6.8.2007 | 23:01
14. þáttur
Baddi leit við, og sá að Jósafat var horfinn. Skyndilega heyrði Baddi ógurlegan hvell. Hann leit við. Hann sá að í fjarska hafði risastór bygging sprungið í tætlur! Baddi tók næsta bíl, og keyrði af stað. Hann kom upp að byggingunni. Hann fór út úr bílnum. Hann sá einhvern fljúgandi mann sem flaug hringi í kringum húsið og kastaði sprengjum á það. Baddi gat bara hugsað sér einn mann sem gat flogið. Súperman! Baddi hélt mikið upp á hann á sínum yngri árum, og gat ekki hugsað sér annað, en að þarna væri hann kominn, og væri vondur! Baddi hljóp að rústunum af húsinu og öskraði: ,,Súperman!!!,, Baddi fékk eina sprengju í magann og hún sprakk. Baddi skaust upp í loftið, og á einhvern undraverðan hátt, tókst honum að lifa af!! Baddi sá að hann var allur rafmagnaður. Það voru smá blossar alltaf að koma á honum. Baddi vissi ekkert hvað væri í gangi. Baddi kreppti hnefann af reiði, því að "Súperman" var orðinn vondur. Skyndilega skaust elding úr hendinni á Badda og niður í jörðina. Baddi hafði fengið ofurmátt úr sprengingunni!!! Hann miðaði á "Súperman" og kreppti hnefann. Það skaust elding beint í hann. Hann féll niður á jörðina. Baddi hljóp til hans, og sá sér til mikillar undrunar að þetta var Jósafat. Jósafat hló, og leystist upp í duft, sem hvarf síðan. Baddi var undrandi á þessu. Nú fór Baddi að pæla í búning, þar sem hann var með ofurkrafta. Hann fann strax upp á frábærum búning. Hann var rauður, og framan á bringunni var mynd af eldingu. Gríman var líka rauð, og skikkjan var gul. Baddi fór út í búningnum sínum. Skyndilega kom Jósafat fljúgandi framhjá Badda, liggur við á ljóshraða. Það kviknaði í öllu sem hann fór framhjá.
Það kviknaði í fólki og það hljóp um. Baddi gerði einhvern rafskjöld og varði eldinn. Baddi uppgötvaði nú annan hæfileika. Hann gat flogið! Baddi tókst á loft og elti Jósafat. Jósafat stoppaði hjá einhverjum gömlum kalli. Hann hló og tók hann upp og flaug áfram. Jósafat flaug upp á Eiffel - turninn og hótaði að henda honum niður. Baddi kom að honum og greip kallinn þegar honum var sleppt. Hann fór með hann niður á jörðina. Baddi bar ofurhetju nafnið "Rafmaðurinn". Baddi flaug upp og barði Jósafat í hausinn. Jósafat skaust afturábak og niður af turninum. Baddi taldi að hann hefði stútað honum, en Jósafat kom aftur upp. Baddi skaut nokkrum rafkúlum, en Jósafat varði þær bara. Jósafat hló bara og barði Badda, og þar sem Baddi hafði ekki enn masterað flughæfileikann, lenti hann á hörðu malbikinu í götunni. Það koma hola og fullt af stórum sprungum í götuna. Jósafat flaug niður og lyfti Badda upp. Hann flaug með hann niður að höfn. Hann fór um borð í bát, og sigldi burt. Hann batt Badda niður og kastaði honum í sjóinn.
Hvað verður um badda núna? Verður Jósafat stoppaður? hver veit?
Athugasemdir
Þessi Jósafat er hörkutól......hvað er það sem gæti mögulega fargað honum? Hann virðist vera ósigrandi.
Vignir, 6.8.2007 kl. 23:42
Er þetta kannski illi tvíburi Jósafats - Hreggviður
(Pabbi þekkir einn Henry....... Henry!)
Guðríður Pétursdóttir, 7.8.2007 kl. 16:18
hey hann gekk allavega ekki með vanskapaðan tvíbura í maganum á sér fram á fertugsaldurinn.... eða hvað?
Guðríður Pétursdóttir, 9.8.2007 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.