Hvaða tónlistarmaður?

Smá spurning, ætla að athuga hvað þið vitið mikið um tónlist:P

Hvaða tónlistarmaður er þetta?

 

Hann fæddist 27 nóvember 1942, gítaristi og söngvari. Hann hafði mikil áhrif á rokksöguna. Hann öðlaðist fyrst frægð í Evrópu, en varð frægur í U.S.A. eftir að hann spilaði á Monterey Pop Festival. Blústónlistarmennirnir B.B. King, Muddy Waters, Howlin' Wolf, Albert King og margir fleiri höfðu mikil áhrif á hann. Hann lenti í vandamálum útaf því að keyra á stolnum bíl, og var boðið að eyða tveimur árum í fangelsi, eða fara í herinn. Hann fór í herinn, og útaf því hversu lélégur hermaður hann var (svaf meðan hann var á vakt, sýndi enga hæfileika sem skytta, þurfti alltaf að vera að fylgjast með honum) var hann sendur til baka. Eftir herinn hitti hann Billy Cox, bassaleikara, og þeir urðu mjög góðir vinir. Hann spilaði oftast á Fender Stratocaster gítar. Hann dó 18 september 1970. Ég gef ekki upp meiri upplýsingar um þennan mann, nú verðið þið bara að svara!

Hvaða tónlistarmaður er nú þetta?

kommentið svarið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Pálsdóttir

Þetta er hann Jimmi Hendrix (held ég alveg örugglega)

Ragnhildur Pálsdóttir, 2.10.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

ég segi ekki neitt fyrr en að fleiri eru búnir að kommenta! svo ég fari nú út í annað, þá er Jimi bara með einu "m" ekki 2:D

Snorri Þorvaldsson, 2.10.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Þetta er klárlega rokkguðinn og gítarhetjan, Jimi nokkur Hendrix

Hann er meðlimur í 27 klúbbnum, svo margir frægir tónlistarmenn sem hafa dáið 27 ára á toppi ferils síns.

Guðfinnur Þorvaldsson, 2.10.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég var nú að spá í að segja Elvis....en líklega er það ekki rétt.  ætli það sé ekki Hinrik eins og Guffi segir....

Rúna Guðfinnsdóttir, 3.10.2008 kl. 08:34

5 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

nei mamma, Elvis er sko ekki rétt svar. Það er rétt svar hjá ykkur öllum, nema ef mamma er að meina einhvern annan með Hinrik:D

Snorri Þorvaldsson, 3.10.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband