30.7.2007 | 19:06
11. þáttur
Baddi reyndi að losa sig en án árángurs. Hann rúllaði sér áfram. Kallinn í ýtunni jók hraðann. Skyndilega flaug steinn í gegnum gluggann og í hausinn á kallinum. Kallinn rotaðist og beygði frá. Skyndilega slitnuðu böndin. Baddi varð mjög hissa. Baddi hljóp inn í næsta bíl sem hann fann og keyrði burt. Baddi keyrði og keyrði í 7 klukkutíma. Baddi var orðinn mjög þreyttur og sofnaði við stýrið. Þegar Baddi vaknaði voru fullt af einhverju skrýtnu fólki. Það var ekki með nef, og og með hár á enninu, og horn. Baddi varð hræddur og þorði ekki út úr bílnum. Það endaði á því að hann var dreginn út. Það var allt útí klettum, og Baddi leit upp og sá stórt gat. ,,Hvar er ég??,, spurði Baddi undrandi á þessu umhverfi. ,,Þú ert inn í eldfjallinu á Vatnajökli. Við fundum þig í bílnum þínum við fjallið og tókum þig,, Baddi var dreginn áfram. ,,Höfuðpaurinn vill hitta þig,, sagði einn kallanna. Baddi var dreginn inn í eitthvað herbergi. Þar stóð risavaxinn maður. Hann var alveg eins og hitt fólkið nema var eldrauður. Hann var í einhverjum slopp og hélt á einhverjum staf. ,,Hérna er hann herra minn,, sagði einn kallinn. Höfuðpaurinn öskraði ógurlega og beindi stafnum að honum. Það skaust einhver elding úr honum, og bræddi manninn. ,,Enginn talar nema honum sé sagt að tala!,, sagði höfuðaurinn reiður. Höfuðpaurinn leit á Badda og sagði: ,,Ég er Satan! Þú ert kominn til helvítis! MUHAHAHHAHAA!!!!,, Baddi varð hræddur. ,,Farið með hann í pyntingarnar!,, sagði Satan. Baddi öskraði og var síðan dreginn burt. Baddi var settur á einhvern bekk. Það kom einhver kall með nautshaus og hélt á sög. Baddi varð hræddur og sparkaði í hann. Nautshausinn öskraði ógurlega. Baddi stóð upp og náði sér í allskyns pyntingartól og hljóp til Satans. Baddi hljóp inn öskrandi og kastaði tveimur sögum í hann.
Satan fékk þær í aðra hendina og öskraði. Baddi tók upp litla flugbeitta hrífu. Hann hljóp til Satans og skar á honum magann. Næst tók hann upp hýðingartól og hýddi hann soldið. Satan öskraði og öskraði. Að lokum, þegar Baddi var búinn að nota öll tækin, tók hann stafinn og beindi að Satan. Það kom elding og drap Satan. Skyndilega byrjuðu klettar í fjallinu að hrynja. Baddi dreif sig þangað sem hann vaknaði, og leit upp. Þar var holan. Baddi byrjaði að klifra upp. Eftir 10 mínútur var hann kominn upp. Baddi hljóp að brúninni á fjallinu og stökk af fjallinu. Baddi fattaði allt í einu hversu ótrúlega heimskur hann var að stökkva af fjallinu. Baddi lenti ofan í pallinum á vörubíl. Vörubíllinn var fullur rusli. Baddi fékk allavega mjúka lendingu. Baddi klifraði með fram hliðinni á bílnum. Hann fór síðan inn í bílinn. Honum brá mjög mikið, því að bílstjórinn var beinagrind. Beinagrindin leit á Badda, og öskraði. Baddi öskraði líka og ætlaði að opna hurðina, en hún var læst, og Baddi gat ekki tekið læsinguna af.
Hvað gerist núna? af hverju var beinagrind að stýra bílnum? Hvernig fer fyrir Badda? Í næsta þætti gott fólk!
Athugasemdir
Baddi tók upp litla flugbeitta hrífu. Hann hljóp til Satans og skar á honum magann. Næst tók hann upp hýðingartól og hýddi hann soldið. Satan öskraði og öskraði.
HAHAHHA! Persónurnar tjá sig mig með því að öskra, gaman af því... Hef samt aldrei séð flugbeitta hrífu
Vignir, 30.7.2007 kl. 19:51
hýddi hann soldið....
híhí
Guðríður Pétursdóttir, 4.8.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.