7.11.2008 | 16:10
fáránlegt!
Mig dreymdi alveg fáránlegan draum í nótt! Ég átti að fara í einhverja veislu, og guffi bróðir og ég fórum á undan hinum. Við keyrðum upp einhvað geðveikt bratt fjall, og þegar við komum upp þá var einhver höll þar, og síðan annað hús þar við hliðina, og þar var allt út í blöðrum. Við fórum þar inn, og síðan var mér kippt út aftur af einhverjum gaur, og síðan fór ég aftur inn, en þá voru allir horfnir. Ég fór að leita, og lenti inn í einhverju herbergi þar sem að psycho-kennarinn úr skólanum mínum var að kenna, og fullt af bekkjarfélögum mínum voru þar inni. Ég spurði vin minn hvað þau væru að gera hérna, og hann sagði ,,læra samfélagsfræði". Eftir smástund komst ég út, og fór inn í næsta herbergi. Það var einhvað fundarherbergi, og ég dreif mig þaðan út. Síðan kom besti vinur minn með gítar frá guffa, og sagði að ég hefði gleymt honum hjá sér. Ég tók gítarinn og síðan kom mamma, og spurði mig hvar ég hefði verið, og ég man ekki meira.
Þetta er sennilega sá ruglingslegasti draumur sem mig hefur dreymt lengi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.11.2008 | 19:31
smásaga 5
Maðurinn gekk beint upp og inn í herbergið þeirra. Angus öskraði af hræðslu, og tók lítið blað og sagðist ætla að skera hann. Maðurinn kastaði Angusi til hliðar, og barði Janus niður. Maðurinn gekk beint að He-Man, og ætlaði að drepa hann. He-Man var að sjálfsögðu með ofur-snögg viðbrögð, og varði höggið. Hann sparkaði manninum út um gluggann, og hoppaði síðan á eftir honum út. Angus og Janus litu út um gluggann, og sáu manninn hlaupa burt og He-Man á eftir. Angus leit við, og sá þá að það voru komnir þrír menn inn í herbergið. Þeir héldu allir á stórum hnífum, og ætluðu að ráðast á þá. Þeir hlupu allir þrír í áttina að Angusi, en Janus stökk í veg fyrir þá. Mennirnir tóku bara hnífana og stungu Janus niður. Janus öskraði og datt út um gluggann. Þeir ætluðu að fara að stinga Angus, en þá kom He-Man inn um gluggann, og drap mennina. Þegar hann drap einn þeirra, þá missti maðurinn hnífinn sinn, og hnífurinn lenti í öxlinni á He-Man. He-Man datt í jörðina, og Angus ætlaði að búa um sárið. ,,Nei! ég er ofurmenni!" sagði He-Man og stóð á fætur. Hann hoppaði út til Janusar. Angus fór á eftir honum, og Janus var að drepast. He-Man læknaði hann og þeir héldu áfram. Þeir ákváðu að reyna að finna út af hverju það var ráðist á þá. Þeir fóru inn á bar, og spurðu hvort að einhver hefði séð mennina. Margir sögðust hafa séð þá, og sögðu að þetta væru þjónar Bortmanns, sem var fyrrum hershöfðingi. Bortmann átti heima fyrir utan bæinn. Þeir fóru þangað, og þá komu fullt af svona mönnum eins og í bænum. He-Man drap þá alla, og þeir brutust inn í hús Bortmanns. Bortmann var ekki heima, og þeir fóru að gramsa í dótinu hans.
Skyndilega heyrðust einhver undarleg hljóð úr kjallaranum. Angus og Janus urðu skelkaðir, og He-Man fór og opnaði hurðina. Þá komu upp margar verur, og réðust á þá. He-Man náði ekki að drepa þær allar, og þær hlupu út. Eftir nokkra klukkutíma var Bortmann ekki kominn, og það var orðið niðamyrkur úti. Þeir fóru aftur í bæinn. Þeim til mikillar undrunar, þá voru allir bæjarbúar dauðir, og allir voru í tætlum. Nokkur hús voru í ljósum logum, og svo sáu þeir stóran hóp af verum labbandi eftir götunni, og fremst var ein stærri vera. Þeir hlupu í felur og fylgdust með verunum. Eftir smástund, breyttist stærsta veran í mann. Þeir sáu að þetta var Bortmann. Bortmann skipaði verunum fyrir, og þær hlýddu honum. Angus vissi nú að Bortmann var höfuðpaurinn í öllum þessum veruherum. He-Man ætlaði að drepa Bortmann, og læddist aftan að verunum, og hjó í þá öftustu. Hún datt í jörðina með risastórt sár á maganum. Sárið lagaðist og hún stóð aftur upp og hélt áfram að berjast. Verurnar voru ódrepandi þegar Bortmann var nálægt. He-Man barðist og barðist, en síðan mynduðu verurnar stóran hóp og stukku á He-Man. He-Man grófst undir verunum. Angus og Janus heyrðu bara öskrin í He-Man. Janus hnerraði, og Bortmann tók eftir þeim. Hann skipaði öllum verunum á eftir þeim. Angus og Janus byrjuðu að hlaupa. He-Man stóð upp af jörðinni, alblóðugur. Bortmann ætlaði að drepa hann, og tók sverð og stakk hann í magann. He-Man öskraði og datt í jörðina. Bortmann stakk He-Man aftur, en núna í öxlina. Angus og Janus hlupu áfram og áfram, og verurnar hratt á eftir. Þeir hlupu inn á blindgötu, og litu við. Allar verurnar voru komnar, og ætluðu að ráðast á þá. En þá lenti kunnuglegur maður á milli þeirra. Berti var kominn aftur!
Berti drap verurnar og dró þá burt. Hann fór með þá úr bænum. ,,En hvað um He-Man?!?!" spurði Angus. ,,Hann er örugglega steindauður!" svaraði Berti. Angus var ekki sáttur með það, og stoppaði. ,,Ég ætla að bjarga He-Man!" sagði hann og hljóp til baka. Berti sleppti ekki takinu á Janusi og hélt áfram að hlaupa.
Hvernig skyldi þetta nú fara? Er Berti búinn að vera svikari allan tímann? Er He-Man virkilega dauður? Er Bortmann aðal-vondikallinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2008 | 23:30
verð að prófa þetta!
fann algjöra snilld á kvikmynd.is sem ég er algjörlega tilneyddur til þess að prófa!
þetta er bara svo einfalt eitthvað:D
http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=9&id=7518
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.10.2008 | 20:12
smásaga 4
Um nóttina tóku þeir sér hvíld og sofnuðu. Berti átti erfitt með að sofna, og gat ekki hætt að einbeita sér að sárinu. Næsta morgun, reis Angus á fætur, og sá Berta hvergi. Hann sá að Janus var horfinn. Angus vakti He-Man, og þeir félagar fóru að leita að þeim. Eftir smástund fundu þeir blóðslóð. Þeir fylgdu henni, þangað til þeir komu að Janusi alblóðugum á jörðinni. Hann var meðvitundarlaus, og allur úti í djúpum skurðum. Angus sá að þetta voru eins skurðir og eftir verurnar. Þeir lyftu Janusi upp og fóru með hann til baka. Þeir reistu smá tjald úr stuffi sem He-Man dró upp úr rassvasanum. Þeir settu Janus inn og vöktu hann. Hann var skelfingu lostinn, og sagði að ein af verunum hefði ráðist á sig. Þeir fóru út, en tóku eftir einu sem þeir höfðu ekki tekið eftir áður. Sverðið sem hann var alltaf með í handleggnum lá á jörðinni fyrir framan tjaldið. Angus tók það upp, og ákvað að geyma það, ef hann þyrfti að berjast. Eftir smástund ætluðu þeir að leita að Berta. Það var komið kvöld. Janus var orðinn heilbrigður aftur, og þeir þrír lögðu af stað. Eftir góða stund, heyrðu þeir öskur. Þeir eltu hljóðið, og komu að veru sem stóð yfir líki og kjamsaði á kjötbitum. Þeir tóku eftir því að það vantaði aðra hendina á veruna, og það var djúp hola inní hendinni, alveg eins og eitthvað hefði stungist þangað. Þeir ákváðu að njósna um veruna, svo að þeir héldu sig í hæfilegri fjarlægð. Veran tók ekki eftir þeim, og þeir eltu hana. En eftir smástund hnerraði Janus, og veran leit snöggt við, og byrjaði að hlaupa. Þeir hlupu allir í áttina að tjaldinu. Veran náði þeim og stökk á He-Man. En soddans hörkutól eins og He-Man var, henti bara verunni af sér og tók sverðið af bakinu.
Angus tók sverðið hans Berta, og réðst á veruna. Veran sló Angus, og hann skaust á Janus, og þeir báðir duttu í jörðina. He-Man greip í heila handlegginn á verunni og sveiflaði henni í hringi, og sleppti henni síðan. Veran skaust í tjaldið og reif það niður. Það var að koma morgunn. Þeir hlupu allir þrír að verunni til þess að ljúka verkinu. En þegar þeir komu að henni, sáu þeir að hún var að ummyndast. Hún var að verða að manni, og eftir örstutta stund, sáu þeir allir hver þetta var. Berti lá á jörðinni og engdist um. Blóðið lak úr hálfa handleggnum. Það virtist eins og sárið yrði alltaf eins og nýtt þegar hann breyttist. Hann öskraði og öskraði, og He-Man reisti nýtt tjald, og þeir settu hann þar inn. Síðan fóru þeir að tala um hvað ætti að gera við hann. ,,Hann fer að breytast hverja einustu nótt, og bráðum verður hann algjörlega að veru" sagði He-Man, og lagði til að hann yrði hlekkjaður niður og bundinn, og settur í kassa það sem eftir væri af ferð þeirra yfir eyðimörkina. Berti var ekki sáttur með þá tillögu, og þeir vissu ekki hvað þeir ættu að gera við hann. Berti sýndi þeim sárið og sagði þeim að það væri að orsaka það að hann væri að breytast í veru. Janus stakk upp á því að það væri skorin hin hendin af, með sárinu, og þá kannski væri þetta bara búið. Berti þvertók fyrir það, og sagði þeim að hlekkja hann niður yfir nóttina, og þeir myndu taka loka ákvörðun daginn eftir. Þeir samþykktu það allir og héldu síðan áfram förinni. ,,Við þurfum að komast yfir eyðimörkina, og þá er bær þar sem við getum hvílt okkur í" sagði He-Man.
Þegar það var komin nótt settu þeir Berta á eitthvað bretti og hlekkjuðu hann niður. Hann var alveg pikkfastur, og gat ekkert hreyft sig. Næsta morgun var Berti horfinn, og hlekkirnir brotnir. Þeir tóku sér vopn og fóru að leita að honum. Þeir fundu hann þar sem hann lá steinsofandi á jörðinni. Annar fóturinn var orðinn alveg eins og á verunum. Meðan hann var sofandi tóku þeir sér ákvörðun. Angus og He-Man tóku sverðin, og stungu hann til dauða. Þeir grófu líkið í sandinn, og héldu áfram ferðinni. Eftir nokkra klukkutíma komu þeir að bænum. þeir fundu sér gistihús, og leigðu herbergi yfir nóttina. Stuttu síðar kom skuggalegur maður og spurði um þá. Maðurinn fékk að vita í hvaða herbergi þeir væru, og fór þangað, og tók upp sverð.
Hvernig skyldi þetta nú fara? Er Berti virkilega dauður??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2008 | 16:40
Ekkert smá fyndið!
ég rakst á video á kvikmynd.is, og ég hélt að ég myndi drepast úr hlátri þegar ég sá það! það er nú þannig að þessi sniðugi maður er búinn að blása upp risavaxna blöðru, sem hann ætlar svo að reyna að koma sér inn í, og endar það með miklum erfiðleikum. Þetta er algjööööör snilld, og allir verða að sjá þetta!
>>> http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=3730 <<<
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.10.2008 | 01:39
Gítarinn á fullu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2008 | 17:12
smásaga 3
jæja, ég sit bara heima í veikindum og hlusta á meistara Malmsteen, og ákvað síðan að halda sögunni gangandi.
Þeir félagar veltu fyrir sér hvað væri í gangi, og stóðu á fætur. Þeir litu út úr litla tjaldinu sem þeir voru í. Þar fyrir utan stóð lítill reiður kóreubúi með skammbyssu í hendinni. Hann sá þá og miðaði byssunni á þá. Berti greip í byssuna, og hjó manninn niður með sveðjuhandleggnum. Þeir læddust út og sáu tjald fullt af vopnum. Þeir hlupu þangað, og náðu sér í vopn. Þeir hugsuðu að þeir væru á móti kóreubúunum fyrst að hann réðst á þá. Þeir fóru út, en voru soldið confused, því að þeir sáu bara kóreubúa, og svo öðruvísi-búninga kóreubúa, og þeir voru allir að berjast. Eftir smástund, þagna lætin, og allir líta við á þá. Allir snéru byssunum að þeim, og byrjuðu að skjóta. Þeir voru búnir að komast að því að þeir væru hlutlausir í þessum bardaga, og ætluðu bara að reyna að komast burt. Þeir skutu eins og þeir gátu, og hlupu síðan burt. Kóreubúarnir voru með svo afskaplega stutta fætur að þeir héldu ekki í við þá, og drógust aftur úr. Þeir komust í felur, en eftir smástund kom einn kóreumannahópur gangandi framhjá, en tók ekki eftir þeim. Þeir gripu allir í andlitið á sér, og rifu það af. Þá sáu Angus og félagar að þetta voru verurnar, sem þeir höfðu lent í áður. Verurnar snéru sér við og sáu þá, og komu hlaupandi. Þeir drituðu þær niður, en þá komu allir kóreubúarnir, og gerðu nákvæmlega það sama og hinar verurnar, rifu andlitið af og hlupu. Þeir urðu frekar skelkaðir og hlupu af stað. Þeir voru orðnir mjög þreyttir, og litu við. Verurnar voru ekki lengur á eftir þeim. Þeir stoppuðu, og leituðu að leið út úr herbúðunum, sem voru umluktar stórum veggjum.
Skyndilega kom einhver kall sem leit alveg eins út og He-Man, og sagði þeim að elta sig. Hann var í hergalla, og með handsprengjur um mittið. Þeir hlupu á eftir honum að útganginum, en þá snéru þeir sér við, og sáu allar verurnar koma hlaupandi, þær voru allavega 1000. Kallinn sagði þeim að hlaupa burt. Hann leit á verurnar, reif af sér gallann, og kom þá í ljós He-Man búningur, og hann tók sverð af bakinu og öskraði "I HAVE THE POWER!!", og byrjaði að buffa verurnar. Angus og félagar hlupu af stað, en litu við til þess að tékka á He-Man, og sáu hann hlaupandi í áttina til þeirra með skelfingarsvip á andlitinu, og allar verurnar á eftir, og ein þeirra hélt sverðinu hans hátt á lofti. Þeir héldu áfram að hlaupa, en þeir voru í eyðimörk og það var svo heitt að þeir gáfust upp og duttu í sandinn. Verurnar komu hlaupandi og ætluðu að drepa þá, en skyndilega stóð Berti á fætur og skar þær allar niður, hvert einasta stykki! Meira að segja He-Man var undrandi á þessu. Berti var nokkuð stressaður þegar hann sá stórt sár á heila handleggnum, útaf einni verunni. Þeir stóðu á fætur og héldu áfram að ganga. Þeir gengu áfram og áfram, og Berti var alltaf aftastur því hann vildi ekki að þeir myndu sjá, og drepa hann....
Hvað skyldi vera að Berta? Og hvað skyldi gerast næst?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2008 | 19:03
smásaga 2
Smásagan heldur áfram...
Angus og Janus litu í kringum sig, en sáu ekki neitt. Fótatakið nálgaðist hratt, og þeir félagar tóku á sprett. Þeir hlupu niður alla götuna og komu að næstu gatnamótum. Þeir sáu bíla á götunni, en þeir voru stopp. Þeir hlupu að einum bílnum, en allir sem voru inni í honum voru dauðir. Þeir hentu öllum líkunum út úr bílnum og settust inn. Janus settist í bílstjórasætið, og ætlaði að starta bílnum, en lyklarnir voru ekki í. Janus leit út um gluggann, og sá einhverja veru hlaupandi í fjarska. Janus varð hræddur, og stökk út úr bílnum. Hann leitaði og leitaði á líkunum en fann ekki lyklana. Veran var að nálgast, og hún var bara í 200 metra fjarlægð. Angus fór út úr bílnum, og tók glerbrot sem lá á jörðinni. Veran var alveg að verða komin, og Angus kastaði glerbrotinu í hana. Hann hitti beint í öxlina, og veran gaf frá sér eitthvað óp og stoppaði. Angus og Janus hlupu burt, en veran hélt fljótt áfram. Þeir hlupu yfir götuna og yfir að næsta húsi. Þeir brutu upp dyrnar og ruddust inn. Þeir hlóðu öllu sem þeir fundu fyrir hurðina, svo að veran kæmist ekki inn. þeir hlupu síðan niður í kjallarann, og læstu hurðinni. Eftir augnablik fóru að heyrast dinkir fyrir ofan. Á endanum heyrðust mikil brothljóð, og þá heyrðu þeir fótatak. ,,Hún er inni í húsinu!" sagði Angus hræddur. Janus fór að hlaða dóti fyrir framan kjallarahurðina, og tók sér síðan allt sem hann gæti notað sem vopn. Þeir hlóðu skápum, hillum kössum, og öllu sem þeir gátu fundið fyrir hurðina, en byrjuðu samt á því að festa hurðarhúninn með einhverju drasli.
Angus fann gamla öxi í einum kassanum, og tók hana. Eftir smástund fóru að heyrast dinkir á hurðinni, og allt dótið hristist. Þeir voru orðnir virkilega hræddir. Eftir smástund hættu dinkirnir. Þeir héldu að þeir væru sloppnir, en þeir tóku greinilega ekki eftir því að það var lítill gluggi í jarðhæð, semsagt í loftinu á kjallaranum. Eftir augnablik kom maður fljúgandi í gegnum hann. Hann var alblóðugur. Hann stóð á fætur, og leit í kringum sig. Eftir smástund benti hann á gluggann og öskraði. Angus og Janus litu við, og sáu þar sér til mikillar skelfingar, veruna í glugganum. Veran stökk inn og réðst á manninn. Angus ætlaði að bjarga honum, en veran sló hann frá sér og Angus skaust út í vegg, og vankaðist. Janus greip öxina og æddi í veruna. Það fór eins fyrir honum. Veran reif af manninum hendina, og henti honum í hurðina og allt draslið, og hann fór beint í gegn. Maðurinn öskraði og öskraði, og reyndi að standa á fætur, en veran var komin, og henti honum upp á jarðhæðina. Angus rankaði við sér og tók öxina, og fór upp. Hann sá veruna standa yfir manninum, og maðurinn var alveg að drepast. Angus hljóp aftan að verunni, og hjó hana niður. Maðurinn var mjög ánægður með það, og þeir fóru síðan og settu eitthvað utan á hendina á manninum. Þeir fóru síðan niður til að ná í Janus, en þá var hann horfinn. Angus var alveg undrandi á þessu og leitaði allt í kring. Hann sá Janus hvergi, en þegar hann leit út þá sá hann nokkrar verur bera hann burt. Angus fylgdist með hvert þær fóru. Þær fóru yfir í næsta hús. Angus og maðurinn læddust yfir.
Þegar þeir komu yfir, heyrðu þeir mikil öskur úr kjallaranum. Þeir fóru niður að kjallarahurðinni, en þá voru verurnar búnar að festa hurðina og hlaða fyrir hana dóti, eins og þeir höfðu gert. Þeir voru ennþá með öxina, svo að þeir hjuggu bara leið í gegn. Þegar þeir komust í gegn, sáu þeir að þær voru búnar að festa Janus við vegginn, og voru að skafa á honum magann með gömlum ostaskera. Þeir sáu lík allt í kring, sem voru öll með gat á maganum og fyllt af osti. Verurnar æddu að þeim, en þeir hjuggu þær frá, og komust til Janusar. Janus var ekki alltof sáttur með meðferðina á honum, og hófst handa með ostaskerann við eina veruna sem var ennþá á lífi. Angus hjó í hana með öxinni og drap hana, og dró Janus burt frá staðnum. Þegar þeir komu út voru verur allt í kring, og nokkrir menn voru hlaupandi. Angus, Janus og maðurinn fóru allir í felur og fylgdust með. Verurnar hoppuðu á mennina á götunni, og mynduðu einn stóran hring í kringum þá. Skyndilega skutust blóðslettur upp í loftið. Skyndilega var handleggslausi maðurinn horfinn. Angus hafði lagt frá sér öxina og hún var líka horfin. Þeir sáu manninn hlaupa að verunum, og hann hjó nokkrar niður. Ein stökk á hann, en hann klauf hana í tvennt með öxinni, og hélt áfram að hakka þær niður. Ein veran náði öxinni af honum, svo hann fór að kýla þær. Hann náði þeim öllum niður, og Angus og Janus hlupu til hans. Hann gekk rólegur til mannanna sem lágu á götunni. Af 7 voru aðeins 2 lifandi, og einn þeirra alveg að deyja. Annar þeirra kallaði ,,Berti!!" um leið og hann sá handleggslausa manninn.
Berti hljóp til hans og reyndi að hjálpa honum. Hann var búinn að missa báða fæturna, og aðra hendina, og þrjá fingur á hinni. Hann var alveg að deyja, og Berti lyfti honum upp og reyndi að fara með hann á öruggan stað. Hann setti hann niður og reyndi að setja eitthvað fyrir sárin. Berti náði ekki að setja fyrir öll sárin, og manninum blæddi út. Berti var ekki kátur, því þetta hafði verið einn af hans bestu vinum. Berti settist niður, og horfði á hálfan handlegginn. Þeir fóru síðan allir af stað aftur. Eftir smástund voru þeir fyrir utan hús Berta, en Angus og Janus vissu það ekki. Berti sagði þeim að bíða, og Berti fór inn. Eftir smástund heyrðu þeir gríðarleg öskur. Þeir hlupu inn, en sáu Berta, með stóra sveðju, festa í hálfa handlegginn. Þeir gengu allir út, og planið var að komast út úr borginni. Þeir sáu nokkrar verur, en þær tóku ekkert eftir þeim. Þeir læddust í kringum þær, og Berti stökk af stað og hjó þær allar niður með sveðjuhandleggnum. Það var orðið dimmt, og þeir ákváðu að taka sér smá pásu. Þeir settust allir niður. Eftir augnablik, voru þeir allir rotaðir. Þegar þeir vöknuðu, voru þeir í herbúðum, og heyrðu skothríð allt í kring...
Hvað haldiði að gerist næst??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.10.2008 | 20:11
smásaga
Nú ætla ég að byrja smásögu sem verður í ca 3 - 6 köflum.
Söguhetjan heitir Angus.
Eina nóttina hrekkur Angus upp úr svefni. Hann hafði dreymt alveg hrottalega martröð, það voru epli með fætur að kremja hann. Hann er bullandi sveittur og lafhræddur, og sest upp í rúminu sínu. Skyndilega finnst honum hann heyra eitthvað skark úr eldhúsinu. Hann stirfnar upp, og kveikir á litla lampanum sínum, sem stóð á borði við hliðina á rúminu. Það var allt slökkt frammi, og Angus var frekar skelkaður við að fara fram. Hann lét sig hafa það, og smeygðist fram úr rúminu. Hann opnaði skápinn sinn varlega og tók fram gömlu hafnaboltakylfuna sína. Hann náði góðu taki á henni, og læddist í dyragættina. Hann reyndi að sjá inn í eldhúsið, en það eina sem hann sá var gamall núðludiskur, frá því daginn áður. Hann hélt hægt áfram, þar til hann var kominn að baðherbergisdyrunum. Dyrnar inná baðherbergið voru lokaðar, og Angus opnaði þær hægt, en það kom hávært brak í hurðinni. Þá heyrði hann alveg örugglega hljóð innan úr eldhúsinu. Svo heyrði hann fótatak. Angus hljóp inn í eldhúsið og kveikti ljósið. Hann sá ekkert, en þegar hann leit í kringum sig sá hann opinn glugga. Hann hljóp að honum. Hann sá ekkert úti, en hann sá skrítin fótspor undir glugganum. Þetta voru engin venjuleg spor. Eigandi þeirra var greinilega með mjöög langar lappir, þrjár tær og stóran hæl. Angus var alveg skíthræddur, og lokaði og læsti öllum inngönguleiðum. Hann kveikti öll ljós í húsinu og settist inn til sín og sofnaði ekki aftur.
Þegar leið undir morgun var Angus ennþá inni hjá sér, og hélt fast utan um hafnaboltakylfuna. Það var orðið þrælbjart úti og Angus gekk hægt fram. Engin ummerki voru eftir veruna, en fótsporin voru horfin. Angusi leist ekkert á blikuna. Hann settist í stofuna og kveikti á imbanum. Af og til heyrði hann umgang fyrir utan húsið, en það var bara af fólkinu á gangstéttinni. En Angus vissi það ekki því hann var svo hræddur að hann þorði ekki að líta út um gluggann. Hann hringdi í besta vin sinn, hann Janus, og fékk hann til þess að gista yfir nóttina, en Angus sagði honum ekki ástæðuna. Janus sagðist vera soldið busy, en hann skyldi koma í kringum sex leytið. Angus var mikið feginn að Janus skyldi ætla að koma. ,,Nú get ég sofið rólegur" hugsaði hann. Angus var dauðþreyttur, því hann hafði ekkert sofið frá því að hann vaknaði. Angus horfði á sjónvarpið þangað til að Janus kom. Svo skutust þeir saman og leigðu sér mynd. Fyrir valinu var myndin Ghostbusters. Þeir komu heim til Angusar, og skelltu myndinni í tækið. Þegar fyrsti draugurinn kom varð Angus hræddur, og fór að hugsa út í ef þetta hefði verið einhver draugsi eða eitthvað slíkt nóttina áður. Angusi leist ekkert á blikuna eftir myndina og hafði hafnaboltakylfuna tilbúna á rúminu sínu ef eitthvað skyldi gerast. Janus fór á klósettið, og Angus sat í stofunni á meðan. Eftir smástund heyrðist einhver skarkali fyrir utan húsið. Þegar Janus kom til baka spurði hann Angus hvaða læti þetta hefðu verið.
,,Ég veit það ekki" sagði Angus. Janus fór og dró gardínurnar frá og leit út. Það var tekið að rökkva, og ljósastaurarnir voru allir í gangi, nema þeir fyrir utan hús Angusar. Angus gekk að glugganum, og sá þetta. Nú varð hann ennþá hræddari. Angus sá glitta í sömu fótspor og hann sá fyrir neðan gluggann í eldhúsinu. Nú varð hann virkilega hræddur. ,,Vó!!" heyrðist í Janusi. ,,Hvað???" sagði Angus hissa. ,,Mér fannst ég sjá einhverja hreyfingu í runnunum þarna!" sagði Janus og benti á runnana sem voru í garðinum hans Angusar. Angus leist alls ekkert á blikuna, og sótti hafnaboltakylfuna. Janus hélt að um innbrotsþjóf væri að ræða, og þeir félagar gengu út að runnunum með kylfuna. Þegar þeir komu að runnunum var ekkert í þeim. En þá heyrðu þeir hvell fyrir aftan sig. Þeir litu við. Hurðin á húsi Angusar var lokuð. Þeir gengu aftur að hurðinni, og hún var læst. ,,Hurðin var ekki læst rétt áðan!" sagði Angus í panikki. Janus var orðinn hálf smeykur, og Angus sagði honum alla söguna. Nú var Janus orðinn nokkuð hræddur, og þeir ætluðu til nágrannanna. Þeir bönkuðu upp á hjá ágætis kunningja Angusar, honum Jón. Jón kom ekki til dyra, en það voru ljós inni, og bíllinn var í innkeyrslunni. Þeir ætluðu að gá í bílskúrinn því stundum var hann að vinna í traktornum sínum sem var alltaf í skúrnum. Þeir bönkuðu og bönkuðu á skúrinn, en það kom enginn til dyra. Þeir tóku til sinna ráða og brutu upp hurðina. Þeir sá blóðslettur um gólfið og veggina, og alblóðugan skrúflykil á gólfinu. Þeir sáu ekki meira fyrir traktornum. Þeir gengu nær, og sáu sér til mikillar skelfingar, Jón í bútum á gólfinu, með djúp naglaför út um allan líkamann, eins og það hefði einhver vera ráðist á hann.
Janus og Angus öskruðu og öskruðu, og hlupu til næstu nágranna. Aftur kom enginn til dyra, og þeir brutust inn. Allir nágrannar Angusar voru í bútum og útklóraðir. Skyndilega slökknuðu allir ljósastaurarnir í kringum þá, og þeir heyrðu fótatak nálgast hratt....
Hvernig skyldi þetta halda áfram?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2008 | 19:18
Hvaða tónlistarmaður 4
Þetta eru stórstundir í bloggheiminum, ég er að blogga í 3 sinn sama daginn!
Hér er kominn hvaða tónlistarmaður 4
Hann er gítaristi, og er í hljómsveit sem allir ættu að þekkja, eða allavega hafa heyrt um.
Hann fæddist 18 nóvember 1962, hann var kosinn sem ellefti "greatest guitarist of all time" í Rolling Stone tímaritinu. Hann er í hljómsveitinni enn í dag, og hefur verið nánast frá stofnun hljómsveitarinnar. Hann tók við af gamla gítarleikaranum, sem var fyllibytta og eiturlyfjafíkill. Mamma hans er frá Filippseyjum og pabbi hans er írskur. Hann hafði mikinn áhuga á gíturum, bössum, og tónlist bróður síns, meðal annars Led Zeppelin, Black Sabbath, Status Quo, The Rolling Stones, Jimi Hendrix og UFO. Sá sem hafði mestu áhrifin á hann var herra Hendrix. Hann hefur stundum spilað búta úr lögum eftir Hendrix í sólóunum sínum. Hann byrjaði að spila á gítar 15 ára. Eftir að hafa spilað á 1978 Fender Stratocaster, byrjaði hann að reyna að búa til sitt eigið gítar-sound, og féll síðan fyrir Gibson Flying-V gítarnum. Hann fékk sér vinnu á Burger King til þess að safna pening fyrir Marshall magnara. Tónlistaráhuginn leiddi hann í Thrash Metal tónlistina. Hann fékk einka-gítarkennslu frá tónlistarmanni sem er frægur í dag, og þið megið alveg reyna að giska á hann líka, ef þið þekkið þennan þá ættuð þið að þekkja kennarann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)