3.10.2008 | 18:48
Hvaða tónlistarmaður 3
Þetta held ég nú bara að hafi aldrei gerst áður! Ég er að blogga í annað sinn sama daginn!!!
Hér kemur hvaða tónlistarmaður 3, og í þetta skiptið er það aðeins erfiðara!
Hann fæddist þann 3 október árið '54 og enn of aftur er það gítaristi, en hann var amerískur blústónlistarmaður. Í Rolling Stone tímaritinu var hann kosinn í 7 sæti í "100 greatest guitarists of all time". Classic Rock tímaritið kaus hann í 3 sæti í "Wildest Guitar Heroes". Hann kom frá Texas. Hann vildi alltaf fyrst spila á trommur. Michael Quinn gaf honum gítar þegar hann var 7 ára, og bróðir hans kenndi honum á gítar. Hann sagði sjálfur að bróðir hans hefði haft mestu áhrifin á hvernig hann spilaði, og sagði að bróðir sinn hefði verið ástæðan fyrir því að hann fór að spila á gítarinn. Hann lærði aldrei að lesa nótur, og þegar hann var 13 ára, var hann farinn að spila á klúbbum þar sem hann hitti mikið af blús-átrúnaðargoðum sínum. Hann var eiturlyfja- og drykkjufíkill, en hætti á öllu svoleiðis og náði fullum bata. Eftir tónleika fór hann um borð í þyrlu sem hrapaði, og allir um borð dóu.
Hver skildi þetta nú vera?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.10.2008 | 09:32
Hvaða tónlistarmaður 2
Hér er ég með aðra tónlistarspurningu.
Hvaða tónlisarmaður er þetta?
Hann fæddist 30 júní 1963, í Svíþjóð. Byrjaði að spila á gítar 7 ára, eftir að hann sá frétt í sjónvarpinu um dauða Jimi Hendrix. Sá tónlistarmaður sem hafði ein mestu áhrifin á hann var fiðluleikarinn Niccoló Paganini. Hann spilaði stundum þangað til að fór að blæða úr fingrunum á honum. Árið 1987 lenti hann í bílslysi sem drap hann næstum því. Hann fékk taugaskaða í hægri hendina, og fór í dá í viku. Meðan hann var á spítalanum dó mamma hans úr krabbameini.
Hver er nú þetta??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.10.2008 | 22:47
Hvaða tónlistarmaður?
Smá spurning, ætla að athuga hvað þið vitið mikið um tónlist:P
Hvaða tónlistarmaður er þetta?
Hann fæddist 27 nóvember 1942, gítaristi og söngvari. Hann hafði mikil áhrif á rokksöguna. Hann öðlaðist fyrst frægð í Evrópu, en varð frægur í U.S.A. eftir að hann spilaði á Monterey Pop Festival. Blústónlistarmennirnir B.B. King, Muddy Waters, Howlin' Wolf, Albert King og margir fleiri höfðu mikil áhrif á hann. Hann lenti í vandamálum útaf því að keyra á stolnum bíl, og var boðið að eyða tveimur árum í fangelsi, eða fara í herinn. Hann fór í herinn, og útaf því hversu lélégur hermaður hann var (svaf meðan hann var á vakt, sýndi enga hæfileika sem skytta, þurfti alltaf að vera að fylgjast með honum) var hann sendur til baka. Eftir herinn hitti hann Billy Cox, bassaleikara, og þeir urðu mjög góðir vinir. Hann spilaði oftast á Fender Stratocaster gítar. Hann dó 18 september 1970. Ég gef ekki upp meiri upplýsingar um þennan mann, nú verðið þið bara að svara!
Hvaða tónlistarmaður er nú þetta?
kommentið svarið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.9.2008 | 17:04
jæja,
þetta rakst ég á á síðunni hans Guffa (guffaluff) og ég var klukkaður af honum þannig að ég verð víst að gera þetta líka:P
1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
Bæjarvinnan á Stokkseyri
Hef ekki unnið á öðrum stöðum
2. Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Lord of the rings 1, 2, og 3
The big lebowski
Borat
The Hitchhiker's guide to the galaxy
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á.
Hásteinsvegur, Stokkseyri
hef ekki búið á öðrum stöðum
4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.
Tyrkland
Holland (ég var eins og hálfs árs)
Belgía (ég var eins og hálfs árs)
Þýskaland (ég var eins og hálfs árs)
5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar.
The Simpsons
Fóstbræður
Friends
Futurama
6. Fjórar síður sem ég skoða daglega.
ps3.ign.com
guffaluff.blog.is
lebowski.blog.is
raggydoll.blog.is
7. Fernt matarkyns sem ég held upp á.
Humar
Subway
Kjúklingur
Pizza
8. Fjórar bækur/blöð sem ég les oft.
Lifandi Vísindi
Morgunblaðið
24 Stundir
Fréttablaðið
9. Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna.
Tyrkland
Spánn
Ítalía
Bandaríkjunum
10. Fjórir bloggarar sem ég klukka.
Guðríður
Ragga
Mamma
Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2008 | 15:46
Gítarinn scallopaður!
Ég er loksins búinn að láta verða af því að scallopa gítarinn minn, og fyrir þá sem ekki vita hvað það er,
>> http://en.wikipedia.org/wiki/Fingerboard << og skrolla niður og þá er mynd sem stendur undir "scalloped fingerboard of Yngwie Malmsteen Stratocaster", og það er það sem ég er búinn að gera við gítarinn:D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.8.2008 | 15:44
I'm back!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.6.2008 | 15:52
Litla stúdíóið mitt
Ég eyddi örugglega svona tveimur og hálfum til þremur klukkutímum í litla stúdíóinu mínu og tókst mér að semja og taka upp eitt stykki lag ég er bara mjög sáttur með lagið, sérstaklega af því að þetta er lag númer 2 sem ég hef samið, og sjálfum finnst mér fyrsta lagið ekki nógu flott.Í fyrsta laginu var ég aðeins of ákafur í sólóinu og samdi eitthvað sem ég varla gat spilað. Ég get nú samt spilað það betur núna. Ég þarf bara að reyna að rifja lagið upp (er búinn að gleyma eiginlega öllu, kann ennþá riffin en man ekki neitt í hvaða röð þau voru) og taka síðan lagið upp og setja trommur inná og svoleiðis. Lag númer 2 er samsett úr þremur gíturum, sem ég spila sjálfur á. Það er einn stilltur í clean, og hinir tveir í distortion, eða "insane" eins og það heitir á magnaranum mínum, og einn þeirra er riff gítar, en hinn sóló gítar. Ég ætla að enda þessa "löngu" bloggfærslu mína og snúa mér að einhverju öðru.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.5.2008 | 18:48
Svakalegur jarðskjálfti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2008 | 22:30
Jæja
Ég þarf nú að fara að gera eitthvað í þessu bloggi, og mér datt nú í hug að byrja á annarri steypusögu. Í þetta sinn verður sagan um mann að nafni Búri. Og nú byrjar sagan.
Búri var frekar furðulegur maður og vann sem hreppstjóri. Búra fannst þetta starf alveg æðislegt. En þeir sem voru að vinna fyrir hann voru ekki alltof sáttir. Þeim fannst hann vera harðstjóri, og byrjuðu að leggja á ráðin. Eftir langar umræður kom Búri að þeim þar sem þeir sátu í grænu grasinu og spurði þá afhverju þeir væru að blaðra en ekki tína arfa. Þeir urðu hundfúlir og byrjuðu að tína. En í lok vinnudagsins komu þeir til Búra. Þeir voru allir með hrífur í hendinni, og stukku á hann. Búri varð alveg skíthræddur og reyndi að koma sér úr þessu. En það gekk ekki voða vel, og endaði það á því að Búri var bundinn við stólinn sinn allur útí sárum eftir hrífurnar. Árásarmennirnir hlupu út með blóðugar hrífurnar. Búri náði að standa á fætur, en hann var ennþá með stólinn bundinn við sig. Hann komst að skítugum vinnusímanum, og náði tólinu af. Honum tókst að hringja í 112 með því að nota örmjóa hökuna til að ýta á takkana. Búri vildi fá lögreglumenn og sjúkraliða á svæðið. Hann sagði að það hefði verið ráðist á sig. Eftir stutta stund var allt heila klabbið komið á svæðið og Búri var yfirheyrður af löggunni. þegar sjúkraliðarnir voru búnir að ljúka verki sínu ákvað Búri að elta árásarmennina uppi og stúta þeim. Eftir nokkra daga var Búri búinn að komast að því að einn hefði flúið úr landi. Hann hafði farið til Ameríku, til þess að byrja á nýju lífi. Búri átti enga peninga, þannig að hann byrjaði á því að taka sér stórt lán úr bankanum. Hann tók 20 milljónir. Búri var kominn til Ameríku þremur dögum síðar. Hann spurði starfsfólkið á flugvellinum eftir manninum, og þau könnuðust strax við hann. Þau sögðu að þau hefðu heyrt hann segjast ætla til Los Angeles.
Búri fékk far hjá trukkabílstjóra sem var á leiðinni til L.A. Trukkabílstjórinn virtist vera fínn náungi. Búri talaði við hann allan daginn, og trukkabílstjórinn var orðinn frekar pirraður á honum. En á endanum sofnaði Búri. Þegar hann vaknaði, sá hann trukkabílstjórann standa fyrir utan trukkinn og stara út í loftið. Búri fór út og spurði hann hvað hann væro að góna svona mikið á. ,,Þarna eru þær!!!" sagði hann skelkaður og benti beint upp í himininn. ,,Hvað í ósköpunum ertu að tala um?!?!" spurði Búri forvitinn. Trukkabílstjórinn leit á hann og sagði: ,,GEIMVERURNAR!!!!!!!". Búri snéri sér við og labbaði til trukksins. Hann ætlaði að kalla á bílstjórann og snéri sér við. Bílstjórinn var horfinn. Búri leit í kringum sig og gekk að staðnum þar sem hann hafði verið. Þegar hann leit í áttina að trukknum sá hann bílstjórann skríðandi uppi á honum miðandi haglabyssu upp í loftið. Allt í einu gaf hann frá sér stríðsöskur og henti sér niður af trukknum og skaut nokkrum höglum í leiðinni. Hann lenti bara flatur á jörðinni og lá þar hreyfingarlaus. Búri gekk að honum og ætlaði að hjálpa honum á fætur, en þá stökk hann á fætur og sprakk úr hlátri. ,,HAHAHAHAHA!!!! ÉG SKAUT ÞÆR NIÐUR!!!! HAHAHAHAHHA!!!". Búri var orðinn svolítið skelkaður við þennan bílstjóra, en ákvað að halda sig við hann, því að annars kæmist hann ekki til L.A. Þeir settust inn í trukkinn og keyrðu af stað. Búri var steinsofnaður, en hrökk upp við háa bílflautu. Hann sá að bílstjórinn lá meðvitundarlaus á stýrinu, og þess vegna fór flautan í gang. Hann hélt bara að hann væri sofandi og reisti hann upp. Búri öskraði af hræðslu, þegar hann tók eftir því að það var búið að fjarlægja nefið af honum. Nú var bara húð, eins og hann hefði aldrei verið með nef.
Bílstjórinn vissi ekki af þessu, og hélt áfram að keyra. Eftir örstutta stund stoppuðu þeir við bensínstöð. Bílstjórinn stökk út og ætlaði á klósettið. Eftir smástund heyrðist öskur innan úr stöðinni. Bílstjórinn kom hlaupandi út og settist inn í trukkinn. ,,Andstyggðirnar tóku af mér nefið!!!!!! Nú skal ég fá hefnd!!!". Búri var orðinn mjög skelkaður. Hann náði að opna bílhurðina, og klifra upp á þakið á bílnum. Þegar hann sá upp á þakið brá honum mikið. Þar sátu nokkrar litlar verur í hring, og ein þeirra hélt á nefi bílstjórans. Hún horfði mikið á nefið, og beit smá bita af því. Verunni fannst nefið greinilega gott á bragðið, og gaf hinum með sér. Skyndilega tóku þær eftir Búra. Það birtust svakalegar byssur í höndunum á þeim og þær skutu á Búra. Búri skaust af trukknum og skall í jörðina. Hann var mjög særður eftir skotið. Bílstjórinn hafði greinilega heyrt í byssunum þeirra, því hann stoppaði, og skyndilega heyrðist hár hvellur og ein veran splundraðist. Þar á eftir stökk trukkabílstjórinn út úr trukknum og klifraði upp á þakið. Hann skaut verurnar, og Búri heyrði hann tauta: ,,Andskoti eru þær pirrandi, þessar geimverur". Eftir að hann var búinn að stúta þeim, þá kallaði hann á Búra. Búri fór til hans, og settist inn í trukkinn. Búri var mjög þreyttur, og sofnaði strax. Þegar hann vaknaði aftur, var hann einhvers staðar úti í óbyggðinni og það voru fullt af geimskipum í kring. Það voru margar litlar geimverur labbandi um með byssur. Ein geimveran var að róta í dótinu hans Búra.
Búri leit á bílstjórann, og tók eftir því að það var búið að fjarlægja allt andlitið. Búri náði að halda niðri öskrinu, og reyndi að laumast út úr trukknum. Hann opnaði hurðina, og um leið og hann steig út úr trukknum, voru allar geimverurnar komnar og miðuðu byssum á hann. Búri var settur í pínulítinn klefa sem hann gat varla hreyft sig í. Skyndilega komu geimverurnar. Þær höfðu handsamað geimverufræðing sem hafði verið að vinna á area 51. Geimverurnar létu hann þýða fyrir sig, og komu því til skila að Búri ætti að verða hálshöggvinn.
Skyldi Búri ná að sleppa úr þessu? Er geimverufræðingurinn í rauninni Rambó í dulargervi? Kemur í ljós í næsta þætti...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2008 | 18:48
59.500 krónur farnar í mikil kaup...
...á magnara sem ég er bara mjög ánægður með. Þetta mun vera Line 6 Spider III 2x12 150 watta gítarmagnari. Hann er mjög stór og öflugur og það er hægt að velja úr yfir 150 af betri lögum veraldar, og láta magnarann stilla sig sjálfan þannig að rétta hljóðið komi fyrir hvert lag. Ég er bara mjög sáttur með þessi kaup og að sjálfsögðu fylgja myndir með gripnum.
Smella til að stækka.
Enginn smá munur á þeim gamla og þeim nýja.
segi þetta bara gott í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)