26.6.2008 | 15:52
Litla stúdíóið mitt
Nú er ég búinn að koma upp "stúdíói" í herberginu mínu. Það er nú bara þannig að ég er með agnarsmáa míkrafóninn minn og tengi hann aftan í tölvuna, set hann síðan upp við gítarmagnarann. Svo er ég búinn að setja upp Nuendo í tölvunni, og fyrir þá sem vita ekki hvað það er, þá er það upptökuforrit sem gerir mér kleift að taka upp dúndrandi metal tónlist á gítarinn minn
Og svo setti ég upp EZdrummer, sem er trommuheili, og með honum get ég bætt trommum inn á lögin mín. Svo á maður nú að geta samið sjálfur trommur í gegnum forritið, en ég er ekki kominn nógu vel inn í þetta allt saman ennþá. En semsagt með EZdrummer get ég bætt trommum inn á lögin mín.
Ég eyddi örugglega svona tveimur og hálfum til þremur klukkutímum í litla stúdíóinu mínu og tókst mér að semja og taka upp eitt stykki lag ég er bara mjög sáttur með lagið, sérstaklega af því að þetta er lag númer 2 sem ég hef samið, og sjálfum finnst mér fyrsta lagið ekki nógu flott.Í fyrsta laginu var ég aðeins of ákafur í sólóinu og samdi eitthvað sem ég varla gat spilað. Ég get nú samt spilað það betur núna. Ég þarf bara að reyna að rifja lagið upp (er búinn að gleyma eiginlega öllu, kann ennþá riffin en man ekki neitt í hvaða röð þau voru) og taka síðan lagið upp og setja trommur inná og svoleiðis. Lag númer 2 er samsett úr þremur gíturum, sem ég spila sjálfur á. Það er einn stilltur í clean, og hinir tveir í distortion, eða "insane" eins og það heitir á magnaranum mínum, og einn þeirra er riff gítar, en hinn sóló gítar. Ég ætla að enda þessa "löngu" bloggfærslu mína og snúa mér að einhverju öðru.
Ég eyddi örugglega svona tveimur og hálfum til þremur klukkutímum í litla stúdíóinu mínu og tókst mér að semja og taka upp eitt stykki lag ég er bara mjög sáttur með lagið, sérstaklega af því að þetta er lag númer 2 sem ég hef samið, og sjálfum finnst mér fyrsta lagið ekki nógu flott.Í fyrsta laginu var ég aðeins of ákafur í sólóinu og samdi eitthvað sem ég varla gat spilað. Ég get nú samt spilað það betur núna. Ég þarf bara að reyna að rifja lagið upp (er búinn að gleyma eiginlega öllu, kann ennþá riffin en man ekki neitt í hvaða röð þau voru) og taka síðan lagið upp og setja trommur inná og svoleiðis. Lag númer 2 er samsett úr þremur gíturum, sem ég spila sjálfur á. Það er einn stilltur í clean, og hinir tveir í distortion, eða "insane" eins og það heitir á magnaranum mínum, og einn þeirra er riff gítar, en hinn sóló gítar. Ég ætla að enda þessa "löngu" bloggfærslu mína og snúa mér að einhverju öðru.
Athugasemdir
Maður fær bara flassbakk, Guffi var líka með svona míní stúdíó
þitt hljómar flottara
Þá meina ég sko af lýsingunni að dæma, veit auðvitað ekki hvernig þetta "hljómar"
Guðríður Pétursdóttir, 26.6.2008 kl. 15:59
Vá en spennandi míní stúdíó það er nú meira hvað þú ert komin langt með þetta Snorri minn ég hlakka til að þú sendir mér lag á msn endilega gerðu það við fyrsta tækifæri rúsínan mín ef þú vilt er það þetta forrit sem Guffi var að hjálpa þér með í gær
Ragnhildur Pálsdóttir, 26.6.2008 kl. 17:22
líst vel á þetta hjá þér Snorri
Vignir, 26.6.2008 kl. 18:18
Guðríður: hehehe, ég held að Guffa stúdíó hafi verið betra af því að hann var með betri míkrafón og svoleiðis... Ragga: ég skal senda þér lag við fyrsta tækifæri og já, þetta er forritið sem Guffi var að hjálpa mér með. Vignir: takk
Snorri Þorvaldsson, 26.6.2008 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.