28.1.2009 | 14:20
þvílík steypa!
það er nú meiri vitleysan sem mann getur dreymt á næturnar!
mig dreymdi nú í nótt að NBA liðið L.A. Lakers voru í einhverju stríði eða einhverju svoleiðis, og gekk það heillengi áfram, en síðan þegar þeir voru að fara varð einn leikmaðurinn eftir afþví að hann festist inni í einhverjum litlum helli, og stór steinn fór fyrir útganginn. En síðan rétt áður en að þeir fóru kom einhvað svaka hetjulag og leikmaðurinn lyfti steininum með miklum erfiðleikum, og hljóp út. Þá var allt í slow motion og hann var undir svaka skothríð, og hetjulagið enn í gangi! Ég man nú eiginlega ekki meira, en þetta var aldeilis steypa!
Athugasemdir
ómægod.. hvað varstu eiginlega að horfa á í gær?
Guðríður Pétursdóttir, 28.1.2009 kl. 19:58
Ertu ekki búinn að góna úr þér augun við NBA leiki sem þú sérð LIVE í tölvunni???
Rúna Guðfinnsdóttir, 28.1.2009 kl. 20:10
HEY! mamma! ég horfði nú bara á þennan eina leik, kvöldið sem ég reddaði þessu! Gudda, hahaha:D ég horfði á Wild Hogs í fyrradag, sé ekki nein tengsl þar á milli...
Snorri Þorvaldsson, 29.1.2009 kl. 00:48
var það nokkuð Kobe Bryant sem festist í hellinum og lenti í skothríð.
Jason Orri (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 13:56
nei
það er gaurinn frá afríku og hann var ekki skotinn, heldur var hann bara undir skothríð en slapp, ahaaahaha
Snorri Þorvaldsson, 31.1.2009 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.