13. þáttur

Bíllinn stoppaði eftir 20 mínútna keyrslu. Jósafat var sallarólegur og hugsaði um hvað hann ætti að fá sér að borða. Kallarnir gripu í þá og drógu þá út. Þeir voru fyrir utan stórt hús. Kallarnir drógu þá inn. Það var farið með þá á efstu hæðina, og þar var þeim stungið inn í fangaklefa. Einn kallanna sagði: ,,Í kvöld munt þú deyja! MUHAHAHAHAHAHAHH!!!!!!!,, og benti á Badda. Baddi varð hræddur og leit á Jósafat. ,,Ég held að ég fái mér hamborgara og franskar,, sagði Jósafat. Baddi fór að pæla í því hvort að honum hafði verið gefið heilt tonn af róandi eða eitthvað álíka. Þegar það var komið kvöld, kom kall og opnaði klefann. Baddi var dreginn út, en Jósafat var látinn bíða lengur. Baddi var dreginn inn í eitthvað stórt herbergi. Í miðju herberginu var stóll, sem var tengdur við fullt af einhverjum leiðslum. Baddi var látinn setjast í stólinn, og það var settur einhver skermur yfir hausinn á honum. Einn kallanna var með fjarstýringu. Einn kallanna sagði: ,,bíddu í 10 mínútur og láttu hann síðan steikjast,, Baddi varð mjög hræddur. Eftir fimm mínútna bið, heyrðist ógurleg sprenging. Það kom risagat á vegginn sem var fyrir framan Badda, og það var ekkert nema reykur. Þegar reykurinn hvarf, stóð Jósafat í gatinu. Allir kallarnir komu hlaupandi. ,,Burt með ykkur, úrþvætti!,, öskraði Jósafat. Hann tók svakaleg Kung - Fu trikk á kallana, og þeir rotuðust allir. Jósafat gekk til Badda og leysti hann úr stólnum. Hann lyfti honum upp með annarri hendinni og hljóp burt. hann hljóp út á einhverjar svalir. Hann stökk beint framm af. Baddi öskraði og lokaði augunum. ,,Þú mátt opna augun núna,, heyrði hann Jósafat skyndilega segja. Baddi opnaði augun, og hann stóð á jörðinni. Hann var alveg yfir sig hissa á þessu. Þeir hlupu burt. Eftir nokkrar mínútur, heyrðist í talstöð sem hékk í beltinu hans Jósafat: ,,Jósafat! innbrot í bakaríinu!,,. ,,ég hitti þig seinna,, sagði Jósafat og hljóp burt.

 

,,Hann hlýtur að vera eitthvað ofurmenni,, hugsaði Baddi. Baddi gekk burt. Skyndilega komu 15 beinagrindur hlaupandi á móti honum. Badda brá mjög mikið og hljóp inn í eitthvað húsasund. Hann komst að því að þetta var dead end. hann komst ekki lengra! Hann leit við. Beinagrindurnar nálguðust óðum. Skyndilega sá Baddi að Jósafat var uppi á einu húsinu þarna í sundinu. Hann stökk niður og barði beinagrindurnar. Þegar hann loksins stoppaði, var ekkert eftir nema stór beinahrúga. Baddi þakkaði Jósafat mjög mikið. Skyndilega kom beinagrindaeftirlitið. Þeir sópuðu beinin upp og settu aftan í bíl. Þeir keyrðu burt. Baddi gekk út úr húsasundinu. Hann tók eftir því, að það var enginn á ferli. Engir bílar, ekkert fólk, ekki neitt! Baddi leit við. Jósafat var horfinn líka! Hver fjandinn gekk eiginlega á!?!?? Baddi gekk um göturnar. Skyndilega heyrði hann fótatak. Baddi hljóp í felur. Skyndilega komu tvær risavaxnar köngulær. Bitarmarnir voru mjög blóðugir, og þær voru vel feitar. Nú vissi Baddi hvað varð um allt fólkið. Það kom fullt af köngulóm labbandi á eftir þessum tveimur. Baddi læddist inn í byssubúð, og náði sér í tvær skammbyssur og eina vélbyssu. Hann tók eins mikið af skothylkjum og hann gat. Hann hljóp út og skaut þær í tætlur. Það var ein eftir. hann skaut beint í magann á henni, og þá, Badda til mikillar undrunar, valt Jósafat út!!! Hann stóð á fætur og náði sér í byssu úr búðinni. Hann dritaði niður allar köngulær sem komu. Jósafat leit við, og sá köngulær koma þrammandi í þúsundatali. Jósafat hljóp til Badda, og greip í hann. Jósafat lyfti annarri hendinni, og hann tókst á loft!!!! Hann flaug með badda burt frá Bretlandi, og lenti í París.

 Hvað er Jósafat? Verður hann ofurskúrkur? Hvað skyldi gerast í París??? Það kemur seinna í ljós!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir

Það öskrar annar hver maður :o) gaman af því :o)

Mér finnst beinagrindaeftirlitið snilld hjá þér

Vignir, 4.8.2007 kl. 22:18

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

spes gaur hann Jósafat... vægast sagt

Guðríður Pétursdóttir, 7.8.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband