sáttur með Lakers

ég verð nú að segjast nokkuð sáttur með frammistöðu Lakers núna hingað til. Næst-sigurhæsta liðið í NBA, og munaði bara einum leik á milli Lakers og hæsta liðsins, sem var Cleveland. Og núna í playoffunum eru þeir nú búnir að vera að standa sig frábærlega. Í keppninni gegn Utah unnu þeir 4 af 5 leikjum, og unnu alltaf með 10 stiga mun, eða meira. Reyndar er ég ekki sáttur með 8 stiga tapleik núna í nótt, gegn Rockets. Þeir hefðu nú getað gert betur en það. En það breytir engu, því Lakers fara örugglega áfram yfir Rockets.

 

Úr Rockets leiknum;

 Lakers megin:

Meistari Kobe Bryant stigahæstur með 32 stig, 8 varnarfráköst og 4 stoðsendingar.

Pau Gasol var nokkuð góður í leiknum, þótt hann hafi skorað hærri stig;

14 stig, 13 fráköst samtals (5 sóknar og 8 varnar) og 4 stoðsendingar.

Trevor Ariza var með 10 stig, 4 varnarfráköst og 1 stoðsendingu.

Andrew Bynum var líka með 10 stig, en tók þó bara 3 fráköst, sem er nú nokkuð skrýtið þar sem hann spilar center-stöðuna og nær oft mörgum fráköstum. Hann gaf 1 stoðsendingu.

 Lamar Odom var með 9 stig, 5 fráköst (1 varnar og 4 sóknar) og 3 stoðsendingar.

Derek Fisher var með 8 stig, 4 fráköst (1 sóknar og 3 varnar) og gaf 3 stoðsendingar.

 þá er það komið Lakers megin.

 

Rockets megin;

Hjá Rockets var hann herra Yao Ming stigahæstur, með 28 stig, 10 fráköst (1 sóknar og 9 varnar), og gaf enga stoðsendingu.

Ron Artest kom á eftir Yao með 21 stig, 3 fráköst (1 sóknar og 2 varnar) og gaf 7 stoðsendingar.

Aaron Brooks var sæmilegur í leiknum með 19 stig, 2 fráköst (bæði varnar) og 2 stoðsendingar.

Luis Scola var með 10 stig, 8 fráköst (1 sóknar og 7 varnar) og gaf 3 stoðsendingar.

Shane Battier var með 6 stig, 3 fráköst (öll varnar) og eina stoðsendingu.

 Kyle Lowry var með 6 stig, 4 fráköst (öll varnar) og 2 stoðsendingar.

Carl Landry var með 7 stig, 2 fráköst (1 varnar og 1 sóknar) og enga stoðsendingu.

 

Skotnýting Rockets var 47,9% en 44,3% hjá Lakers.

Lakers voru aðeins með 11,1% þriggja stiga nýtingu, en Rockets með 27,8% nýtingu þar.

Rockets voru með 86,2% vítanýtingu, en Lakers með 63,2%.

Rockets voru með 38 stig í paintinu, en þar voru Lakers hins vegar með 50.

En leikurinn endaði með því að Rockets vann með 8 stiga mun.

En ég kvíði engu, Lakers munu svo sannarlega komast yfir Rockets.


setupið mitt

ég ætlaði bara að setja inn myndir af öllum græjunum mínum.

 

En þær eru:

Heimabíó:

PSX.is - Setup 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PSX.is - Setup 003

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bassaboxið:

PSX.is - Setup 004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PC tölvan:

 

PSX.is - Setup 005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

og að lokum:

PS3 leikjasafnið!

 

PSX.is - Setup 001

 

 

 

 

 

 

 

 

þá er það komið!! 


chuck norris dagsins

Í þetta skiptið er Chuck Norris dagsins:

 

"there is no 'ctrl'  button on Chuck Norris's computer. Chuck Norris is always in control."


Chuck Norris dagsins!

til að færa smá líf í þessa bloggsíðu ætla ég að fara að koma reglulega með Chuck Norris dagsins, þeas sniðuga staðreynd um herra Norris.

Ég byrja bara á einu skemmtilegu, og þar sem þetta er official byrjunardagurinn á þessu hjá mér verður svona special treat, þannig það verða TVÆR staðreyndir!!;

 

 Chuck Norris is the reason why Waldo is hiding.

 

When Chuck Norris does a pushup, he isn't lifting himself up, he's pushing the earth down.

Chuck Norris er alltaf skemmtilegurLoL

Fyrir þá sem ekki vita á Chuck Norris að vera svona mesti badass gaur í öllum heiminum, svalasti maður veraldar og svoleiðis...


þvílík steypa!

það er nú meiri vitleysan sem mann getur dreymt á næturnar!

 

mig dreymdi nú í nótt að NBA liðið L.A. Lakers voru í einhverju stríði eða einhverju svoleiðis, og gekk það heillengi áfram, en síðan þegar þeir voru að fara varð einn leikmaðurinn eftir afþví að hann festist inni í einhverjum litlum helli, og stór steinn fór fyrir útganginn. En síðan rétt áður en að þeir fóru kom einhvað svaka hetjulag og leikmaðurinn lyfti steininum með miklum erfiðleikum, og hljóp út. Þá var allt í slow motion og hann var undir svaka skothríð, og hetjulagið enn í gangi! Ég man nú eiginlega ekki meira, en þetta var aldeilis steypa!


Frekar fyndinn atburður

ég skaust uppá selfoss í kvöld með vinum mínum, og þetta var fyrsta "official" hljómsveitaræfingin okkar. Við fengum að æfa í félagsmiðstöðinni, og vorum rétt að byrja, og vorum að spila fjöllin hafa vakað, þegar þrír selfyssingar koma inn í herbergið. Einn þeirra segjir "Naunau! fjöllin hafa vakað!" og svo segjir einn strákurinn við mig "GAUR! ég á aaaaaalveg eins gítar! ég get sannað það!" svo settist hann við hliðina á mér og dregur upp síma. Hann sýnir mér einhverja mynd af gítar sem er alveg eins og minn. Ég sagði bara "kúl" og hélt áfram að spila. Tók eitthvað smá sóló, og strákurinn flippar af spenningi! svo eftir smástund var hann farinn að stara á gítarinn, og segjir síðan "ÉG VERÐ AÐ FÁ AÐ SMAKKA HANN AÐEINS!". Hann fær gítarinn í hendurnar og byrjar að spila, alveg hræææðilega. Svo voru þessir strákar þarna það sem eftir var af æfingunni. Svo þegar við vorum að fara, þá dró hann til sín slatta af öðrum krökkum, og sagði síðan "þessi gaur er sjúkur!!! þessi þarna!" og benti á mig. Svo sagði hann "Hann kann að spila through the fire and flames!" (sem er fááááááránlega erfitt lag eftir hljómsveitina Dragonforce). Þá segjir einn af hinum "NEI! er það!?!?!?!?". Svo bætti ég við "ég kann nú bara byrjunina", og þá sagði hann, "en byrjunin er laaaaang erfiðust!". Og hún er það ekki. Hún er sennilega það léttasta við allt lagið! Svo var hann orðinn svo æstur í að syngja að við sögðumst ætla að taka hann í "söngvaraprufu" á mánudaginn, til að róa hann niður. Hann varð auðvitað kátur með það! Svo þegar við vorum að fara, þá segjir hinn gítaristinn í hljómsveitinni okkar við hann "við gefum þér eiginhandaráritanir á mánudaginn!" og hann varð alveg himinlifandi!

 

Semsagt á mánudaginn verður næsta æfing hjá okkur, og þá ætlar þessi hressi piltur að mæta á staðinn aftur! og fara í "söngprufu", og svo bað hann mig um að kenna sér á gítar!LoL

Ég verð nú að segja að þetta lítur vel út fyrir framtíð hljómsveitarinnar. Bara ein æfing búin, og strax kominn einn trítilóður aðdáandi!LoL og það sem mér finnst með því fyndnara við þetta, þetta var svona cirka 15 - 16 ára gaurW00t


...ef þú kannt á síma, fáviti

Ég fann fullt af fóstbræðraklippum á youtube, meðal annars Særingarmaðurinn.

Þetta er alveg frábært atriði:D hérna er það:

 

Það er einhvað smá partý í gangi, og einn er að segja brandara.

jón gnarr kemur inn og segjir: ,,Hey! ég kom hérna með særingarmann í partýið!"

Svo kemur sigurjón inn í svörtum slopp með svakalega hettu.

Jón gnarr segjir: ,,heyrðu, þú byrjar bara þegar þú ert tilbúinn"

Sigurjón segjir: ,,þakka þér, rauðhaus", svo lítur hann á konu sem situr við hliðina á jón og segjir: ,,er þessi fituhlussa konan þín?"

Hann sér mann í hjólastól og segjir: ,,ó, halló fatlafól, ókst þú í veg fyrir valtara?"

svo segjir einn kallinn sem situr þarna: ,,Hvað er þetta maður? veður bara hérna inn og særir fólk!"

Sigurjón segjir: ,,ó fyrirgefðu, herra feita rassgat. ég vissi ekki að þú kynnir að tala, tók ekki eftir því".

Hann gengur framhjá benedikt, sem var með hárkollu. Sigurjón tekur hárkolluna af og segjir: ,,Vúps!"

svo kemur smá klippa þar sem þau öll eru grátandi, og svo heyrist: ,,særingarmaðurinn! hringdu núna!" og svo kemur klippa af sigurjóni, og hann segjir: ,,ef þú kannt á síma, fáviti".

 

þetta er alveg frábært atriði, og fóstbræður eru algjörir snillingar:D


eldur!

það kviknaði í hérna rétt hjá húsinu mínu! það eru fjórir slökkviliðsbílar í augnablikinu, tveir löggubílar, og sjúkrabíll, blaðamenn, og fullt af forvitnu fólki! ég tók eftir að þetta var að byrja þegar ég var að koma heim úr skólanum, þá var það lítill og ljós reykur að ég hélt nú bara að það væri verið að blása burt snjó eða einhverju svoleiðis, en svo fór að koma miklu meiri reykur og svoleiðis...

kvöldvaktin...? eða kannski morgunvaktin?

ég sá mér til mikillar ánægju við lesturinn á morgunblaðinu (minnir mig) að snillingurinn Jón Gnarr er byrjaður að skrifa framhaldsþætti af dagvaktinni! Það stóð að hann væri alveg viss um að þeir færu í framleiðslu:D Ég get ekki beðið eftir að þeir komi í sjónvarpið!  Ég var að horfa á síðasta þáttinn af dagvaktinni, og það var frekar skemmtilegur endir á þáttunum:D ég segji ekki orð til að skemma ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð þá;)


meðalgreindi mannapi!

ég er búinn að vera að horfa á dagvaktina, og hún er bara algjör snilld! eitt af því besta sem hefur komið í íslensku sjónvarpi, en ekkert toppar fóstbræður:P

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband