13.2.2008 | 16:27
Nýtt blogg!!!
Jæja, það er kominn góður tími síðan ég bloggaði síðast. Í millitíðinni hef ég verið í prófum í skólanum og svoleiðis. Ég er samt ekki búinn að fá út úr neinum prófum. Ég er byrjaður í tónlistarskólanum, ég nefnilega sótti um einhvern tímann fyrir langa löngu, og það datt einhver nemandi út og það var laust pláss. Það byrjar svosem voða rólega. Búinn að fara í einn tíma, og það var ekkert erfitt. Í staðinn fyrir tímann í síðustu viku var einhvað trommunámskeið, og eftir miklar hugleiðingar tók ég þá ákvörðun að fara bara ekkert í það. Ég nefnilega hef engan áhuga á trommum. Eina hljóðfærið sem ég nenni að hafa fyrir því að læra á er gítar. Það átti að vera tími í dag, en það vildi svo til að ég er veikur, þannig að ég mætti ekki í hann. Ég er bara búinn að sitja fyrir framan imbakassann í dag, horfði á fjórar spólur af Friends. Ég er búinn að bæta einu tungumáli við í skólanum. Það mun vera spænska, ég er ekki kominn með neinar bækur nema bara orðabók. Það eina sem ég man er buenas noches sem þýðir góða nótt, adios sem þýðir bless, buenos dias sem þýðir góðan dag og uno, dos, tres, cuatro, cinco, sem þýðir einn, tveir, þrír, fjórir, fimm.
Athugasemdir
kúl.. spænska er kúl, þú ert kúl.. hvernig segir maður kúl á spænsku
vonandi hressistu sem fysrt og að þú verðir ekki veikur þegar frændurnir koma að bögga þig
og já til hamingju með dag valentínusar(ég skrifaði fyrst valnetínusar)
Guðríður Pétursdóttir, 14.2.2008 kl. 11:19
Það verður gaman að sjá þig berjast við spænskuna
Rúna Guðfinnsdóttir, 14.2.2008 kl. 18:25
Líst vel á að þú sért kominn í tónlistarskólann, verður örugglega gaman og fróðlegt fyrir þig. Alltaf gott að kunna tónfræðina, eitthvað sem ég á eftir að kynna mér almennilega!
Hvað varðar trommur þá er ágætt að hafa smá þekkingu á þeim þegar kemur að því að þú ferð að semja þitt eigið efni á gítarinn, oft gott að hafa í huga hvernig skinnin eiga að vera barin í takt við lagið.
Ég vænti þess að þú kunnir meira í spænsku núna eftir helgina, líst vel á þetta hjá þér.
Guðfinnur Þorvaldsson, 18.2.2008 kl. 10:15
Guðríður> se dice "cool" en español(það er tökuorð) en flott það er bien.
Snorri> seis, siete, ocho,nueve,diez,once,doce,trece,catorce,quince,dieciseis,diecisiete,dieciocho,diecinueve,veinte
já spænskan er mjög gott tungumál að læra
sí español es un muy buena lengua hablar.
Adios y hasta luego Snorri
en el futuro siguramente tu aprender este lengua
Ragnhildur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.