fáránlegt!

Mig dreymdi alveg fáránlegan draum í nótt! Ég átti að fara í einhverja veislu, og guffi bróðir og ég fórum á undan hinum. Við keyrðum upp einhvað geðveikt bratt fjall, og þegar við komum upp þá var einhver höll þar, og síðan annað hús þar við hliðina, og þar var allt út í blöðrum. Við fórum þar inn, og síðan var mér kippt út aftur af einhverjum gaur, og síðan fór ég aftur inn, en þá voru allir horfnir. Ég fór að leita, og lenti inn í einhverju herbergi þar sem að psycho-kennarinn úr skólanum mínum var að kenna, og fullt af bekkjarfélögum mínum voru þar inni. Ég spurði vin minn hvað þau væru að gera hérna, og hann sagði ,,læra samfélagsfræði". Eftir smástund komst ég út, og fór inn í næsta herbergi. Það var einhvað fundarherbergi, og ég dreif mig þaðan út. Síðan kom besti vinur minn með gítar frá guffa, og sagði að ég hefði gleymt honum hjá sér. Ég tók gítarinn og síðan kom mamma, og spurði mig hvar ég hefði verið, og ég man ekki meira.

Þetta er sennilega sá ruglingslegasti draumur sem mig hefur dreymt lengi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já, næturnar geta verið ævintýralegar.

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.11.2008 kl. 12:28

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hahah skárri en draumurinn sem mig dreymdi í nótt.. mig dreymdi að Bubbi Morthens væri genginn af göflunum af því Steingrímur J.hafði sagt eitthvað slæmt um bókina hans(ekki spurja mig hvaða bók..) og sparkaði í hann og lamdi hann.. Svo tók hann bara upp byssu og fór að skjóta alla...!

Mér leið ekki vel þegar ég vaknaði

Guðríður Pétursdóttir, 8.11.2008 kl. 17:50

3 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

hahaahahahahhahahah!

Snorri Þorvaldsson, 9.11.2008 kl. 01:33

4 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

hvaða bók btw???

Snorri Þorvaldsson, 9.11.2008 kl. 01:34

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég veit það nefninlega ekki, veit ekki til þess að bubbi hafi nokkurntíman gefið út bók...!!?!?!?!

Guðríður Pétursdóttir, 10.11.2008 kl. 01:16

6 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

hahah veit, ég var bara að þessu til að pirra þig, og það tókst greinilega ekki:P

Snorri Þorvaldsson, 10.11.2008 kl. 21:43

7 identicon

Bubbi hefur nú gefið út allavega 2 bækur, eina um laxveiði sem heitir eitthvað í áttina: Að kasta flugu í straumvatn er að tala við guð, og síðan gaf hann líka út barnabók um silunga. Svo kom út "ævisaga" hans þegar hann var 27 ára minnir mig.

Guðjón Már (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:02

8 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

já ok, snilld:D

Snorri Þorvaldsson, 12.11.2008 kl. 14:42

9 Smámynd: Ragnhildur Pálsdóttir

Draumar eru ótrúlegir....og þessi er mjög spes

Ragnhildur Pálsdóttir, 13.11.2008 kl. 16:26

10 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Hahah, alltaf gaman af súrum draumum, manni hefur nú dreymt marga slíka. Man eftir einum þegar ég var með mesta Jurassic Park æðið, dreymdi að ég ætti grameðlu sem gæludýr sem ég geymdi í búri á bakvið húsið, fór svo stundum með hana í göngutúr, nema hvað hún var svo hrædd að fara úr búrinu að hún stökk upp og hékk í grindinni efst í búrinu.

Náði samt á endanum að koma háls-ólinni á hana og teymdi hana með mér í göngutúr um Stokkseyri.

Guðfinnur Þorvaldsson, 17.11.2008 kl. 18:09

11 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

hahahahahahhahhaah

Snorri Þorvaldsson, 17.11.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband