Langur tími er liðinn síðan síðast...

Eins og titillinn góði á þessu bloggi lýsir, þá er langur tími síðan ég bloggaði síðast. Ástæðan fyrir því er bara alveg einstakt letilíf. En ég ákvað að skella inn hressilegu bloggi fyrst ég hef tímann. Ég var vakinn af pabba klukkan 7 í morgun fyrir skólann. Ég fékk ekki einnar sekúndu frið því að hann var alltaf að ýta við mér og segja: ,,vaknaðu, rístu upp, vaknaðu, vaknaðu, vaknaðu". Ég var orðinn nokkuð pirraður þannig ég fór framúr rúminu með miklum leiðindum. Ég fékk mér að borða og svo lagði ég í hann. Pabbi skutlaði mér í skólann og það var skítakuldi úti. Fyrsti tíminn var enska, og svo tók við mikið af erfiðri og leiðinlegri stærðfræði. Ég var í tvo tíma í stærðfræðinni, svo fór ég inn í skóla og át hádegismat, svo fór ég inn í stofu, og viti menn! meiri stærðfræði! Eftir alla þessa lifandis óskapa stærðfræði fór ég í tónmennt. Ég afrekaði ekki mikið í þeim tíma. En það var af því að það var horft á mynd. Svo var ekki danska í enda dagsins þannig ég fékk að fara fyrr heim. Klukkan tvö fór ég í fermingarfræðsluna og var kominn heim rúmlega þrjú. En nú er ég að pæla í því að skella inn síðasta þættinum í sögunni um hann Badda. Hann verður ekkert langur, bara svona smá endir.

 

Baddi var sem betur fer ekki dauður. Hann stóð upp og flaug til djöfsa. Baddi potaði í augun á honum, og djöfsinn öskraði. Baddi sótti sér vélbyssu og dritaði á hann. Djöfsi var ekki sáttur og barði Badda. Baddi hentist á hús og braut niður vegginn. Þetta var elliheimili, og fullt af fólki fékk hjartaáfall því að því brá svo þegar baddi skaust inn um vegginn. Baddi hoppaði út og kastaði steinum í djöfsa. Baddi reif upp fánastöng og byrjaði að berja djöfsa með henni. Djöfsi var orðinn mjög pirraður og greip í Badda. Hann fleygði honum burt. Baddi lenti í sjónum. Baddi synti í land og lenti á hnakkanum á djöfsa. Baddi tók upp lítinn hníf úr beltinu sínu og stakk í hnakkann á djöfsa. Djöfsi öskraði ógurlega og Baddi datt niður. Baddi lenti á hausnum og rotaðist. Þegar hann vaknaði var hann í einhverjum pínulitlum klefa sem hann rétt komst fyrir í. Baddi náði að brjótast út úr klefanum. Hann sá djöfsa rétt hjá. Baddi kastaði hníf í löppina á honum. Djöfsi leit við. Baddi flaug og lenti á hausnum á djöfsa. Baddi stakk öllum hnífunum sem hann var með í hausinn á honum. Djöfsi datt niður, steindauður. Baddi var skipaður forseti, og hann lét byggja styttu af sjálfum sér. Eftir tvo mánuði með Badda í forsetaembættinu, var fólk farið að hata hann. Baddi var orðinn brjálaður af völdum, og gerði fólk að þrælum sínum og gerði stríð um allan heim. Hann lét byggja nákvæma eftirlíkingu af hvíta húsinu, og Baddi hélt sig innandyra, því annars var hann eltur af fréttamönnum. Að lokum kom þó að þeim degi að Baddi þurfti að fara út. Það var allur matur búinn í húsinu og Baddi ætlaði að rölta niður í verslun sem var rétt hjá. Baddi opnaði dyrnar og fékk ofbirtu í augun. Um leið og Baddi steig út fyrir dyrnar kom fréttamannaflóð. Einhver gaur kom hlaupandi með risastóra vélbyssu og öskraði: ,,Ég skal hjálpa þér!!!!". Gaurinn dritaði á hópinn með lokuð augu. Þegar hann hætti að skjóta opnaði hann augun og sá að hann hafði skotið allan hópinn niður. Líka Badda. Stuttu eftir dauða Badda, var opnað nýtt safn. Í því safni var meðal annars herbergi sem hét: "verstu menn veraldar", og svo var númer 1, númer 2, og svo framvegis. Númer 1 var að sjálfsögðu hann Baddi.

 

THE END.

Nú er þessi saga búin. Þetta er kannski ekkert sérstakur endir en þetta er þó endir. Sagan er betri svona heldur en ókláruð. Mér bara datt eiginlega ekkert meira í hug til að láta gerast í þessari steypusögu. Nennti heldur ekki að skrifa hana lengur. En nú er hún búin og ég er kátur með það. Ég held nú að ég segi þetta bara gott í bili. Þetta blogg er búið að taka mig slatta tíma þótt ótrúlegt sé. Var ekkert að leggja mig sérstaklega fram við þetta. En nú set ég síðasta punktinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú ert líka ákaflega morgunfúll og latur að vakna

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.11.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Þetta var elliheimili, og fullt af fólki fékk hjartaáfall því að því brá svo þegar baddi skaust inn um vegginn.

bara flottur endir hjá þér á flottri steypusögu

klapp klapp, en ég man sko hvernig það er að láta pabba vekja sig hihihihih

ekkert svakalegt stuð... mér finnst það samt bara fyndið núna að hugsa til þess..

Guðríður Pétursdóttir, 22.11.2007 kl. 21:08

3 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Fín saga!

Annars veit ég hverni það er að vekja þig! Virkaði best að skvetta á þig vatni eða kippa af þér sænginni! Þá hniprastu saman og vælir eitthvað :P 

Guðfinnur Þorvaldsson, 23.11.2007 kl. 11:43

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hahah oj þér..

viltu ekki bara reka upp í hann skítugum sóp eins og þú gerðir einu sinni, það var reyndar ekki til að vekja hann,það var bara til að vera ívúl...

Snorri á mikin harm að hefna í framtíðinni

Guðríður Pétursdóttir, 23.11.2007 kl. 11:54

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

skítugan sóp meina ég

Guðríður Pétursdóttir, 23.11.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband