18. þáttur

Baddi varð skíthræddur við Jósafat. Jósafat gekk til Badda og tók hann upp. Jósafat barði Badda með stafnum. Baddi meiddi sig rosalega. Jósafat fleygði Badda út fyrir eldhringinn. Baddi skall í jörðina. Hann stóð strax á fætur. Hann flaug aftur inn í hringinn og barði Jósafat. Jósafat missti stafinn sinn. Baddi greip hann og stakk honum í andlitið á Jósafat. Jósafat öskraði ógurlega. Hann reif stafinn úr andlitinu og stakk honum í gegnum Badda. Jósafat lyfti stafnum, og Baddi hékk á endanum. Jósafat stakk stafnum í gegnum tré. Nú var Baddi fastur. Jósafat hló tryllingslega og flaug burt. Baddi hékk smástund á stafnum, en þegar hann ætlaði að rífa stafinn úr sér, þá gat hann það ekki. Skyndilega hrundi Baddi niður og varð að vatni. Hann varð venjulegur aftur. Baddi var alveg undrandi á þessu. Hann flaug til borgarinnar og beið eftir Jósafat og geimverunum.  Einum klukkutíma síðar komu þúsundir geimskipa og byrjuðu að skjóta allt niður. Jósafat lét hinsvegar ekki sjá sig. Baddi byrjaði að sprengja geimskip. Hann flaug upp á eitt. Eina leiðin sem var möguleg, var að fara inn í gegnum eitthvað rör sem stóð út úr geimskipinu. Baddi lét sig verða að vatni og fór í gegn. Geimveran inn í geimskipinu grunaði ekki neitt, og Baddi læddist aftan að honum og kramdi á henni hausinn. Baddi settist við stýrið og byrjaði að skjóta hin geimskipin niður. Brátt var helmingurinn af þeim horfinn. Gabríel varð fyrir skoti og geimskipið vasr að hrapa. Baddi fór aftur upp um rörið, og stökk yfir á næsta. Hann braut rúðuna og kippti geimverunni út.

 

Baddi var að komast inn í geimskipið þegar hann varð fyrir skoti í bakið. Baddi kastaðist af geimskipinu. Þegar Baddi lenti á jörðinni, brotnaði malbikið undan honum og hann sökk ofan í jörðina. Baddi var næstum því dauður. Hann skreið upp úr holunni. Það voru aðeins tíu geimskip eftir. Baddi flaug upp á eitt. Hann braut rúðuna og kippti geimverunni út. Hann settist inn í geimskipið og flaug á annað geimskip. Rétt áður en þau skullu saman, hoppaði Baddi út og lenti á næsta. Svona hélt hann áfram þangað til þau voru öll hrunin. Baddi leit niður á jörðina. Þá sá hann kunnuglegann mann. Þetta var Jósafat. ,,Ófétið,, sagði Baddi og flaug til hans. Hann greip í peysuna hans og flaug með hann upp á hús. Jósafat breytti sér yfir í djöful og barði Badda. Baddi skaust 150 metra afturábak. Jósafat var núna 140 metra hár. Rétt áður en að Baddi lenti í jörðinni, breytti hann sér í vatn. Þegar hann lenti, splassaðist hann. Hann breytti sér aftur og sá Jósafat skammt undan. Baddi var skíthræddur við hann. Baddi gat ekki mögulega sigrað hann. Jósafat greip Badda og negldi honum á byggingu. Baddi lenti á veggnum í 300 metra hæð. Baddi rotaðist um leið og hann skall á veggnum. Hann byrjaði að falla niður. Baddi lenti, og braut næstum öll beinin í líkamanum. Hann var rotaður, eða það sem mun líklegra var, dauður.

Er Baddi dauður? Ef hann lifir, hvernig stoppar hann Djöfsann?

Næsti þáttur verður líklega síðasti þátturinn, þannig hann verður svolítið langur örugglega, og hann mun geyma svörin við þessum spurningum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Þetta er alveg stórmerkileg saga og alls ekki fyrir viðkvæma! :P

Guðfinnur Þorvaldsson, 14.10.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband