6.11.2008 | 19:31
smásaga 5
Maðurinn gekk beint upp og inn í herbergið þeirra. Angus öskraði af hræðslu, og tók lítið blað og sagðist ætla að skera hann. Maðurinn kastaði Angusi til hliðar, og barði Janus niður. Maðurinn gekk beint að He-Man, og ætlaði að drepa hann. He-Man var að sjálfsögðu með ofur-snögg viðbrögð, og varði höggið. Hann sparkaði manninum út um gluggann, og hoppaði síðan á eftir honum út. Angus og Janus litu út um gluggann, og sáu manninn hlaupa burt og He-Man á eftir. Angus leit við, og sá þá að það voru komnir þrír menn inn í herbergið. Þeir héldu allir á stórum hnífum, og ætluðu að ráðast á þá. Þeir hlupu allir þrír í áttina að Angusi, en Janus stökk í veg fyrir þá. Mennirnir tóku bara hnífana og stungu Janus niður. Janus öskraði og datt út um gluggann. Þeir ætluðu að fara að stinga Angus, en þá kom He-Man inn um gluggann, og drap mennina. Þegar hann drap einn þeirra, þá missti maðurinn hnífinn sinn, og hnífurinn lenti í öxlinni á He-Man. He-Man datt í jörðina, og Angus ætlaði að búa um sárið. ,,Nei! ég er ofurmenni!" sagði He-Man og stóð á fætur. Hann hoppaði út til Janusar. Angus fór á eftir honum, og Janus var að drepast. He-Man læknaði hann og þeir héldu áfram. Þeir ákváðu að reyna að finna út af hverju það var ráðist á þá. Þeir fóru inn á bar, og spurðu hvort að einhver hefði séð mennina. Margir sögðust hafa séð þá, og sögðu að þetta væru þjónar Bortmanns, sem var fyrrum hershöfðingi. Bortmann átti heima fyrir utan bæinn. Þeir fóru þangað, og þá komu fullt af svona mönnum eins og í bænum. He-Man drap þá alla, og þeir brutust inn í hús Bortmanns. Bortmann var ekki heima, og þeir fóru að gramsa í dótinu hans.
Skyndilega heyrðust einhver undarleg hljóð úr kjallaranum. Angus og Janus urðu skelkaðir, og He-Man fór og opnaði hurðina. Þá komu upp margar verur, og réðust á þá. He-Man náði ekki að drepa þær allar, og þær hlupu út. Eftir nokkra klukkutíma var Bortmann ekki kominn, og það var orðið niðamyrkur úti. Þeir fóru aftur í bæinn. Þeim til mikillar undrunar, þá voru allir bæjarbúar dauðir, og allir voru í tætlum. Nokkur hús voru í ljósum logum, og svo sáu þeir stóran hóp af verum labbandi eftir götunni, og fremst var ein stærri vera. Þeir hlupu í felur og fylgdust með verunum. Eftir smástund, breyttist stærsta veran í mann. Þeir sáu að þetta var Bortmann. Bortmann skipaði verunum fyrir, og þær hlýddu honum. Angus vissi nú að Bortmann var höfuðpaurinn í öllum þessum veruherum. He-Man ætlaði að drepa Bortmann, og læddist aftan að verunum, og hjó í þá öftustu. Hún datt í jörðina með risastórt sár á maganum. Sárið lagaðist og hún stóð aftur upp og hélt áfram að berjast. Verurnar voru ódrepandi þegar Bortmann var nálægt. He-Man barðist og barðist, en síðan mynduðu verurnar stóran hóp og stukku á He-Man. He-Man grófst undir verunum. Angus og Janus heyrðu bara öskrin í He-Man. Janus hnerraði, og Bortmann tók eftir þeim. Hann skipaði öllum verunum á eftir þeim. Angus og Janus byrjuðu að hlaupa. He-Man stóð upp af jörðinni, alblóðugur. Bortmann ætlaði að drepa hann, og tók sverð og stakk hann í magann. He-Man öskraði og datt í jörðina. Bortmann stakk He-Man aftur, en núna í öxlina. Angus og Janus hlupu áfram og áfram, og verurnar hratt á eftir. Þeir hlupu inn á blindgötu, og litu við. Allar verurnar voru komnar, og ætluðu að ráðast á þá. En þá lenti kunnuglegur maður á milli þeirra. Berti var kominn aftur!
Berti drap verurnar og dró þá burt. Hann fór með þá úr bænum. ,,En hvað um He-Man?!?!" spurði Angus. ,,Hann er örugglega steindauður!" svaraði Berti. Angus var ekki sáttur með það, og stoppaði. ,,Ég ætla að bjarga He-Man!" sagði hann og hljóp til baka. Berti sleppti ekki takinu á Janusi og hélt áfram að hlaupa.
Hvernig skyldi þetta nú fara? Er Berti búinn að vera svikari allan tímann? Er He-Man virkilega dauður? Er Bortmann aðal-vondikallinn?
Athugasemdir
já mig grunaði berta um græsku
og he-man deyr aldrei því HANN ER OFURMENNI
Guðríður Pétursdóttir, 10.11.2008 kl. 22:08
en He-Man gææææti líka alveg verið loddari, ......hver veit
Snorri Þorvaldsson, 12.11.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.