13.10.2008 | 20:11
smásaga
Nú ætla ég að byrja smásögu sem verður í ca 3 - 6 köflum.
Söguhetjan heitir Angus.
Eina nóttina hrekkur Angus upp úr svefni. Hann hafði dreymt alveg hrottalega martröð, það voru epli með fætur að kremja hann. Hann er bullandi sveittur og lafhræddur, og sest upp í rúminu sínu. Skyndilega finnst honum hann heyra eitthvað skark úr eldhúsinu. Hann stirfnar upp, og kveikir á litla lampanum sínum, sem stóð á borði við hliðina á rúminu. Það var allt slökkt frammi, og Angus var frekar skelkaður við að fara fram. Hann lét sig hafa það, og smeygðist fram úr rúminu. Hann opnaði skápinn sinn varlega og tók fram gömlu hafnaboltakylfuna sína. Hann náði góðu taki á henni, og læddist í dyragættina. Hann reyndi að sjá inn í eldhúsið, en það eina sem hann sá var gamall núðludiskur, frá því daginn áður. Hann hélt hægt áfram, þar til hann var kominn að baðherbergisdyrunum. Dyrnar inná baðherbergið voru lokaðar, og Angus opnaði þær hægt, en það kom hávært brak í hurðinni. Þá heyrði hann alveg örugglega hljóð innan úr eldhúsinu. Svo heyrði hann fótatak. Angus hljóp inn í eldhúsið og kveikti ljósið. Hann sá ekkert, en þegar hann leit í kringum sig sá hann opinn glugga. Hann hljóp að honum. Hann sá ekkert úti, en hann sá skrítin fótspor undir glugganum. Þetta voru engin venjuleg spor. Eigandi þeirra var greinilega með mjöög langar lappir, þrjár tær og stóran hæl. Angus var alveg skíthræddur, og lokaði og læsti öllum inngönguleiðum. Hann kveikti öll ljós í húsinu og settist inn til sín og sofnaði ekki aftur.
Þegar leið undir morgun var Angus ennþá inni hjá sér, og hélt fast utan um hafnaboltakylfuna. Það var orðið þrælbjart úti og Angus gekk hægt fram. Engin ummerki voru eftir veruna, en fótsporin voru horfin. Angusi leist ekkert á blikuna. Hann settist í stofuna og kveikti á imbanum. Af og til heyrði hann umgang fyrir utan húsið, en það var bara af fólkinu á gangstéttinni. En Angus vissi það ekki því hann var svo hræddur að hann þorði ekki að líta út um gluggann. Hann hringdi í besta vin sinn, hann Janus, og fékk hann til þess að gista yfir nóttina, en Angus sagði honum ekki ástæðuna. Janus sagðist vera soldið busy, en hann skyldi koma í kringum sex leytið. Angus var mikið feginn að Janus skyldi ætla að koma. ,,Nú get ég sofið rólegur" hugsaði hann. Angus var dauðþreyttur, því hann hafði ekkert sofið frá því að hann vaknaði. Angus horfði á sjónvarpið þangað til að Janus kom. Svo skutust þeir saman og leigðu sér mynd. Fyrir valinu var myndin Ghostbusters. Þeir komu heim til Angusar, og skelltu myndinni í tækið. Þegar fyrsti draugurinn kom varð Angus hræddur, og fór að hugsa út í ef þetta hefði verið einhver draugsi eða eitthvað slíkt nóttina áður. Angusi leist ekkert á blikuna eftir myndina og hafði hafnaboltakylfuna tilbúna á rúminu sínu ef eitthvað skyldi gerast. Janus fór á klósettið, og Angus sat í stofunni á meðan. Eftir smástund heyrðist einhver skarkali fyrir utan húsið. Þegar Janus kom til baka spurði hann Angus hvaða læti þetta hefðu verið.
,,Ég veit það ekki" sagði Angus. Janus fór og dró gardínurnar frá og leit út. Það var tekið að rökkva, og ljósastaurarnir voru allir í gangi, nema þeir fyrir utan hús Angusar. Angus gekk að glugganum, og sá þetta. Nú varð hann ennþá hræddari. Angus sá glitta í sömu fótspor og hann sá fyrir neðan gluggann í eldhúsinu. Nú varð hann virkilega hræddur. ,,Vó!!" heyrðist í Janusi. ,,Hvað???" sagði Angus hissa. ,,Mér fannst ég sjá einhverja hreyfingu í runnunum þarna!" sagði Janus og benti á runnana sem voru í garðinum hans Angusar. Angus leist alls ekkert á blikuna, og sótti hafnaboltakylfuna. Janus hélt að um innbrotsþjóf væri að ræða, og þeir félagar gengu út að runnunum með kylfuna. Þegar þeir komu að runnunum var ekkert í þeim. En þá heyrðu þeir hvell fyrir aftan sig. Þeir litu við. Hurðin á húsi Angusar var lokuð. Þeir gengu aftur að hurðinni, og hún var læst. ,,Hurðin var ekki læst rétt áðan!" sagði Angus í panikki. Janus var orðinn hálf smeykur, og Angus sagði honum alla söguna. Nú var Janus orðinn nokkuð hræddur, og þeir ætluðu til nágrannanna. Þeir bönkuðu upp á hjá ágætis kunningja Angusar, honum Jón. Jón kom ekki til dyra, en það voru ljós inni, og bíllinn var í innkeyrslunni. Þeir ætluðu að gá í bílskúrinn því stundum var hann að vinna í traktornum sínum sem var alltaf í skúrnum. Þeir bönkuðu og bönkuðu á skúrinn, en það kom enginn til dyra. Þeir tóku til sinna ráða og brutu upp hurðina. Þeir sá blóðslettur um gólfið og veggina, og alblóðugan skrúflykil á gólfinu. Þeir sáu ekki meira fyrir traktornum. Þeir gengu nær, og sáu sér til mikillar skelfingar, Jón í bútum á gólfinu, með djúp naglaför út um allan líkamann, eins og það hefði einhver vera ráðist á hann.
Janus og Angus öskruðu og öskruðu, og hlupu til næstu nágranna. Aftur kom enginn til dyra, og þeir brutust inn. Allir nágrannar Angusar voru í bútum og útklóraðir. Skyndilega slökknuðu allir ljósastaurarnir í kringum þá, og þeir heyrðu fótatak nálgast hratt....
Hvernig skyldi þetta halda áfram?
Athugasemdir
ég hélt fyrst þegar ég las þetta að hann væri allur út í götum eftir nagla.. sem sagt með naglaför
Guðríður Pétursdóttir, 15.10.2008 kl. 01:12
sjittífokk þetta er er spennandi ! hehe
Vignir, 18.10.2008 kl. 16:07
hehe:D
Snorri Þorvaldsson, 19.10.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.