smásaga 3

jæja, ég sit bara heima í veikindum og hlusta á meistara Malmsteen, og ákvað síðan að halda sögunni gangandi.

 

 Þeir félagar veltu fyrir sér hvað væri í gangi, og stóðu á fætur. Þeir litu út úr litla tjaldinu sem þeir voru í. Þar fyrir utan stóð lítill reiður kóreubúi með skammbyssu í hendinni. Hann sá þá og miðaði byssunni á þá. Berti greip í byssuna, og hjó manninn niður með sveðjuhandleggnum. Þeir læddust út og sáu tjald fullt af vopnum. Þeir hlupu þangað, og náðu sér í vopn. Þeir hugsuðu að þeir væru á móti kóreubúunum fyrst að hann réðst á þá. Þeir fóru út, en voru soldið confused, því að þeir sáu bara kóreubúa, og svo öðruvísi-búninga kóreubúa, og þeir voru allir að berjast. Eftir smástund, þagna lætin, og allir líta við á þá. Allir snéru byssunum að þeim, og byrjuðu að skjóta. Þeir voru búnir að komast að því að þeir væru hlutlausir í þessum bardaga, og ætluðu bara að reyna að komast burt. Þeir skutu eins og þeir gátu, og hlupu síðan burt. Kóreubúarnir voru með svo afskaplega stutta fætur að þeir héldu ekki í við þá, og drógust aftur úr. Þeir komust í felur, en eftir smástund kom einn kóreumannahópur gangandi framhjá, en tók ekki eftir þeim. Þeir gripu allir í andlitið á sér, og rifu það af. Þá sáu Angus og félagar að þetta voru verurnar, sem þeir höfðu lent í áður. Verurnar snéru sér við og sáu þá, og komu hlaupandi. Þeir drituðu þær niður, en þá komu allir kóreubúarnir, og gerðu nákvæmlega það sama og hinar verurnar, rifu andlitið af og hlupu. Þeir urðu frekar skelkaðir og hlupu af stað. Þeir voru orðnir mjög þreyttir, og litu við. Verurnar voru ekki lengur á eftir þeim. Þeir stoppuðu, og leituðu að leið út úr herbúðunum, sem voru umluktar stórum veggjum. 

 

Skyndilega kom einhver kall sem leit alveg eins út og He-Man, og sagði þeim að elta sig. Hann var í hergalla, og með handsprengjur um mittið. Þeir hlupu á eftir honum að útganginum, en þá snéru þeir sér við, og sáu allar verurnar koma hlaupandi, þær voru allavega 1000. Kallinn sagði þeim að hlaupa burt. Hann leit á verurnar, reif af sér gallann, og kom þá í ljós He-Man búningur, og hann tók sverð af bakinu og öskraði "I HAVE THE POWER!!", og byrjaði að buffa verurnar. Angus og félagar hlupu af stað, en litu við til þess að tékka á He-Man, og sáu hann hlaupandi í áttina til þeirra með skelfingarsvip á andlitinu, og allar verurnar á eftir, og ein þeirra hélt sverðinu hans hátt á lofti. Þeir héldu áfram að hlaupa, en þeir voru í eyðimörk og það var svo heitt að þeir gáfust upp og duttu í sandinn. Verurnar komu hlaupandi og ætluðu að drepa þá, en skyndilega stóð Berti á fætur og skar þær allar niður, hvert einasta stykki! Meira að segja He-Man var undrandi á þessu. Berti var nokkuð stressaður þegar hann sá stórt sár á heila handleggnum, útaf einni verunni. Þeir stóðu á fætur og héldu áfram að ganga. Þeir gengu áfram og áfram, og Berti var alltaf aftastur því hann vildi ekki að þeir myndu sjá, og drepa hann....

Hvað skyldi vera að Berta? Og hvað skyldi gerast næst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

var þessi þáttur tileinkaður mér... ??

Ég vona að he-man verði meira í næsta þætti..

og afhverju rifu kóreubúarnir af sér andlitin..?

Guðríður Pétursdóttir, 20.10.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

haha, He-Man verður áfram. Hann er búinn að bætast í vinahópinn og á eftir að reynast þeim góður í nánustu framtíð:P Kóreubúarnir voru verur í dulargervi:D

Snorri Þorvaldsson, 20.10.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband