Jæja

Ég þarf nú að fara að gera eitthvað í þessu bloggi, og mér datt nú í hug að byrja á annarri steypusögu. Í þetta sinn verður sagan um mann að nafni Búri. Og nú byrjar sagan.

 

 

Búri var frekar furðulegur maður og vann sem hreppstjóri. Búra fannst þetta starf alveg æðislegt. En þeir sem voru að vinna fyrir hann voru ekki alltof sáttir. Þeim fannst hann vera harðstjóri, og byrjuðu að leggja á ráðin. Eftir langar umræður kom Búri að þeim þar sem þeir sátu í grænu grasinu og spurði þá afhverju þeir væru að blaðra en ekki tína arfa. Þeir urðu hundfúlir og byrjuðu að tína. En í lok vinnudagsins komu þeir til Búra. Þeir voru allir með hrífur í hendinni, og stukku á hann. Búri varð alveg skíthræddur og reyndi að koma sér úr þessu. En það gekk ekki voða vel, og endaði það á því að Búri var bundinn við stólinn sinn allur útí sárum eftir hrífurnar. Árásarmennirnir hlupu út með blóðugar hrífurnar. Búri náði að standa á fætur, en hann var ennþá með stólinn bundinn við sig. Hann komst að skítugum vinnusímanum, og náði tólinu af. Honum tókst að hringja í 112 með því að nota örmjóa hökuna til að ýta á takkana. Búri vildi fá lögreglumenn og sjúkraliða á svæðið. Hann sagði að það hefði verið ráðist á sig. Eftir stutta stund var allt heila klabbið komið á svæðið og Búri var yfirheyrður af löggunni. þegar sjúkraliðarnir voru búnir að ljúka verki sínu ákvað Búri að elta árásarmennina uppi og stúta þeim. Eftir nokkra daga var Búri búinn að komast að því að einn hefði flúið úr landi. Hann hafði farið til Ameríku, til þess að byrja á nýju lífi. Búri átti enga peninga, þannig að hann byrjaði á því að taka sér stórt lán úr bankanum. Hann tók 20 milljónir. Búri var kominn til Ameríku þremur dögum síðar. Hann spurði starfsfólkið á flugvellinum eftir manninum, og þau könnuðust strax við hann. Þau sögðu að þau hefðu heyrt hann segjast ætla til Los Angeles.

 

Búri fékk far hjá trukkabílstjóra sem var á leiðinni til L.A. Trukkabílstjórinn virtist vera fínn náungi. Búri talaði við hann allan daginn, og trukkabílstjórinn var orðinn frekar pirraður á honum. En á endanum sofnaði Búri. Þegar hann vaknaði, sá hann trukkabílstjórann standa fyrir utan trukkinn og stara út í loftið. Búri fór út og spurði hann hvað hann væro að góna svona mikið á. ,,Þarna eru þær!!!" sagði hann skelkaður og benti beint upp í himininn. ,,Hvað í ósköpunum ertu að tala um?!?!" spurði Búri forvitinn. Trukkabílstjórinn leit á hann og sagði: ,,GEIMVERURNAR!!!!!!!". Búri snéri sér við og labbaði til trukksins. Hann ætlaði að kalla á bílstjórann og snéri sér við. Bílstjórinn var horfinn. Búri leit í kringum sig og gekk að staðnum þar sem hann hafði verið. Þegar hann leit í áttina að trukknum sá hann bílstjórann skríðandi uppi á honum miðandi haglabyssu upp í loftið. Allt í einu gaf hann frá sér stríðsöskur og henti sér niður af trukknum og skaut nokkrum höglum í leiðinni. Hann lenti bara flatur á jörðinni og lá þar hreyfingarlaus. Búri gekk að honum og ætlaði að hjálpa honum á fætur, en þá stökk hann á fætur og sprakk úr hlátri. ,,HAHAHAHAHA!!!! ÉG SKAUT ÞÆR NIÐUR!!!! HAHAHAHAHHA!!!". Búri var orðinn svolítið skelkaður við þennan bílstjóra, en ákvað að halda sig við hann, því að annars kæmist hann ekki til L.A. Þeir settust inn í trukkinn og keyrðu af stað. Búri var steinsofnaður, en hrökk upp við háa bílflautu. Hann sá að bílstjórinn lá meðvitundarlaus á stýrinu, og þess vegna fór flautan í gang. Hann hélt bara að hann væri sofandi og reisti hann upp. Búri öskraði af hræðslu, þegar hann tók eftir því að það var búið að fjarlægja nefið af honum. Nú var bara húð, eins og hann hefði aldrei verið með nef.

 

Bílstjórinn vissi ekki af þessu, og hélt áfram að keyra. Eftir örstutta stund stoppuðu þeir við bensínstöð. Bílstjórinn stökk út og ætlaði á klósettið. Eftir smástund heyrðist öskur innan úr stöðinni. Bílstjórinn kom hlaupandi út og settist inn í trukkinn. ,,Andstyggðirnar tóku af mér nefið!!!!!! Nú skal ég fá hefnd!!!". Búri var orðinn mjög skelkaður. Hann náði að opna bílhurðina, og klifra upp á þakið á bílnum. Þegar hann sá upp á þakið brá honum mikið. Þar sátu nokkrar litlar verur í hring, og ein þeirra hélt á nefi bílstjórans. Hún horfði mikið á nefið, og beit smá bita af því. Verunni fannst nefið greinilega gott á bragðið, og gaf hinum með sér. Skyndilega tóku þær eftir Búra. Það birtust svakalegar byssur í höndunum á þeim og þær skutu á Búra. Búri skaust af trukknum og skall í jörðina. Hann var mjög særður eftir skotið. Bílstjórinn hafði greinilega heyrt í byssunum þeirra, því hann stoppaði, og skyndilega heyrðist hár hvellur og ein veran splundraðist. Þar á eftir stökk trukkabílstjórinn út úr trukknum og klifraði upp á þakið. Hann skaut verurnar, og Búri heyrði hann tauta: ,,Andskoti eru þær pirrandi, þessar geimverur". Eftir að hann var búinn að stúta þeim, þá kallaði hann á Búra. Búri fór til hans, og settist inn í trukkinn. Búri var mjög þreyttur, og sofnaði strax. Þegar hann vaknaði aftur, var hann einhvers staðar úti í óbyggðinni og það voru fullt af geimskipum í kring. Það voru margar litlar geimverur labbandi um með byssur. Ein geimveran var að róta í dótinu hans Búra.

 

Búri leit á bílstjórann, og tók eftir því að það var búið að fjarlægja allt andlitið. Búri náði að halda niðri öskrinu, og reyndi að laumast út úr trukknum. Hann opnaði hurðina, og um leið og hann steig út úr trukknum, voru allar geimverurnar komnar og miðuðu byssum á hann. Búri var settur í pínulítinn klefa sem hann gat varla hreyft sig í. Skyndilega komu geimverurnar. Þær höfðu handsamað geimverufræðing sem hafði verið að vinna á area 51. Geimverurnar létu hann þýða fyrir sig, og komu því til skila að Búri ætti að verða hálshöggvinn.

Skyldi Búri ná að sleppa úr þessu? Er geimverufræðingurinn í rauninni Rambó í dulargervi? Kemur í ljós í næsta þætti...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Nei, þetta er klárlega Rowan Atkinson með sílíkon vöðva implants

Besta setningin:

Andstyggðirnar tóku af mér nefið!!!!!!

Guðríður Pétursdóttir, 23.5.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband