21.2.2008 | 13:10
Hið alræmda Blingó-dýr
Hið alræmda Blingó-dýr lifir í regnskógum Afríku og heldur sig við vötn. Dýr þetta er tvífætt og einnig má þess geta að dýrið er rándýr. Oftast er það svart en það getur líka verið brúnleitt. Menn hafa oft orðið dýri þessu að bráð, og frumbyggjar afríku kölluðu það illan anda. Aldrei hefur neinn sloppið lifandi út úr regnskógum Afríku með myndir af þessu dýri. fyrir nokkrum árum komust vísindamenn á snoðir um hugsanlegt blingóabýli þétt inni í regnskógi í Afríku. Vísindamennirnir fundu staðinn, þar voru nokkur bein og hauskúpur. Vísindamennirnir voru allir étnir nema einn. En þegar hann kom var hann orðinn að geðsjúklingi og enginn trúði honum. Dýrið er stærra en hundur, en er aðeins minna en asni. Það hefur stórar klær. Dýr þetta hefur margar stórar og flugbeittar tennur.
Dýr þetta er aðeins til í mínum hugsunum, og tókst mér að plata Hörð frænda minn og mömmu í dýraleiknum áðan. Dýraleikurinn gengur út á það að einn velur sér dýr, og hinir spyrja spurninga og reyna að finna út hvaða dýr hinn hefur valið sér. Ég ákvað að velja hið alræmda Blingó-dýr, og sagði þeim að spyrja. Eftir góða stund kom út að það lifði ekki á Íslandi, að það væri stærra en hundur og minna en asni, væri tvífætt, og væri rándýr, og væri oftast svart en stundum brúnleitt, og að dýrið lifði í skógum og héldi sig við vötn, og á endanum gáfust þau upp og ég sagði þeim að þetta væri hið alræmda Blingó-dýr Alveg var það ótrúlegt hvað ég náði að plata þau!
Athugasemdir
HAHA... ekkert smá skerí.. gætir hafa dottið niður á einhverja hollywood hryllingsmynda hugmynd hérna.. fáðu einkaleyfi
Guðríður Pétursdóttir, 21.2.2008 kl. 13:44
Jammm.....þetta var ekki fyndið! Hausarnir á okkur Herði Frans voru orðnir bóplgnir af spenningi yfir þessu rándýri sem klifraði í trjám, tvífætt með sjáanleg eyru, nokkuð stórt??? Ég er verulega pisst
Rúna Guðfinnsdóttir, 21.2.2008 kl. 15:16
Haha, góður!
Guðfinnur Þorvaldsson, 21.2.2008 kl. 18:00
Frábært! góð lýsing !
Vignir, 22.2.2008 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.