12. þáttur

Beinagrindin greip í Badda og hristi hann mjög mikið. Baddi varð hræddur, en skyndilega kom einhver kall og opnaði hurðina þeim megin sem beinagrindin var. Maðurinn tók í beinagrindina og henti henni út úr bílnum. Maðurinn settist inn í bílinn og heilsaði Badda. Maðurinn var sallarólegur. Maðurinn stoppaði bílinn og þegar hann fór út, sá Baddi að aftan á jakkanum hans, stóð: Beinagrindaeftirlitið. Baddi fór út úr bílnum og húkkaði sér far. Það stoppaði bíll fyrir honum, og og sat þar við stýrið eldgamall, pínulítill krumpinn kall, sem minnti Badda mjög mikið á Mr. Moleman úr The Simpsons. Baddi settist í bílinn. Gamli kallinn sá einhverja beinagrind við stýrið á einhverjum bíl og byrjaði eitthvað að tauta. ,,Helvítis beinagrindur um allt!!,, sagði hann reiður. Badda brá mjög mikið, því að maðurinn hafði alveg nákvæmlega eins rödd og Mr. Moleman. Baddi varð hálf skelkaður og var viss um að þarna væri Mr. Moleman í mannsmynd. Baddi bað hann um að stoppa þegar hann keyrði framhjá einhverjum bar. Baddi þakkaði fyrir farið, og gekk í átt að dyrunum. Hann stóð alveg upp við þær, og teygði hendina í dyrnar, og opnaði. Baddi gekk ofsa kátur inn og settist við barinn. ,,Einn bjór fyrir mig!,, sagði hann við þjóninn. Þjónninn, sem snéri baki í hann, snéri sér við. Hann horfði reiðilega á Badda, og síðan komu nokkrir mótorhjólagaurar. ,,Aðeins mótorhjólamenn hér!,, sagði einn þeirra reiðilega við Badda. Kýldi manninn, og stökk yfir barborðið. Hann beygði sig, og gramsaði í einhverjum skápum. Hann fann haglabyssu. Baddi skaut upp í loftið, og hótaði öllu illu ef hann fengi ekki bjórinn sinn. Mótorhjólagaurarnir tóku allir upp skammbyssur og miðuðu á Badda. Baddi beygði sig, og hugsaði málið vandlega. Hann leit upp. Í miðju loftinu hékk stór og mikil ljósakróna. Baddi miðaði og skaut á keðjuna. Ljósakrónan féll á gólfið, og kramdi þar af leiðandi helminginn af mótorhjólagaurunum.

 

Það kom einn hlaupandi og stökk yfir borðið. Baddi snéri haglabyssunni við og barði hann niður. Hann skaut hina niður. Þjónninn var sá eini sem var á lífi. ,,Gefðu mér nú bjórinn sem ég bað um!,, sagði Baddi reiður og miðaði á þjóninn. Þjónninn rétti honum einn bjór og hljóp síðan út. Baddi þambaði bjórinn. Hann sá einn mótorhjólagaur sem var í svakalegum jakka. Baddi tók jakkann og stakk haglabyssunni í beltið sitt. hann gekk út með lykla frá einum kallinum. Hann settist á mótorhjólið hans og brunaði burt. Baddi keyrði og keyrði, en síðan kom löggan á eftir honum. Baddi dró haglabyssuna úr beltinu og skaut á lögreglubílinn. Hann hitti beint í manninn sem keyrði, og bíllinn þeyttist út af veginum. Baddi hélt áfram. Skyndilega komu fullt af löggubílum fyrir framan Badda og gerðu vegatálma. Baddi gaf í fullt og stökk af mótorhjólinu. Baddi lenti á jörðinni, og mótorhjólið þeyttist á löggurnar. Rétt áður en það fór að klessa á, skaut Baddi í bensíntankinn, og mótorhjólið sprakk í tætlur. Lögreglubílarnir sprungu allir. Baddi skaut niður þær löggur sem voru á lífi. Hann hljóp áfram. Eftir að Baddi var búinn að hlaupa í hálftíma, komu löggur fyrir framan hann og líka fyrir aftan hann. Baddi tók upp haglabyssuna, en það var of seint. Löggurnar umkringdu hann og það miðaði hver einasta lögga á hann. Skyndilega kom þyrla. Hún stoppaði beint fyrir ofan Badda, og dyrnar opnuðust. Mr. Moleman kallinn stökk út og lenti á jörðinni. Hann var með vélbyssu, og snéri sér í hringi og dritaði kúlum. Hann skaut niður hverja einustu löggu á svæðinu. Kallinn tók í Badda, og síðan drógust þeir upp í þyrluna. Þeir flugu burt.

 

Þeir flugu til Englands, og lentu í miðri London borg. Baddi var alveg hreint undrandi á þessum gamla manni, og spurði hver hann væri. Ég er Jósafat J. Jónasson. Ég hef verið í hernum frá því að ég var fimmtán ára! Ég veit ekki um neinn hermann sem er betri en ég! Hann sýndi Badda eitthvað kort. Það var mynd af einhverri eyju, sem hét Ubaka, og var nálægt Afríku. Baddi bennti á hana og sagði: ,,þessi eyja er ekki til,,. ,,Ég veit! En hún var til! Ég sprengdi hana upp aleinn!! Höfðingi eyjarinnar senti hótunarbréf til forseta Bandaríkjanna fyrir 50 árum! Forsetinn varð svo snælduvitlaus, að hann benti á mig og sagði mér að sprengja eyjuna! og það gerði ég!! Ég fór með Hiroshima sprengju, og eina Napalm sprengju, og á 15 mínútum var eyjan horfin!,, Baddi hugsaði til aumingja íbúanna sem höfðu búið á eyjunni. Baddi gekk ásamt Jósafat einhvert um borgina. Skyndilega komu einhverjir grímuklæddir menn í van - bíl og gripu Badda og Jósafat og kipptu þeim inn í bílinn og keyrðu burt.

Hvaða menn voru þetta? Verður Baddi settur í rafmagnsstólinn? Er Jósafat óður vitfirringur? Hver veit? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Beinagrindaeftirlitið haha

atriðið með jakkann minnir óneitanlega á atriði úr sincity sem þú hefur auðvitað ekki ennþá séð

moldvörpu karlinn er frekar spúkí verð ég að segja og óhugnaleg sjón hefur það verið fyrir Badda að sjá krumpudýrið koma hoppandi úr þyrlunni

Guðríður Pétursdóttir, 4.8.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Vignir

Badda hefur greinilega langað óskaplega mikið í þennan téða bjór :o)

Vignir, 4.8.2007 kl. 07:44

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

obviously, þetta er allt að verða eins og tarantino mynd hjá þér Snorralingur

Guðríður Pétursdóttir, 4.8.2007 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband