18.9.2007 | 20:42
snilldar myndir
Ég vildi nú bara skella inná nokkrum sprenghlægilegum myndum
Ég nenni ekki að setja inn fleiri myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2007 | 19:36
16. þáttur
Baddi hló brjálæðislega og hakkaði hausa. Einhver kall kom hlaupandi og reyndi að rífa af Badda sverðið. ,,NEI!!!!!,, öskraði Baddi og hakkaði hausinn á honum. Skyndilega kom Jósafat fljúgandi og greip sverðið úr höndunum á Badda. ,,Asskotans ófétið þitt Jósafat!!!!,, öskraði Baddi reiður. Jósafat kastaði sverðinu í sjóinn. Baddi öskraði og flaug hratt í áttina að Jósafat. Baddi negldi hnefanum í hausinn á Jósafat, og hann kastaðist burt. Baddi hló og lenti. Baddi reif upp ljósastaur og flaug til Jósafats og barði hann. Jósafat ætlaði að kýla Badda, en Baddi varði sig og rotaði Jósafat. Jósafat sökk í sjóinn. Baddi hló og lenti. Hann ákvað að breyta nafninu sínu í "Baddmaðurinn". Baddi breytti búningnum sínum. Búningurinn var allur svartur, og það voru núna horn á grímunni. Baddi var alillur. Jósafat var ennþá á hafsbotninum, en hann var á lífi. Hann hafði fengið risastórann stein ofan á magann á sér, og var að reyna að lyfta honum af. Jósafat náði því og flaug upp og andaði að sér loftinu. Hann flaug beint til Badda og lyfti honum upp. Jósafat kýldi Badda nokkrum sinnum í andlitið og reif hornin af grímunni og potaði í hann með þeim. Baddi var ekki sáttur og kýldi Jósafat svo fast að hann skaust burt. Baddi flaug rólega burt. Jósafat kom fljótt aftur og greip í Badda. Hann flaug með Badda að einhverju húsi. Á miðju húsinu var fánastöng á veggnum. Jósafat fleygði Badda, og hann lenti á fánastönginni og hún stakkst í gegnum Badda. Baddi öskraði, og lafði bara. Fánastöngin var alveg að brotna. Baddi reyndi að koma sér af fánastönginni, en hann gat það ekki. Fánastöngin brotnaði. Það var 300 metra fall niður.
Baddi lenti harkalega á gangstéttinni fyrir neðan og kramdi nokkra menn í leiðinni. Það vildi svo heppilega til að mennirnir dempuðu fallið, og Baddi lifði af! Baddi stóð upp og gekk sallarólegur burt. Jósafat hélt að Baddi væri steindauður og flaug burt. Baddi gekk heim til sín. Jósafat ætlaði að rannsaka heimili Badda. Baddi var farinn að reyna að sofna þegar skyndilega kom Jósafat fljúgandi inn um gluggann. Baddi öskraði og breiddi sængina upp fyrir haus. Jósafat kýldi Badda. Baddi rotaðist. Jósafat ákvað að drepa Badda með sverðinu. Hann fór að staðnum þar sem hann kastaði því, og dýfði sér ofan í sjóinn. Jósafat fann sverðið fljótlega og fór aftur heim til Badda. Jósafat stakk Badda með sverðinu. Skyndilega opnaði Baddi augun, og þau voru eðlileg aftur. Baddi ýtti við Jósafat. Jósafat missti takið á sverðinu og datt. Baddi tók sverðið og kastaði því út. Baddi hljóp af stað í áttina að spítalanum. Þegar hann var kominn út á götu lendir Jósafat fyrir framan hann og segir: ,,Hvert þykist þú vera að fara?,, og hlær.
Mun Baddi deyja út af sárinu? Er Jósafat geimvera? Hvað verður um sverðið?
Þetta kemur í ljós í næsta þætti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2007 | 16:22
15. þáttur
Jósafat sökkti bátnum og flaug burt. Hann settist niður á fínum veitingastað og pantaði dýrustu steikina. ,,Hvað viltu drekka?,, spurði þjónninn. ,,Ég þigg sterkasta brennivínið sem til er hér,, svaraði Jósafat og sleikti út um. Stuttu síðar kom þjónninn með flösku af sterkasta brennivíni sem til var. Jósafat þambaði alla flöskuna, og það leið yfir hann. Nú víkur sögu til Badda. Hann var ennþá bundinn, en hann notaði eldingarmáttinn til þess að leysa böndin og sleppa. Hann flaug upp úr sjónum og byrjaði strax að leita að Jósafat. Jósafat rankaði við sér, og sá steikina fyrir framan sig. Hann hámaði matinn í sig og pantaði aðra brennivínsflösku. Hann drakk hana hægt og rólega. Þegar hann var búinn var hann orðinn blindfullur. Hann bað um reikninginn. Þjónninn kom með hann og bað um peninginn. Jósafat leit á reikninginn. ,,20.000!!!!!!,, öskrar Jósafat bálreiður. ,,Þetta er aleigan mín!,, sagði Jósafat og setti tíkall á borðið. ,,Bíddu aðeins,, sagði þjónninn og fór að tala við yfirmanninn. Jósafat leit í kringum sig og sá að lokum tíkallinn á borðinu. ,,Mikið asskoti er ég heppinn í dag! Tíkall!!!!,, Jósafat tók tíkallinn upp og stakk honum í vasann. Jósafat gekk burt. Þegar hann steig út á götu, kom Baddi á ógurlegri ferð framhjá. Baddi greip í jakkann hans Jósafats og kippti honum upp. Hann flaug með hann upp á húsþak og batt hann niður við einhvað loftnet. Baddi skaut eldingu í Jósafat og hann steiktist. Skyndilega komu miklar þrumur og eldingar.Skyndilega kom einhvað út úr öllum gráu skýjunum á rosalegum hraða. Hann var allur í ljósum logum og hélt á staf í hendinni. Hann sveiflaði stafnum og þá komu ógurlegar þrumur og eldingar. Baddi áttaði sig á því að þarna var þrumuguðinn sjálfur kominn.
Þrumuguðinn lenti á húsinu sem Baddi var uppá, og barði hann niður með stafnum. Hann gekk hægt í áttina að Jósafat, og leysti hann. Jósafat var steindauður. Þrumuguðinn reyndi að lífga hann við, en það var liðinn of langur tími frá dauðanum að hann gat það ekki. Þrumuguðinn öskraði ógurlega. Þrumuguðinn leit á Badda. Baddi flaug framhjá, en þrumuguðinn greip Badda í loftinu og henti honum niður á götu. Þrumuguðinn fór á eftir honum. Baddi stóð á fætur og ætlaði að hlaupa burt, en þrumuguðinn gerði eldhring utan um þá. Baddi varð mjög hræddur. Þrumuguðinn galdraði fram risastóra sleggju í hendurnar á sér, og barði henni af öllum krafti í jörðina. Það komu jarðskjálftar og jörðin opnaðist á sumum stöðum. Það byrjaði að rigna loftsteinum og eldingum sló niður í fólk. Það byrjaði að rigna og það slökknaði á eldinum sem var í kringum þá. Þrumuguðinn var ekki í ljósum logum lengur. Hann sveiflaði sleggjunni og reyndi að berja Badda. Baddi varð fyrir höggi, og skaust á hús og steinrotaðist. Þrumuguðinn galdraði fram stórt sverð og gekk til Badda. Baddi rankaði við sér og fékk sverðið beint í gegnum bringuna og í vegginn á húsinu. Baddi var fastur við vegginn. Þrumuguðinn lét heimsendinn hætta og flaug upp í himininn og hvarf í skýjunum. Allt varð eðilegt aftur. Baddi hafði verið svo heppinn að sverðið fór einmitt á milli lungnanna, en hann var samt alveg að deyja.
Læknir kom hlaupandi og rannsakaði Badda. Það var komist að þeirri niðurstöðu að Baddi myndi deyja innan 20 mínútna. Það kom einhver kall og greip um handfangið á sverðinu, en það kveiknaði í höndunum á honum. það var bundið reipi utan um handfangið og allir á svæðinu toguðu og toguðu, og að lokum fór sverðið úr veggnum. Baddi datt niður, og andlitið kramdist á götunni. Hann leit upp, og sá sverðið. Hann greip utan um það, og ekkert gerðist. Baddi stóð á fætur, og fór með sverðið heim til sín. Hann fór í sjúkrahúsið og lét laga sárið. Hann var orðinn hress tveimur vikum síðar. Hann fór heim til sín og tók sverðið. Baddi sá glæpamann sem var að ræna gamla konu. Baddi hljóp þangað og stakk hann í magann með sverðinu. Um leið og sverðið snerti manninn, kviknaði í sverðsblaðinu og það kveiknaði í manninum. Maðurinn hljóp um þangað til ekkert var eftir nema askan á götunni. Baddi leit undrandi á sverðið. Skyndilega lýstist það upp og einhverjir geislar skutust í Badda. Augun í Badda lituðust rauð og hann byrjaði að höggva alla niður.
Verður Badda snúið aftur frá hinu illa? Er Jósafat virkilega dauður? Snýr þrumuguðinn aftur? Eyðir Baddi út heilli borg? Allt í næsta þætti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2007 | 16:06
Skólinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.8.2007 | 23:01
14. þáttur
Baddi leit við, og sá að Jósafat var horfinn. Skyndilega heyrði Baddi ógurlegan hvell. Hann leit við. Hann sá að í fjarska hafði risastór bygging sprungið í tætlur! Baddi tók næsta bíl, og keyrði af stað. Hann kom upp að byggingunni. Hann fór út úr bílnum. Hann sá einhvern fljúgandi mann sem flaug hringi í kringum húsið og kastaði sprengjum á það. Baddi gat bara hugsað sér einn mann sem gat flogið. Súperman! Baddi hélt mikið upp á hann á sínum yngri árum, og gat ekki hugsað sér annað, en að þarna væri hann kominn, og væri vondur! Baddi hljóp að rústunum af húsinu og öskraði: ,,Súperman!!!,, Baddi fékk eina sprengju í magann og hún sprakk. Baddi skaust upp í loftið, og á einhvern undraverðan hátt, tókst honum að lifa af!! Baddi sá að hann var allur rafmagnaður. Það voru smá blossar alltaf að koma á honum. Baddi vissi ekkert hvað væri í gangi. Baddi kreppti hnefann af reiði, því að "Súperman" var orðinn vondur. Skyndilega skaust elding úr hendinni á Badda og niður í jörðina. Baddi hafði fengið ofurmátt úr sprengingunni!!! Hann miðaði á "Súperman" og kreppti hnefann. Það skaust elding beint í hann. Hann féll niður á jörðina. Baddi hljóp til hans, og sá sér til mikillar undrunar að þetta var Jósafat. Jósafat hló, og leystist upp í duft, sem hvarf síðan. Baddi var undrandi á þessu. Nú fór Baddi að pæla í búning, þar sem hann var með ofurkrafta. Hann fann strax upp á frábærum búning. Hann var rauður, og framan á bringunni var mynd af eldingu. Gríman var líka rauð, og skikkjan var gul. Baddi fór út í búningnum sínum. Skyndilega kom Jósafat fljúgandi framhjá Badda, liggur við á ljóshraða. Það kviknaði í öllu sem hann fór framhjá.
Það kviknaði í fólki og það hljóp um. Baddi gerði einhvern rafskjöld og varði eldinn. Baddi uppgötvaði nú annan hæfileika. Hann gat flogið! Baddi tókst á loft og elti Jósafat. Jósafat stoppaði hjá einhverjum gömlum kalli. Hann hló og tók hann upp og flaug áfram. Jósafat flaug upp á Eiffel - turninn og hótaði að henda honum niður. Baddi kom að honum og greip kallinn þegar honum var sleppt. Hann fór með hann niður á jörðina. Baddi bar ofurhetju nafnið "Rafmaðurinn". Baddi flaug upp og barði Jósafat í hausinn. Jósafat skaust afturábak og niður af turninum. Baddi taldi að hann hefði stútað honum, en Jósafat kom aftur upp. Baddi skaut nokkrum rafkúlum, en Jósafat varði þær bara. Jósafat hló bara og barði Badda, og þar sem Baddi hafði ekki enn masterað flughæfileikann, lenti hann á hörðu malbikinu í götunni. Það koma hola og fullt af stórum sprungum í götuna. Jósafat flaug niður og lyfti Badda upp. Hann flaug með hann niður að höfn. Hann fór um borð í bát, og sigldi burt. Hann batt Badda niður og kastaði honum í sjóinn.
Hvað verður um badda núna? Verður Jósafat stoppaður? hver veit?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.8.2007 | 11:49
Jæja, fyrsti rafmagnsgítarinn kominn í hús!
Woohoo!! kominn með rafmagnsgítar!!! B.C. Rich Warlock meira að segja.
Hér er mynd af gripnum:
Þetta er helvíti góður gítar, þarf bara að skipta um strengi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.8.2007 | 21:05
13. þáttur
Bíllinn stoppaði eftir 20 mínútna keyrslu. Jósafat var sallarólegur og hugsaði um hvað hann ætti að fá sér að borða. Kallarnir gripu í þá og drógu þá út. Þeir voru fyrir utan stórt hús. Kallarnir drógu þá inn. Það var farið með þá á efstu hæðina, og þar var þeim stungið inn í fangaklefa. Einn kallanna sagði: ,,Í kvöld munt þú deyja! MUHAHAHAHAHAHAHH!!!!!!!,, og benti á Badda. Baddi varð hræddur og leit á Jósafat. ,,Ég held að ég fái mér hamborgara og franskar,, sagði Jósafat. Baddi fór að pæla í því hvort að honum hafði verið gefið heilt tonn af róandi eða eitthvað álíka. Þegar það var komið kvöld, kom kall og opnaði klefann. Baddi var dreginn út, en Jósafat var látinn bíða lengur. Baddi var dreginn inn í eitthvað stórt herbergi. Í miðju herberginu var stóll, sem var tengdur við fullt af einhverjum leiðslum. Baddi var látinn setjast í stólinn, og það var settur einhver skermur yfir hausinn á honum. Einn kallanna var með fjarstýringu. Einn kallanna sagði: ,,bíddu í 10 mínútur og láttu hann síðan steikjast,, Baddi varð mjög hræddur. Eftir fimm mínútna bið, heyrðist ógurleg sprenging. Það kom risagat á vegginn sem var fyrir framan Badda, og það var ekkert nema reykur. Þegar reykurinn hvarf, stóð Jósafat í gatinu. Allir kallarnir komu hlaupandi. ,,Burt með ykkur, úrþvætti!,, öskraði Jósafat. Hann tók svakaleg Kung - Fu trikk á kallana, og þeir rotuðust allir. Jósafat gekk til Badda og leysti hann úr stólnum. Hann lyfti honum upp með annarri hendinni og hljóp burt. hann hljóp út á einhverjar svalir. Hann stökk beint framm af. Baddi öskraði og lokaði augunum. ,,Þú mátt opna augun núna,, heyrði hann Jósafat skyndilega segja. Baddi opnaði augun, og hann stóð á jörðinni. Hann var alveg yfir sig hissa á þessu. Þeir hlupu burt. Eftir nokkrar mínútur, heyrðist í talstöð sem hékk í beltinu hans Jósafat: ,,Jósafat! innbrot í bakaríinu!,,. ,,ég hitti þig seinna,, sagði Jósafat og hljóp burt.
,,Hann hlýtur að vera eitthvað ofurmenni,, hugsaði Baddi. Baddi gekk burt. Skyndilega komu 15 beinagrindur hlaupandi á móti honum. Badda brá mjög mikið og hljóp inn í eitthvað húsasund. Hann komst að því að þetta var dead end. hann komst ekki lengra! Hann leit við. Beinagrindurnar nálguðust óðum. Skyndilega sá Baddi að Jósafat var uppi á einu húsinu þarna í sundinu. Hann stökk niður og barði beinagrindurnar. Þegar hann loksins stoppaði, var ekkert eftir nema stór beinahrúga. Baddi þakkaði Jósafat mjög mikið. Skyndilega kom beinagrindaeftirlitið. Þeir sópuðu beinin upp og settu aftan í bíl. Þeir keyrðu burt. Baddi gekk út úr húsasundinu. Hann tók eftir því, að það var enginn á ferli. Engir bílar, ekkert fólk, ekki neitt! Baddi leit við. Jósafat var horfinn líka! Hver fjandinn gekk eiginlega á!?!?? Baddi gekk um göturnar. Skyndilega heyrði hann fótatak. Baddi hljóp í felur. Skyndilega komu tvær risavaxnar köngulær. Bitarmarnir voru mjög blóðugir, og þær voru vel feitar. Nú vissi Baddi hvað varð um allt fólkið. Það kom fullt af köngulóm labbandi á eftir þessum tveimur. Baddi læddist inn í byssubúð, og náði sér í tvær skammbyssur og eina vélbyssu. Hann tók eins mikið af skothylkjum og hann gat. Hann hljóp út og skaut þær í tætlur. Það var ein eftir. hann skaut beint í magann á henni, og þá, Badda til mikillar undrunar, valt Jósafat út!!! Hann stóð á fætur og náði sér í byssu úr búðinni. Hann dritaði niður allar köngulær sem komu. Jósafat leit við, og sá köngulær koma þrammandi í þúsundatali. Jósafat hljóp til Badda, og greip í hann. Jósafat lyfti annarri hendinni, og hann tókst á loft!!!! Hann flaug með badda burt frá Bretlandi, og lenti í París.
Hvað er Jósafat? Verður hann ofurskúrkur? Hvað skyldi gerast í París??? Það kemur seinna í ljós!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2007 | 23:36
12. þáttur
Beinagrindin greip í Badda og hristi hann mjög mikið. Baddi varð hræddur, en skyndilega kom einhver kall og opnaði hurðina þeim megin sem beinagrindin var. Maðurinn tók í beinagrindina og henti henni út úr bílnum. Maðurinn settist inn í bílinn og heilsaði Badda. Maðurinn var sallarólegur. Maðurinn stoppaði bílinn og þegar hann fór út, sá Baddi að aftan á jakkanum hans, stóð: Beinagrindaeftirlitið. Baddi fór út úr bílnum og húkkaði sér far. Það stoppaði bíll fyrir honum, og og sat þar við stýrið eldgamall, pínulítill krumpinn kall, sem minnti Badda mjög mikið á Mr. Moleman úr The Simpsons. Baddi settist í bílinn. Gamli kallinn sá einhverja beinagrind við stýrið á einhverjum bíl og byrjaði eitthvað að tauta. ,,Helvítis beinagrindur um allt!!,, sagði hann reiður. Badda brá mjög mikið, því að maðurinn hafði alveg nákvæmlega eins rödd og Mr. Moleman. Baddi varð hálf skelkaður og var viss um að þarna væri Mr. Moleman í mannsmynd. Baddi bað hann um að stoppa þegar hann keyrði framhjá einhverjum bar. Baddi þakkaði fyrir farið, og gekk í átt að dyrunum. Hann stóð alveg upp við þær, og teygði hendina í dyrnar, og opnaði. Baddi gekk ofsa kátur inn og settist við barinn. ,,Einn bjór fyrir mig!,, sagði hann við þjóninn. Þjónninn, sem snéri baki í hann, snéri sér við. Hann horfði reiðilega á Badda, og síðan komu nokkrir mótorhjólagaurar. ,,Aðeins mótorhjólamenn hér!,, sagði einn þeirra reiðilega við Badda. Kýldi manninn, og stökk yfir barborðið. Hann beygði sig, og gramsaði í einhverjum skápum. Hann fann haglabyssu. Baddi skaut upp í loftið, og hótaði öllu illu ef hann fengi ekki bjórinn sinn. Mótorhjólagaurarnir tóku allir upp skammbyssur og miðuðu á Badda. Baddi beygði sig, og hugsaði málið vandlega. Hann leit upp. Í miðju loftinu hékk stór og mikil ljósakróna. Baddi miðaði og skaut á keðjuna. Ljósakrónan féll á gólfið, og kramdi þar af leiðandi helminginn af mótorhjólagaurunum.
Það kom einn hlaupandi og stökk yfir borðið. Baddi snéri haglabyssunni við og barði hann niður. Hann skaut hina niður. Þjónninn var sá eini sem var á lífi. ,,Gefðu mér nú bjórinn sem ég bað um!,, sagði Baddi reiður og miðaði á þjóninn. Þjónninn rétti honum einn bjór og hljóp síðan út. Baddi þambaði bjórinn. Hann sá einn mótorhjólagaur sem var í svakalegum jakka. Baddi tók jakkann og stakk haglabyssunni í beltið sitt. hann gekk út með lykla frá einum kallinum. Hann settist á mótorhjólið hans og brunaði burt. Baddi keyrði og keyrði, en síðan kom löggan á eftir honum. Baddi dró haglabyssuna úr beltinu og skaut á lögreglubílinn. Hann hitti beint í manninn sem keyrði, og bíllinn þeyttist út af veginum. Baddi hélt áfram. Skyndilega komu fullt af löggubílum fyrir framan Badda og gerðu vegatálma. Baddi gaf í fullt og stökk af mótorhjólinu. Baddi lenti á jörðinni, og mótorhjólið þeyttist á löggurnar. Rétt áður en það fór að klessa á, skaut Baddi í bensíntankinn, og mótorhjólið sprakk í tætlur. Lögreglubílarnir sprungu allir. Baddi skaut niður þær löggur sem voru á lífi. Hann hljóp áfram. Eftir að Baddi var búinn að hlaupa í hálftíma, komu löggur fyrir framan hann og líka fyrir aftan hann. Baddi tók upp haglabyssuna, en það var of seint. Löggurnar umkringdu hann og það miðaði hver einasta lögga á hann. Skyndilega kom þyrla. Hún stoppaði beint fyrir ofan Badda, og dyrnar opnuðust. Mr. Moleman kallinn stökk út og lenti á jörðinni. Hann var með vélbyssu, og snéri sér í hringi og dritaði kúlum. Hann skaut niður hverja einustu löggu á svæðinu. Kallinn tók í Badda, og síðan drógust þeir upp í þyrluna. Þeir flugu burt.
Þeir flugu til Englands, og lentu í miðri London borg. Baddi var alveg hreint undrandi á þessum gamla manni, og spurði hver hann væri. Ég er Jósafat J. Jónasson. Ég hef verið í hernum frá því að ég var fimmtán ára! Ég veit ekki um neinn hermann sem er betri en ég! Hann sýndi Badda eitthvað kort. Það var mynd af einhverri eyju, sem hét Ubaka, og var nálægt Afríku. Baddi bennti á hana og sagði: ,,þessi eyja er ekki til,,. ,,Ég veit! En hún var til! Ég sprengdi hana upp aleinn!! Höfðingi eyjarinnar senti hótunarbréf til forseta Bandaríkjanna fyrir 50 árum! Forsetinn varð svo snælduvitlaus, að hann benti á mig og sagði mér að sprengja eyjuna! og það gerði ég!! Ég fór með Hiroshima sprengju, og eina Napalm sprengju, og á 15 mínútum var eyjan horfin!,, Baddi hugsaði til aumingja íbúanna sem höfðu búið á eyjunni. Baddi gekk ásamt Jósafat einhvert um borgina. Skyndilega komu einhverjir grímuklæddir menn í van - bíl og gripu Badda og Jósafat og kipptu þeim inn í bílinn og keyrðu burt.
Hvaða menn voru þetta? Verður Baddi settur í rafmagnsstólinn? Er Jósafat óður vitfirringur? Hver veit?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.7.2007 | 19:06
11. þáttur
Baddi reyndi að losa sig en án árángurs. Hann rúllaði sér áfram. Kallinn í ýtunni jók hraðann. Skyndilega flaug steinn í gegnum gluggann og í hausinn á kallinum. Kallinn rotaðist og beygði frá. Skyndilega slitnuðu böndin. Baddi varð mjög hissa. Baddi hljóp inn í næsta bíl sem hann fann og keyrði burt. Baddi keyrði og keyrði í 7 klukkutíma. Baddi var orðinn mjög þreyttur og sofnaði við stýrið. Þegar Baddi vaknaði voru fullt af einhverju skrýtnu fólki. Það var ekki með nef, og og með hár á enninu, og horn. Baddi varð hræddur og þorði ekki út úr bílnum. Það endaði á því að hann var dreginn út. Það var allt útí klettum, og Baddi leit upp og sá stórt gat. ,,Hvar er ég??,, spurði Baddi undrandi á þessu umhverfi. ,,Þú ert inn í eldfjallinu á Vatnajökli. Við fundum þig í bílnum þínum við fjallið og tókum þig,, Baddi var dreginn áfram. ,,Höfuðpaurinn vill hitta þig,, sagði einn kallanna. Baddi var dreginn inn í eitthvað herbergi. Þar stóð risavaxinn maður. Hann var alveg eins og hitt fólkið nema var eldrauður. Hann var í einhverjum slopp og hélt á einhverjum staf. ,,Hérna er hann herra minn,, sagði einn kallinn. Höfuðpaurinn öskraði ógurlega og beindi stafnum að honum. Það skaust einhver elding úr honum, og bræddi manninn. ,,Enginn talar nema honum sé sagt að tala!,, sagði höfuðaurinn reiður. Höfuðpaurinn leit á Badda og sagði: ,,Ég er Satan! Þú ert kominn til helvítis! MUHAHAHHAHAA!!!!,, Baddi varð hræddur. ,,Farið með hann í pyntingarnar!,, sagði Satan. Baddi öskraði og var síðan dreginn burt. Baddi var settur á einhvern bekk. Það kom einhver kall með nautshaus og hélt á sög. Baddi varð hræddur og sparkaði í hann. Nautshausinn öskraði ógurlega. Baddi stóð upp og náði sér í allskyns pyntingartól og hljóp til Satans. Baddi hljóp inn öskrandi og kastaði tveimur sögum í hann.
Satan fékk þær í aðra hendina og öskraði. Baddi tók upp litla flugbeitta hrífu. Hann hljóp til Satans og skar á honum magann. Næst tók hann upp hýðingartól og hýddi hann soldið. Satan öskraði og öskraði. Að lokum, þegar Baddi var búinn að nota öll tækin, tók hann stafinn og beindi að Satan. Það kom elding og drap Satan. Skyndilega byrjuðu klettar í fjallinu að hrynja. Baddi dreif sig þangað sem hann vaknaði, og leit upp. Þar var holan. Baddi byrjaði að klifra upp. Eftir 10 mínútur var hann kominn upp. Baddi hljóp að brúninni á fjallinu og stökk af fjallinu. Baddi fattaði allt í einu hversu ótrúlega heimskur hann var að stökkva af fjallinu. Baddi lenti ofan í pallinum á vörubíl. Vörubíllinn var fullur rusli. Baddi fékk allavega mjúka lendingu. Baddi klifraði með fram hliðinni á bílnum. Hann fór síðan inn í bílinn. Honum brá mjög mikið, því að bílstjórinn var beinagrind. Beinagrindin leit á Badda, og öskraði. Baddi öskraði líka og ætlaði að opna hurðina, en hún var læst, og Baddi gat ekki tekið læsinguna af.
Hvað gerist núna? af hverju var beinagrind að stýra bílnum? Hvernig fer fyrir Badda? Í næsta þætti gott fólk!
Bloggar | Breytt 3.8.2007 kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2007 | 11:54
10. þáttur
Baddi sá kerru fulla af heyi. Hann skreið að henni og náði að brölta upp í hana. Hann setti hey yfir sig allan og þegar verðirnir komu hlaupandi, urðu þeir steinhissa. Þegar þeir voru farnir fór Baddi upp úr kerrunni. Hann skreið eftir götunni. Skyndilega kom einhver forljótur kall og spurði hvern fjandann væri að honum. Baddi sagðist vera fótbrotinn. Kallinn tók í hann og dró hann á eftir sér. Hann fór með Badda að einhverju litlu húsi. Þeir gengu inn, og Baddi sá að það voru kerti um allt, og spákúlur og fleiri skryngilegir hlutir. Kallinn sagðist vera spákall og galdrakall. Hann gerði einvern galdur á Badda og löppin á honum lagaðist. Baddi fór út og gekk eftir götunni. Þá sá hann sér til mikillar undrunar að dagblað frá nútímanum sveif um loftið. Baddi stökk upp og greip það. Fremst var fréttin: Seiðkarlinn ógurlegi segist ætla að sölsa undir sig heiminn! Nú mundi Baddi skyndilega að Seiðkarlinn breytti öllu. Baddi sá sér til mikillar undrunar, glitta í seiðkarlinn í öllum mannfjöldanum. Baddi hljóp sem óður væri og stökk á hann. Hann tók sverðið sitt og beindi því að hálsinum á honum og hótaði öllu illu ef hann lagaði ekki allt sem hann hafði gert. Seiðkarlinn varð hræddur og fór að gráta. Baddi dró hann út fyrir borgina og undirbjó sig undir að höggva. ,,NEIIIIII!!!!,, öskraði seiðkarlinn. ,,Ég skal laga hlutina,, Baddi varð ánægður og setti sverðið í slíðrið. Seiðkarlinn lyfti höndunum og fór með einhverja galdraþulu. Heimurinn varð venjulegur aftur. Baddi ákvað að hakka seiðkarlinn niður í pínupons kjötbita. Baddi tók upp sverðið og byrjaði að hakka. Eftir 3 klukkutíma var ekkert eftir af honum. Baddi keypti sér farmiða til Íslands.
Þegar hann lenti, var verið á fullu að laga Reykjavík. Baddi keyrði til Akureyrar. Þar var allt komið í lag. Baddi fór og keypti sér hús. Hann fór síðan og ætlaði að kaupa húsgögn. Hann stakk hendinni í vasann á sama augnabliki og hann steig fæti inn í búðina. Þá fattaði hann það hræðilegasta sem hann hafði upplifað. Peningarnir voru búnir! Baddi settist niður og fór að grenja. Hann fór heim, en þá sá hann einhverja menn vera að kasta steinum í húsið og einn var á jarðýtu og keyrði á húsið aftur og aftur. Baddi kom hlaupandi og kastaði steinum í hausinn á mönnunum. Mennirnir urðu reiðir og ákváðu að binda Badda. Baddi var síðan lagður niður á jörðina og kallinn á jarðýtunni ætlaði að keyra yfir hann. Kallinn kveikti á vélinni og keyrði af stað.
deyr Baddi? Hvaða menn voru þetta? Allt í næsta þætti!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)