaðurinn lét unglinginn klifra upp á toppinn á einhverju húsi og öskra og hoppa fram af. Hann skall í jörðina og það spýttist blóð úr honum. Aðeins einn turninn af kirkjunni stóð eftir. Vísindamaðurinn lét unglinginn klifra alveg upp á toppinn á turninum, og hoppa af. Unglingurinn splattaðist þegar hann lenti á jörðinni, og þá tók vísindamaðurinn loftnetið af. Hann gekk aftan að einhverjum ungling sem var að kasta sprengjum, og skellti loftnetinu á hausinn á honum. Vísindamaðurinn tók stuðbyssu upp úr vasanum. Vísindamaðurinn skaut unglinginn með loftnetið með byssunni, og þá varð loftnetið virkt. Vísindamaðurinn lét hann taka upp kúbein og drepa alla hina unglingana. Baddi hljóp að vísindamanninum og kýldi hann í framan. Vísindamaðurinn skaut hann með stuðbyssunni og skellti loftetinu á hausinn á honum. Hann skaut hann aftur, og þá varð loftnetið virkt.

Hvernig kemur Baddi sér úr þessu vandamáli? Eru allir unglingarnir dauðir? Verður þessi illi vísindamaður stoppaður? Það kemur í ljós í næsta þætti! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir

Hahahahaha.......!

,,ég vil ekki lifa svona!!!,, Kallinn tók band upp úr vasanum og batt tvo þunga steina við lappirnar á sér. Hann hljóp og stökk út í fjörðinn. Baddi skipti sér ekki af hans málum, og fór að tala við unglingana,,

snilld

Vignir, 24.7.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

haha já þessi kafli var algjört æði....

Guðríður Pétursdóttir, 26.7.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband