29.10.2008 | 20:12
smásaga 4
Um nóttina tóku þeir sér hvíld og sofnuðu. Berti átti erfitt með að sofna, og gat ekki hætt að einbeita sér að sárinu. Næsta morgun, reis Angus á fætur, og sá Berta hvergi. Hann sá að Janus var horfinn. Angus vakti He-Man, og þeir félagar fóru að leita að þeim. Eftir smástund fundu þeir blóðslóð. Þeir fylgdu henni, þangað til þeir komu að Janusi alblóðugum á jörðinni. Hann var meðvitundarlaus, og allur úti í djúpum skurðum. Angus sá að þetta voru eins skurðir og eftir verurnar. Þeir lyftu Janusi upp og fóru með hann til baka. Þeir reistu smá tjald úr stuffi sem He-Man dró upp úr rassvasanum. Þeir settu Janus inn og vöktu hann. Hann var skelfingu lostinn, og sagði að ein af verunum hefði ráðist á sig. Þeir fóru út, en tóku eftir einu sem þeir höfðu ekki tekið eftir áður. Sverðið sem hann var alltaf með í handleggnum lá á jörðinni fyrir framan tjaldið. Angus tók það upp, og ákvað að geyma það, ef hann þyrfti að berjast. Eftir smástund ætluðu þeir að leita að Berta. Það var komið kvöld. Janus var orðinn heilbrigður aftur, og þeir þrír lögðu af stað. Eftir góða stund, heyrðu þeir öskur. Þeir eltu hljóðið, og komu að veru sem stóð yfir líki og kjamsaði á kjötbitum. Þeir tóku eftir því að það vantaði aðra hendina á veruna, og það var djúp hola inní hendinni, alveg eins og eitthvað hefði stungist þangað. Þeir ákváðu að njósna um veruna, svo að þeir héldu sig í hæfilegri fjarlægð. Veran tók ekki eftir þeim, og þeir eltu hana. En eftir smástund hnerraði Janus, og veran leit snöggt við, og byrjaði að hlaupa. Þeir hlupu allir í áttina að tjaldinu. Veran náði þeim og stökk á He-Man. En soddans hörkutól eins og He-Man var, henti bara verunni af sér og tók sverðið af bakinu.
Angus tók sverðið hans Berta, og réðst á veruna. Veran sló Angus, og hann skaust á Janus, og þeir báðir duttu í jörðina. He-Man greip í heila handlegginn á verunni og sveiflaði henni í hringi, og sleppti henni síðan. Veran skaust í tjaldið og reif það niður. Það var að koma morgunn. Þeir hlupu allir þrír að verunni til þess að ljúka verkinu. En þegar þeir komu að henni, sáu þeir að hún var að ummyndast. Hún var að verða að manni, og eftir örstutta stund, sáu þeir allir hver þetta var. Berti lá á jörðinni og engdist um. Blóðið lak úr hálfa handleggnum. Það virtist eins og sárið yrði alltaf eins og nýtt þegar hann breyttist. Hann öskraði og öskraði, og He-Man reisti nýtt tjald, og þeir settu hann þar inn. Síðan fóru þeir að tala um hvað ætti að gera við hann. ,,Hann fer að breytast hverja einustu nótt, og bráðum verður hann algjörlega að veru" sagði He-Man, og lagði til að hann yrði hlekkjaður niður og bundinn, og settur í kassa það sem eftir væri af ferð þeirra yfir eyðimörkina. Berti var ekki sáttur með þá tillögu, og þeir vissu ekki hvað þeir ættu að gera við hann. Berti sýndi þeim sárið og sagði þeim að það væri að orsaka það að hann væri að breytast í veru. Janus stakk upp á því að það væri skorin hin hendin af, með sárinu, og þá kannski væri þetta bara búið. Berti þvertók fyrir það, og sagði þeim að hlekkja hann niður yfir nóttina, og þeir myndu taka loka ákvörðun daginn eftir. Þeir samþykktu það allir og héldu síðan áfram förinni. ,,Við þurfum að komast yfir eyðimörkina, og þá er bær þar sem við getum hvílt okkur í" sagði He-Man.
Þegar það var komin nótt settu þeir Berta á eitthvað bretti og hlekkjuðu hann niður. Hann var alveg pikkfastur, og gat ekkert hreyft sig. Næsta morgun var Berti horfinn, og hlekkirnir brotnir. Þeir tóku sér vopn og fóru að leita að honum. Þeir fundu hann þar sem hann lá steinsofandi á jörðinni. Annar fóturinn var orðinn alveg eins og á verunum. Meðan hann var sofandi tóku þeir sér ákvörðun. Angus og He-Man tóku sverðin, og stungu hann til dauða. Þeir grófu líkið í sandinn, og héldu áfram ferðinni. Eftir nokkra klukkutíma komu þeir að bænum. þeir fundu sér gistihús, og leigðu herbergi yfir nóttina. Stuttu síðar kom skuggalegur maður og spurði um þá. Maðurinn fékk að vita í hvaða herbergi þeir væru, og fór þangað, og tók upp sverð.
Hvernig skyldi þetta nú fara? Er Berti virkilega dauður??
Athugasemdir
Já.. hann er virkilega steina dauður
Guðríður Pétursdóttir, 1.11.2008 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.