3.10.2008 | 09:32
Hvaða tónlistarmaður 2
Hér er ég með aðra tónlistarspurningu.
Hvaða tónlisarmaður er þetta?
Hann fæddist 30 júní 1963, í Svíþjóð. Byrjaði að spila á gítar 7 ára, eftir að hann sá frétt í sjónvarpinu um dauða Jimi Hendrix. Sá tónlistarmaður sem hafði ein mestu áhrifin á hann var fiðluleikarinn Niccoló Paganini. Hann spilaði stundum þangað til að fór að blæða úr fingrunum á honum. Árið 1987 lenti hann í bílslysi sem drap hann næstum því. Hann fékk taugaskaða í hægri hendina, og fór í dá í viku. Meðan hann var á spítalanum dó mamma hans úr krabbameini.
Hver er nú þetta??
Athugasemdir
meira að segja ég veit þetta
Það er herra málmsteinn
Guðríður Pétursdóttir, 3.10.2008 kl. 10:25
Málmsteinn? Mr. Metal Stone....er til einhver sem heitir það??
Ég skýt á Bill Brantford.
Rúna Guðfinnsdóttir, 3.10.2008 kl. 14:11
Mr. Metal Stone hahahahahaha nei það er ekki neinn sem heitir Mr. Metal Stone:D
Snorri Þorvaldsson, 3.10.2008 kl. 14:13
Ok, þá held ég mig við Bill Brantford, þann mikla snilling
Rúna Guðfinnsdóttir, 3.10.2008 kl. 14:20
Þetta er nú bara hálfvandræðalegt ég bara hef ekki hugmynd
Ragnhildur Pálsdóttir, 3.10.2008 kl. 14:28
hehe, ég ætla að bíða aðeins lengur áður en ég gef upp svarið:D
Snorri Þorvaldsson, 3.10.2008 kl. 14:29
Þetta ku vera gítarmaskínan ógurlega frá Svíþjóð, Yngwie J. Malmsteen.
Guðfinnur Þorvaldsson, 3.10.2008 kl. 14:52
Guðríður: rétt, mamma: ekki rétt, og Bill Brantford er ekki til, Guffi: rétt og Ragga þetta ku vera Yngwie Malmsteen:D
Snorri Þorvaldsson, 3.10.2008 kl. 14:56
Skemmtilegar getraunir hjá þér.
Rúna Guðfinnsdóttir, 3.10.2008 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.