14.10.2008 | 19:03
smásaga 2
Smásagan heldur áfram...
Angus og Janus litu í kringum sig, en sáu ekki neitt. Fótatakið nálgaðist hratt, og þeir félagar tóku á sprett. Þeir hlupu niður alla götuna og komu að næstu gatnamótum. Þeir sáu bíla á götunni, en þeir voru stopp. Þeir hlupu að einum bílnum, en allir sem voru inni í honum voru dauðir. Þeir hentu öllum líkunum út úr bílnum og settust inn. Janus settist í bílstjórasætið, og ætlaði að starta bílnum, en lyklarnir voru ekki í. Janus leit út um gluggann, og sá einhverja veru hlaupandi í fjarska. Janus varð hræddur, og stökk út úr bílnum. Hann leitaði og leitaði á líkunum en fann ekki lyklana. Veran var að nálgast, og hún var bara í 200 metra fjarlægð. Angus fór út úr bílnum, og tók glerbrot sem lá á jörðinni. Veran var alveg að verða komin, og Angus kastaði glerbrotinu í hana. Hann hitti beint í öxlina, og veran gaf frá sér eitthvað óp og stoppaði. Angus og Janus hlupu burt, en veran hélt fljótt áfram. Þeir hlupu yfir götuna og yfir að næsta húsi. Þeir brutu upp dyrnar og ruddust inn. Þeir hlóðu öllu sem þeir fundu fyrir hurðina, svo að veran kæmist ekki inn. þeir hlupu síðan niður í kjallarann, og læstu hurðinni. Eftir augnablik fóru að heyrast dinkir fyrir ofan. Á endanum heyrðust mikil brothljóð, og þá heyrðu þeir fótatak. ,,Hún er inni í húsinu!" sagði Angus hræddur. Janus fór að hlaða dóti fyrir framan kjallarahurðina, og tók sér síðan allt sem hann gæti notað sem vopn. Þeir hlóðu skápum, hillum kössum, og öllu sem þeir gátu fundið fyrir hurðina, en byrjuðu samt á því að festa hurðarhúninn með einhverju drasli.
Angus fann gamla öxi í einum kassanum, og tók hana. Eftir smástund fóru að heyrast dinkir á hurðinni, og allt dótið hristist. Þeir voru orðnir virkilega hræddir. Eftir smástund hættu dinkirnir. Þeir héldu að þeir væru sloppnir, en þeir tóku greinilega ekki eftir því að það var lítill gluggi í jarðhæð, semsagt í loftinu á kjallaranum. Eftir augnablik kom maður fljúgandi í gegnum hann. Hann var alblóðugur. Hann stóð á fætur, og leit í kringum sig. Eftir smástund benti hann á gluggann og öskraði. Angus og Janus litu við, og sáu þar sér til mikillar skelfingar, veruna í glugganum. Veran stökk inn og réðst á manninn. Angus ætlaði að bjarga honum, en veran sló hann frá sér og Angus skaust út í vegg, og vankaðist. Janus greip öxina og æddi í veruna. Það fór eins fyrir honum. Veran reif af manninum hendina, og henti honum í hurðina og allt draslið, og hann fór beint í gegn. Maðurinn öskraði og öskraði, og reyndi að standa á fætur, en veran var komin, og henti honum upp á jarðhæðina. Angus rankaði við sér og tók öxina, og fór upp. Hann sá veruna standa yfir manninum, og maðurinn var alveg að drepast. Angus hljóp aftan að verunni, og hjó hana niður. Maðurinn var mjög ánægður með það, og þeir fóru síðan og settu eitthvað utan á hendina á manninum. Þeir fóru síðan niður til að ná í Janus, en þá var hann horfinn. Angus var alveg undrandi á þessu og leitaði allt í kring. Hann sá Janus hvergi, en þegar hann leit út þá sá hann nokkrar verur bera hann burt. Angus fylgdist með hvert þær fóru. Þær fóru yfir í næsta hús. Angus og maðurinn læddust yfir.
Þegar þeir komu yfir, heyrðu þeir mikil öskur úr kjallaranum. Þeir fóru niður að kjallarahurðinni, en þá voru verurnar búnar að festa hurðina og hlaða fyrir hana dóti, eins og þeir höfðu gert. Þeir voru ennþá með öxina, svo að þeir hjuggu bara leið í gegn. Þegar þeir komust í gegn, sáu þeir að þær voru búnar að festa Janus við vegginn, og voru að skafa á honum magann með gömlum ostaskera. Þeir sáu lík allt í kring, sem voru öll með gat á maganum og fyllt af osti. Verurnar æddu að þeim, en þeir hjuggu þær frá, og komust til Janusar. Janus var ekki alltof sáttur með meðferðina á honum, og hófst handa með ostaskerann við eina veruna sem var ennþá á lífi. Angus hjó í hana með öxinni og drap hana, og dró Janus burt frá staðnum. Þegar þeir komu út voru verur allt í kring, og nokkrir menn voru hlaupandi. Angus, Janus og maðurinn fóru allir í felur og fylgdust með. Verurnar hoppuðu á mennina á götunni, og mynduðu einn stóran hring í kringum þá. Skyndilega skutust blóðslettur upp í loftið. Skyndilega var handleggslausi maðurinn horfinn. Angus hafði lagt frá sér öxina og hún var líka horfin. Þeir sáu manninn hlaupa að verunum, og hann hjó nokkrar niður. Ein stökk á hann, en hann klauf hana í tvennt með öxinni, og hélt áfram að hakka þær niður. Ein veran náði öxinni af honum, svo hann fór að kýla þær. Hann náði þeim öllum niður, og Angus og Janus hlupu til hans. Hann gekk rólegur til mannanna sem lágu á götunni. Af 7 voru aðeins 2 lifandi, og einn þeirra alveg að deyja. Annar þeirra kallaði ,,Berti!!" um leið og hann sá handleggslausa manninn.
Berti hljóp til hans og reyndi að hjálpa honum. Hann var búinn að missa báða fæturna, og aðra hendina, og þrjá fingur á hinni. Hann var alveg að deyja, og Berti lyfti honum upp og reyndi að fara með hann á öruggan stað. Hann setti hann niður og reyndi að setja eitthvað fyrir sárin. Berti náði ekki að setja fyrir öll sárin, og manninum blæddi út. Berti var ekki kátur, því þetta hafði verið einn af hans bestu vinum. Berti settist niður, og horfði á hálfan handlegginn. Þeir fóru síðan allir af stað aftur. Eftir smástund voru þeir fyrir utan hús Berta, en Angus og Janus vissu það ekki. Berti sagði þeim að bíða, og Berti fór inn. Eftir smástund heyrðu þeir gríðarleg öskur. Þeir hlupu inn, en sáu Berta, með stóra sveðju, festa í hálfa handlegginn. Þeir gengu allir út, og planið var að komast út úr borginni. Þeir sáu nokkrar verur, en þær tóku ekkert eftir þeim. Þeir læddust í kringum þær, og Berti stökk af stað og hjó þær allar niður með sveðjuhandleggnum. Það var orðið dimmt, og þeir ákváðu að taka sér smá pásu. Þeir settust allir niður. Eftir augnablik, voru þeir allir rotaðir. Þegar þeir vöknuðu, voru þeir í herbúðum, og heyrðu skothríð allt í kring...
Hvað haldiði að gerist næst??
Athugasemdir
ég get ómögulega giskað á hvað þú munt láta gerast næst í sögu þar sem menn eru teknir og sneiddir niður með gömlum ostaskerum og fylltir af osti
Hann var búinn að missa báða fæturna, og aðra hendina, og þrjá fingur á hinni.
besta setningin
Guðríður Pétursdóttir, 15.10.2008 kl. 01:18
hahahahaah, ég veit ekki sjálfur hvað gerist næst sko, bara bulla eitthvað þegar ég er að blogga:D:D:D
Snorri Þorvaldsson, 15.10.2008 kl. 16:20
ég held að Angus stökkbreytist í ,,veru,, í hvert skitpi sem einhver hrópar ,,NEI!,,
Vignir, 18.10.2008 kl. 16:28
hahahah, snilld:D
Snorri Þorvaldsson, 19.10.2008 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.